Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Úrval dagsferða er nánast ótæmandi og þær geta verið hentugur kostur.

Simply the West
Simply the West er framsækin ferðaskrifstofa sem býður upp á fjölbreyttar dagsferðir og er sífellt að bæta við. Við getum líka skipulagt afþreyingu á Vesturlandi og boðið upp á sérsniðnar einkadagsferðir.
Thor Photography
Thor Photography býður einstaklingum og hópum upp á ferðir og námskeið þar sem megináhersla er lögð á ljósmyndun og viðföngin eru helstu perlur íslenskrar náttúru. Lagt er upp úr því að velja staðsetningu sem hentar skilyrðum hverju sinni, og veita kennslu varðandi stillingar á myndavélum, hvernig skal ramma inn myndefnið, val á linsum og veita ráð og kennslu varðandi myndvinnslu og fleira.
Guide to Iceland
Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.   Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021. 
Nicetravel ehf.
Nicetravel var stofnað árið 2012 af þremur íslenskum fjölskyldum. Markmið okkar er að bjóða upp á persónulega og ánægjulega upplifun fyrir okkar gesti og til að uppfylla það eru allar okkar ferðir framkvæmdar með farþega fjölda að hámarki 19 farþega.  Við bjóðum upp á dagsferðir og fjöldaga ferðir með brottför frá Reykjavík.  Mottóið okkar er að vera NICE.
Dalahestar
Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 
Crisscross Matarferðir
Crisscross sér um og skipuleggur matarferðir um Vesturland þar sem tvinnað er saman matar- og náttúruupplifun. Við ferðumst í litlum hópum og bjóðum upp á persónulega upplifun af landi, mannlífi og fjölbreyttri matarmenningu. Í ferðum okkar er farið í heimsóknir á bóndabæi, á veitingahús og til smáframleiðenda matvæla, fræðst um sögu og landnytjar og bragðað á afurðum af svæðinu. Fyrir hópa bjóðum við upp á styttri og lengri sælkeraferðir sem í samráði er hægt er að aðlaga að óskum og áhugasviði hvers hóps fyrir sig.
Vestur Adventures
Skipulagðar kayak ferðir við Kirkjufell og nágrenni er mögnuð upplifun. Þú munt upplifa óspillta nátúru, fuglalíf og fræðast um sögu staðarins. Einnig eru miklar líkur á að forvitnir selir verði á leið okkar. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Snæfellsnes Adventure
Sturlureykir Horse Farm
Hestarnir á Sturlureykjum taka vel á móti gestum og elska alla athygli enda eru þeir partur af fjölskyldunni, fædd að Sturlureykjum, ræktuð, tamin og þjálfuð af heimilisfólki. Heita vatnið skipar stóran sess í sögu Sturlureykja, en þar er fyrsta hitaveita í Evrópu og geta gestir kynnt sér sögu hitaveitunnar og skoðað heitan náttúruhver. Í boði er: Hestaleiga/Hestaferðir; Markmið okkar eru góð hross og persónuleg þjónusta, gestir geta valið sér tíma með því að hafa samband eða mætt á staðinn, í boði alla daga allt árið um kring. Heimsókn í Hesthús; Tekið á móti gestum í kaffistofunni, farið og kíkt á hestana, "Hestaselfie" er skemmtileg og ógleymanleg minning :) Skoðum heita hverinn og endað í kaffistofunni þar sem boðið er upp á kaffi, te, heitt súkkulaði og Hverarúgbrauð sem bakað er á staðnum Opið daglega frá 10:00 til 15:00.
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.  Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.  Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli. Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins. Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni. Hellaferðir í Raufarhólshelli. Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum. Vélsleðaferðir á Langjökli. Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 
Húsafell Giljaböð
Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni fræðumst við meðal annars lítillega um endurnýjanlega orku og förum yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslensk jöklinum sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð. Gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli.  Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Kontiki
Kontiki bíður uppá stuttar kayakferðir frá Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Okkar aðal áherslur eru vistvæn ferðamennska með litla hópa í hvert skipti til að upplifa magnaða náttúru Breiðafjarðar. Þessi tveggja klukkustunda kajaksigling er hið fullkomna tækifæri til að kanna íslenska náttúru eins og hún gerist best og uppgötva kyrrð eyjalífsins. - hreint út sagt ómissandi fyrir náttúrubörn með ævintýraþrá sem langar að skoða Breiðafjörð. Þátttakendur fá byrjendakennslu í kajaksiglingum sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Að því loknu halda þátttakendur ásamt leiðsögumanni í leit að lundum, selum og skipsflökum um leið og þeir fræðast um hina heillandi sögu og jarðfræði Snæfellsness.
