Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks
    farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri
    ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

    Arctic Adventures
    Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.  Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.  Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli. Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins. Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni. Hellaferðir í Raufarhólshelli. Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum. Vélsleðaferðir á Langjökli. Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 
    Dalahestar
    Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 
    Fjeldstedhestar.is
    1-2 tíma hestaleiguferðir í fallegu umhverfi á bökkum Hvítár sem er jökul á sem kemur úr Eiríksjökli. Góð aðstaða í nýrri reiðskemmu sem er sér hönnuð fyrir falaða og hreyfihamlaða. Hesta við allra hæfi. Einnig reiðskóla sem eru 5 daga námskeið fyrir börn og unglinga yfir sumar tímann, frá mánudegi til föstudags. Nánari upplýsingar gunna@fjeldstedhestar.iswww.fjeldstedhestar.is
    Hestaland ehf.
    Vinsamlega hafið samband vegna ferða og bókana.
    Horse Centre Borgartún
    Hestamiðstöðin Borgartún býður upp á 1-2 klst. reiðtúra í fallegu umhverfi í útjaðri Akranes. Reiðtúrarnir okkar eru dásamleg upplifun fyrir alla þá sem langar að prufa íslenska hestinn. Hvort sem þið eruð með eða án reynslu, ung eða gömul, þá eru þessir vinalegu og lipru hestar auðveldir í meðhöndlun og skemmtilegir í þeirra náttúrulega umhverfi. Við sérhæfum okkur í minni hópum með persónlegri þjónustu og erum opin allan ársins hring. Þegar veðrið er okkur ekki hliðhollt, þá er alltaf hægt að fara á hestbak innandyra (reiðhöll).
    Sturlureykir Horse Farm
    Hestarnir á Sturlureykjum taka vel á móti gestum og elska alla athygli enda eru þeir partur af fjölskyldunni, fædd að Sturlureykjum, ræktuð, tamin og þjálfuð af heimilisfólki. Heita vatnið skipar stóran sess í sögu Sturlureykja, en þar er fyrsta hitaveita í Evrópu og geta gestir kynnt sér sögu hitaveitunnar og skoðað heitan náttúruhver. Í boði er: Hestaleiga/Hestaferðir; Markmið okkar eru góð hross og persónuleg þjónusta, gestir geta valið sér tíma með því að hafa samband eða mætt á staðinn, í boði alla daga allt árið um kring. Heimsókn í Hesthús; Tekið á móti gestum í kaffistofunni, farið og kíkt á hestana, "Hestaselfie" er skemmtileg og ógleymanleg minning :) Skoðum heita hverinn og endað í kaffistofunni þar sem boðið er upp á kaffi, te, heitt súkkulaði og Hverarúgbrauð sem bakað er á staðnum Opið daglega frá 10:00 til 15:00.
    Stóri Kambur
    Hestaleiga Stóra-Kambs býður uppá hestaferðir undir Snæfellsjökli

    Aðrir (15)

    Kraftganga Lækjargata 4 101 Reykjavík 899-8199
    Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
    Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
    Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
    Hestaleigan Laxnesi Laxnes 271 Mosfellsbær 5666179
    Dalur-hestamiðstöð ehf. Dalland 271 Mosfellsbær 566-6885
    Kimpfler ehf. Hrafnkelsstaðir 311 Borgarnes 896-3749
    Hömluholt ehf. Hömluholt 311 Borgarnes 435-6800
    Iceland By Horse Litla Drageyri 311 Borgarnes 697-9139
    Oddsstaðir Oddsstaðir I 311 Borgarnes 864-5713
    Giljar Horses & Handcraft Giljar 320 Reykholt í Borgarfirði 691-8711
    Berserkir og Valkyrjur Birkilundur 50 341 Stykkishólmur 820 0508
    Hergill Heruson Fákafell 350 Grundarfjörður 898-0548
    Lýsuhóll Lýsuhóll 356 Snæfellsbær 4356716
    Brimhestar Brimilsvellir 356 Snæfellsbær 436-1533