Frá gylltum söndum yfir í úfið hraun og eldfjöll, frá hólum og hæðum yfir í himinhá fjöll og jökla, frá ám og lækjum yfir beljandi jökulfljót og svo mætti lengi telja. Umhverfið breytist nánast í hverju skrefi svo fjölbreytt er náttúran og umhverfið á Vesturlandi. Sama má segja um afþreyingu og dægradvöl, það er fjölbreytt úrval af allskonar skipulögum ferðum, gönguleiðum, sund- og náttúrulaugum, söfnum, sýningum o.s.frv.