Into the Glacier
Into the Glacier býður upp á super jeppaferðir á Langjökul í ein af stærstu ísgöngum í heimi. Ferðirnar hefjast frá Húsafelli, Klaka eða Reykjavík og eru göngin staðsett í 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Við bjóðum upp á:  Our Glassic Into the Glacier Tour With pickup from Reykjavík  Into the Glacier and Snowmobile Combo  Into the Glacier & Northern Lights Tour  Private Tours 
Fjeldstedhestar.is
1-2 tíma hestaleiguferðir í fallegu umhverfi á bökkum Hvítár sem er jökul á sem kemur úr Eiríksjökli. Góð aðstaða í nýrri reiðskemmu sem er sér hönnuð fyrir falaða og hreyfihamlaða. Hesta við allra hæfi. Einnig reiðskóla sem eru 5 daga námskeið fyrir börn og unglinga yfir sumar tímann, frá mánudegi til föstudags. Nánari upplýsingar gunna@fjeldstedhestar.iswww.fjeldstedhestar.is
Gufuá
Við bjóðum uppá tvenns konar upplifanir utandyra, þar sem þú kynnist mismunandi hliðum á sveitinni okkar fallegu. Annars vegar er það hið sívinsæla Geitalabb með hobbitageitunum Gandálfi, Fróða og félögum. Geitalabbið er sérstaklega skemmtileg klukkustundar upplifun fyrir einstaklinga og hópa sem langar að hitta búsmalann og prófa eitthvað allt öðruvísi. Hins vegar er svo Náttúruganga með sagnaþul um vörðuslóðir landnámsjarðarinnar Gufár, þar sem náttúrufar, saga og sérkenni svæðisins eru skoðuð og ábúendur fyrr og nú kynntir til sögunnar. 2ja klst. ganga á þægilegum gönguhraða, hugsað fyrir hópa. Einstaklega skemmtileg og fróðlega afþreyging þar sem bóndi opnar dyrnar að býli sínu. Upplifun í anda Meet the locals. Við bjóðum uppá tvær mismunandi upplifanir: Geitalabb - Lesa meira   Náttúruganga með sagnaþul - Lesa meira 
Iceland Exclusive Travels ehf.
Iceland Exclusive Travels Býður fólk velkomið vestur í hjarta Íslands. Við bjóðum upp á blandaðar og prívat ferðir fyrir litla hópa frá Reykjavík sem sniðnar eru að þörfum sælkera. Við heimsækjum Borgafjörð skoðum Hraunfossa og Deildartunguhver sem er aflmesti hver Evrópu. Við gistum í einstaklega fallegum burstabæ sem er staðsettur í miðju Hallmundarhrauni með útsýni til Eiríksjökuls Langjökuls og að Oki. Í boði eru sex gestaherbergi sem öll eru með sérinngangi og sér salernisaðstöðu. Gott er að dýfa sér í heita pottinn eða ylja sér við skjólgott eldstæði og njóta norðurljósa eða miðnætursólarinnar.  Í næsta nágrenni er meðal annars Húsafell, ísgöngin í Langjökli, Víðgelmir og Krauma spa. Það er hentar líka mjög vel að keyra gullhringinn á leiðinni vestur frá Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar upp á fræbæra upplifun, með því að blanda saman þægindum, afþreyingu og frábæru útsýni. Smellið hér Heart of Iceland tour fyrir frekari upplýsingar og til að bóka ferðir eða kynnið ykkur prívat ferðirnar okkar hér 2 daga ferð, 3 daga ferð, Your trip Iceland.
The Cave
Víðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika býður hann upp á ógleymanlega lífsreynslu.  Við bjóðum upp á fjölskylduvænar ferðir sem allar kynslóðir geta notið, þökk sé nýrri göngubrú og lýsingu í hellinum. Fyrir þá sem kjósa meiri áskorun, þá bjóðum við einnig upp á hálfs dags ferð alveg inn í enda hellisins, út fyrir manngerð þægindi. Hellar eru oft dimmir og þröngir en það á ekki við um Víðgelmi. Það sem áður var seinfarið, harðgert landslag er nú auðvelt og skemmtilegt yfirferðar. 
Horse Centre Borgartún
Hestamiðstöðin Borgartún býður upp á 1-2 klst. reiðtúra í fallegu umhverfi í útjaðri Akranes. Reiðtúrarnir okkar eru dásamleg upplifun fyrir alla þá sem langar að prufa íslenska hestinn. Hvort sem þið eruð með eða án reynslu, ung eða gömul, þá eru þessir vinalegu og lipru hestar auðveldir í meðhöndlun og skemmtilegir í þeirra náttúrulega umhverfi. Við sérhæfum okkur í minni hópum með persónlegri þjónustu og erum opin allan ársins hring. Þegar veðrið er okkur ekki hliðhollt, þá er alltaf hægt að fara á hestbak innandyra (reiðhöll).

