Upplýsingamiðstöðvar ferðamála má finna víðsvegar um landið. Starfsfólk þeirra veitir meðal annars upplýsingar um veður, áhugaverða staði, aðstoðar við bókanir og margt fleira. Þar er einnig hægt að nálgast kort og bæklinga.
Upplýsingamiðstöðin á Akranesi (Svæðismiðstöð)
Upplýsingamiðstöðin á Akranesi er til húsa í Akranesvita. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um afþreyingu, gistingu, veitingar og fleira á Akranesi og nágrenni.
Opnunartímar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna og í Akranesvitanum: 1. maí - 15. september: daglega frá 12:00 til 16:0016. september - 30. apríl: daglega frá 13:00 til 15:00 og eftir samkomulagi fyrir hópa.
View
Gestastofa Snæfellsness
Gestastofa Snæfellsness/ Snæfellsnes Visitor Center, sem Svæðisgarðurinn Snæfellsnes heldur utan um í félagsheimilinu Breiðabliki, er opin alla daga frá kl. 10 - 17. Þar er tekið vel á móti gestum og íbúum með fræðslu um Snæfellsnes, þá fjölmörgu áfangastaði sem byggðir hafa verið upp og alla þá fjölbreyttu þjónustu sem hér er í boði.
Árið um kring eru sýningar í gestastofunni og markaður með mat og handverk af Snæfellsnesi er opinn. Salernin eru opin allan sólarhringinn.
View
Gestastofa Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Malarrifi
Gestastofa þjóðgarðsins er við Malarrif. Þema sýningarinnar í gestastofunni er vermaðurinn og náttúran og er leitast við að sýna hvernig vermenn nýttu náttúruna til að sjá sér farboða. Höfðað er til allra skilningarvitanna og eru gestir hvattir til að smakka, lykta og reyna. Hægt er að finna eitthvað skemmtilegt fyrir fólk á öllum aldri í gestastofunni. Þar má einnig nálgast upplýsingar og fræðslu um svæðið undir Jökli hjá landvörðum sem þar starfa.
Smelltu hér til að skoða opnunartíma.
View
Ferjan Baldur
Daglega siglir ferjan Baldur yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar , með stoppi í Flatey . Um borð í ferjunni er góður veitingastaður og frábær aðstaða fyrir farþega. Á leiðinni yfir fjörðinn er hægt að slaka á og njóta útsýnisins og á sama tíma ert þú að spara tíma þar sem að það tekur skemmri tíma að sigla en að keyra. Fjölmargir ferðamenn velja að stoppa í Flatey á milli ferða. Fyrir þá sem ferðast með bíl er hægt að senda bílinn yfir fjörðinn á meðan stoppað er í eyjunni og er ekkert rukkað aukalega fyrir þessa þjónustu. Athugið að mikilvægt er að bóka fyrir bíla fyrirfram. Takmörkuð stopp eru í Flatey yfir vetrartímann.Athugið að bóka verður fyrirfram fyrir bíla. Sæferðir bjóða einnig upp á Ævintýrasiglingu, veisluferðir fyrir hópa og fjölbreyttar sérferðir.
View
Hótel Bifröst
Hótel Bifröst er notalegt hótel á fallegum stað í hjarta Borgarfjarðar. Hótelið er staðsett við þjóðveg 1 - 102 kílómetra frá Reykjavík og því í aðeins eins- og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni.
Á Hótel Bifröst eru 52 rúmgóð, björt og hlýleg, tveggja manna herbergi. Öll herbergin eru með sér snyrtingu og sturtu, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Lyfta er á hótelinu og því gott aðgengi fyrir fatlaða.
Veitingastaður hótelsins - Kaffi Bifröst tekur um það bil 100 manns í sæti. Þar er mikið lagt upp úr því að framreiða fjölbreyttan og hollan mat með áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð.
Hægt er að bóka ráðstefnur, fundi eða námskeið til að halda á hótelinu en þar er að finna sali af öllum stærðum og gerðum.
