Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Íslandi, hvort sem ætlunin er að
slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.

Sæferðir
Ævintýraferðin Víkingasushi er mjög vinsæl afþreying. Siglt er um eyjarnar óteljandi, skyggnst inn í ævintýraheim Breiðafjarðar, skoðaðar fjölbreytilegar bergmyndanir, sögulegar slóðir og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur eru vel greinilegir. Fuglar, ferskt skeljasmakk, eyjarnar óteljandi, sagan og ógleymanleg ævintýri. Boðið er upp á siglingar allt árið. 
Láki Tours
Láki Tours býður upp á hvalaskoðun frá Ólafsvík á Snæfellsnesi. Einnig bjóða þau upp á hvalaskoðunarferðir frá Hólmavík á Vestfjörðum.  Hvalaskoðun frá Ólafsvík Vesturland er sannkölluð paradís fyrir hvala-áhugafólk og er það þekkt fyrir einstakar hvalategundir. Snæfellsnes er eini staðurinn á Íslandi sem háhyrningar sjást reglulega. Önnur einstök tegund er búrhvalur. Búrhvalir eru stærstu tannhvalir í heimi og þeir kafa einna dýpst af öllum hvölum. Aðrar tegundir sem sjást reglulega eru hnúfubakar, hrefnur, grindhvalir og hnýðingar. Hvalaskoðun frá Ólafsvík er í boði frá miðjum febrúar til lok september og getur hver ferð varað frá 2 klst upp í 3,5 klst. Útsýnið á stórkostlegt landslagið um kring, m.a. á jökulinn og Kirkjufellið fræga eykur upplifunina á góðviðrisdögum.   Árstími: Febrúar - September Heimilisfang: Norðurtangi 9, 355 Ólafsvík Fylgið okkur á samfélagsmiðlum þar sem við deilum reglulega myndum frá ferðunum - Facebook , Instagram 
Ferjan Baldur
Daglega siglir ferjan Baldur yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar , með stoppi í Flatey . Um borð í ferjunni er góður veitingastaður og frábær aðstaða fyrir farþega. Á leiðinni yfir fjörðinn er hægt að slaka á og njóta útsýnisins og á sama tíma ert þú að spara tíma þar sem að það tekur skemmri tíma að sigla en að keyra. Fjölmargir ferðamenn velja að stoppa í Flatey á milli ferða. Fyrir þá sem ferðast með bíl er hægt að senda bílinn yfir fjörðinn á meðan stoppað er í eyjunni og er ekkert rukkað aukalega fyrir þessa þjónustu. Athugið að mikilvægt er að bóka fyrir bíla fyrirfram. Takmörkuð stopp eru í Flatey yfir vetrartímann.Athugið að bóka verður fyrirfram fyrir bíla. Sæferðir bjóða einnig upp á Ævintýrasiglingu,  veisluferðir fyrir hópa og fjölbreyttar sérferðir.

Aðrir (4)

Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Ocean Adventures Höfnin Stykkishólmi / Stykkishólmur Harbour 340 Stykkishólmur 8982028
Sea Angling Stapi Grundarslóð 10 356 Snæfellsbær 697 6210