Aðrir (76)

AE86 Barónsstígur 27 101 Reykjavík 659-8550
TourDesk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Pietro Pirani Photography / Bull Iceland Njálsgata 49 101 Reykjavík 832-6509
Bjarni Þorsteinsson 101 Reykjavík 899-7298
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
Kraftganga Lækjargata 4 101 Reykjavík 899-8199
Local Friends Iceland Austurbrún 4 104 Reykjavík 899-4461
Spicy Viking Iceland Langholtsvegur 147 104 Reykjavík 868-4848
Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
Þín leið 105 Reykjavík 899-8588
FLÓKI TOURS Flókagata 1 105 Reykjavík 853-7575
Unreal Iceland Mjóahlíð 16 105 Reykjavík 848-8468
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Arctic Mike Iceland Fellsmúli 7 108 Reykjavík 894-2731
Rob Trips Fellsmúli 6 108 Reykjavík 680-0715
Jötnar Mountaineering Bústaðavegur 61 108 Reykjavík 857-6253
Stefán Svavarsson Sævarland 14 108 Reykjavík 693-4726
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Tesla Airport Taxi - Iceland Staðarbakki 30 109 Reykjavík 844-9595
Skall Ventures Melbær 15 110 Reykjavík 835-0674
Aurora Luxury Iceland Hestavað 7 110 Reykjavík 850-1230
Iceland Serenity Tours Asparfell 2 111 Reykjavík 691-4147
Boreal Austurberg 20 111 Reykjavík 8646489
Tours in Iceland Fýlshólar 9 111 Reykjavík 788-5618
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Ottó the Viking Flétturimi 1 112 Reykjavík 788-3638
Icelands-best.is Veghús 31 112 Reykjavík 888-5132
Ingimundur Sverrir Sigfússon Gvendargeisli 60 113 Reykjavík 615-3404
Y.I. / Your Iceland Hamarsgata 2 170 Seltjarnarnes 761-6386
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
HeidrunGuide / PrivateguideHeidrun Álfatún 19 200 Kópavogur 790-4101
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
FishIceland Lundur 11, íbúð 503 200 Kópavogur 899-4247
Spice of Iceland Engihjalli 9 200 Kópavogur 762-7823
Iceland Day Trips Þinghólsbraut 24 200 Kópavogur 698-6797
Private Iceland Skólagerði 61 200 Kópavogur 860-5565
JourneyIceland.is Engihjalli 17 200 Kópavogur 761-2677
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Alive Journeys Vallakór 6A 203 Kópavogur 783-1993
Local Driver Guide Hvannalundur 10 210 Garðabær 854-3577
Icelandic Guides Lyngmóar 7 210 Garðabær 896-6288
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland Norðurvangur 44 220 Hafnarfjörður 775-0725
Northern Adventurer Kaldakinn 26 220 Hafnarfjörður 772-7605
Nordix Svölutjörn 57 260 Reykjanesbær 868-0329
Ingib.thor Photography Travel Tours Svölutjörn 11 260 Reykjanesbær 866-2583
itour.is Bjarkarholt 10 270 Mosfellsbær 855-2550
Igólfur Jóhannesson Bjarkarholt 10 270 Mosfellsbær 855-2550
Dogsledding Iceland Þingvallasvæðið, Mosfellsbær 271 Mosfellsbær 8636733
Heimskauts skoðun slf. Vogabraut 18 300 Akranes 869-1431
Taxiice.is - Ari Grétar Björnsson Brekkubraut 8 300 Akranes 770-6644
EvTaxi Háteigur 3 300 Akranes 7903838
Ísland Treasures / Menopause Morph Skagabraut 25 300 Akranes 824 1640
Hundasledaskoli Skridhusky - 301 Akranes 7778088
Litlu Leyndarmálin Kveldúlfsgata 22 310 Borgarnes 698-0075
Sæmundur Sigmundsson Brákarbraut 20 310 Borgarnes 437-1333
HVÍTÁ travel Þórólfsgata 12 310 Borgarnes 661-7173
Iceland By Horse Litla Drageyri 311 Borgarnes 697-9139
Ragnarök Kennel Hafþórsstaðir 311 Borgarnes 662-5417
Þóra Sif Kópsdóttir Ystu-Garðar 311 Borgarnes 845-6647
Hawk The Beard Tours Ártún 11 311 Borgarnes 845-3637
Giljar Horses & Handcraft Giljar 320 Reykholt í Borgarfirði 691-8711
Matur, saga og menning í Stykkishólmi / Gönguferðir í Stykkishólmi / Gönguleiðsögn á Snæfellsnesi Nesvegur 13 340 Stykkishólmur 534-2120
Ocean Adventures Höfnin Stykkishólmi / Stykkishólmur Harbour 340 Stykkishólmur 8982028
Loa Tours Lágholt 21 340 Stykkishólmur 899-4151
Snæfellsnes Excursions Sólvellir 5 350 Grundarfjörður 866-2552
Hergill Heruson Fákafell 350 Grundarfjörður 898-0548
Brimhestar Brimilsvellir 356 Snæfellsbær 436-1533
Þórunn Hilma Svavarsdóttir Neðri-Hóll 356 Snæfellsbær
Healing Moon Tvíoddi 356 Snæfellsbær 6998523
Sögufylgja Böðvarsholt 356 Snæfellsbær 867-4451
Sögufylgja Álftavatn 356 Snæfellsbær 848-2339
The Grumpy Whale Bitra 801 Selfoss 888-5771
Pick Iceland Bjarkarheiði 4 810 Hveragerði 695-9405
Alive Journeys Laufskógar 32 810 Hveragerði 618-2035
Iceland Rewild Nýbýlavegur 48A 860 Hvolsvöllur 832-9150