View
Hótel Snæfellsnes
Hótel Snæfellsnes býður upp á 14 herbergi. 13x tveggjamanna herbergi og 1x þriggjamanna herbergi. Hönnunin er stílhrein með innblæstri frá Scandinaviu og borin er virðing fyrir umhverfinu. Herbergin eru hljóðeinangruð og með mjúkri lýsingu, gólfhita, Wi-Fi, sjónvarpi, hárþurrku, katli, skrifborði og stólum. Hvert herbergi er útbúið snyrtiaðstöðu og eru öll baðherbergin með sturtu. Fallegt útsýni er úr herbergjunum og um að gera að opna gluggann og njóta golunnar sem blæs á Snæfellsnesi. Boðið er upp á aðgang að þráðlausu interneti án endurgjalds auk þess sem stutt er í frábærar gönguleiðir og alla aðra afþreyingu sem er í boði á Snæfellsnesi, svo sem hestaferðir og ferðir á jökulinn.
Á Vegamótum er einnig rekið kaffihús.
Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul á Snæfellsnesi er rúma 58 km frá Hótel Snæfellsnesi. Þar fá gestir tækifæri til að upplifa og komast í snertingu við íslenska náttúru, feta í fótspor forn Íslendinga með því að ganga um hraunið eins og þeir gerðu á sínum tíma.
Stutt er í allar áttir en Hótel Snæfellsnes er aðeins í eins og hálfs tíma akstri frá Reykjavík. Við erum fyrir miðju Snæfellsness og aðeins 32 km til Stykkishólms. Þá eru 38 km til Grundarfjarðar, 57 km til Ólafsvíkur, 35 km til Búða, 54 km að Arnarstapa og 58 km til Hellna.
View
Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar
Starfsfólk á Upplýsingamiðstöðinni leitast við að veita ferðafólki leiðsögn innan og utan bæjarins og um Snæfellsnesið allt. þjónusta og afþreying er fjölbreytt á svæðinu, s.s. verslun, kaffihús og veitingastaðir, hestaferðir, kajakferðir, bátsferðir, hvalaskoðun, sjóstöng og fuglaskoðun. Golfvöllur er í nágrenninu og gönguleiðir frá fyrri tíð liggja upp í fjallgarðinn og útsýni þaðan yfir Kirkjufellið er stórkostlegt.
Sumaropnun: Kl. 13:00-17:00 mánudaga-föstudaga og á komudögum skemmtiferðaskipa.
View
Upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar (Svæðismiðstöð)
Upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar er svæðismiðstöð. Hún er til húsa hjá Átthagastofu Snæfellsbæjar miðsvæðis í Ólafsvík bak við Gamla Pakkhúsið.
Fjölbreyttar sýningar eru í húsakynnum upplýsingamiðstöðvarinnar á sumrin.
Aðgangur að interneti.
Miðstöðin er opin kl. 8-16 á virkum dögum út júlímánuð.
View
Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi
Þjóðgarðsmiðstöðin er fullhönnuð og byggð út frá alþjóðlega vottunarstaðlinum BREEAM en þau viðmið ganga út frá að notuð séu umhverfisvæn byggingarefni og að úrgangur sé takmarkaður á byggingartíma og í rekstri sem stuðlar að því að byggingarnar verða fyrir vikið umhverfisvænni og hagkvæmari í rekstri.
Aðgengi að húsinu er til fyrirmyndar en hér eru góðir göngu- og hjólastígar sem liggja til og frá þjóðgarðsmiðstöðinni. Hleðslustöðvar munu standa til boða bæði fyrir gesti og starfsfólk þjóðgarðsins.
Starfsmenn á gestastofu Snæfellsjökuls Þjóðgarðs veita upplýsingar og aðstoð. Gestastofan og salernin eru opin allt árið.
Þjóðgarðurinn er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó og hefur þá sérstöðu að geyma minjar frá útræði fyrri alda. Landslagið á Snæfellsnesi er magnþrungið og margbreytilegt. Ströndin er fjölbreytt þar sem skiptast á grýttir vogar, strendur með ljósum eða svörtum sandi og snarbrattir sjávarhamrar með iðandi fuglalífi um varptímann.
Láglendið innan þjóðgarðsins er að mestu hraun sem runnið hefur frá Snæfellsjökli eða eldvörpum á láglendi og eru víðast þakin mosa en inn á milli má finna fallega skjólsæla bolla með gróskumiklum gróðri. Láglendið á sunnanverðu Snæfellsnesi er forn sjávarbotn sem risið hefur frá því ísöld lauk. Hamrabeltin upp af láglendinu eru því gamlir sjávarhamrar.
Snæfellsjökull gnæfir tignarlegur yfir umhverfinu og undirfjöll hans eru margbreytileg að lögun. Ofar í landinu og nær Jökulhálsi eru vikurflákar og land sem er nýlega komið undan jökli.
Smelltu hér ti l að skoða opnunartíma
View