Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Víða má finna bændamarkaði, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Margir eru
aðeins starfræktir á sumrin, en aðrir árið um kring. Þar er hægt að nálgast ferskt grænmeti og
ber, kjöt beint frá býli og margt fleira góðgæti.

Bjarteyjarsandur
Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887.  Gönguferðir, fræðsla og leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin.  Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum sumarbústöðum og á skjólgóðu fjölskyldutjaldsvæði. Sumar - Í Fornastekk á Bjarteyjarsandi eru leigðir út vel útbúnir sumarbústaðir fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikulega möguleg. Tjaldsvæðið er á sléttri flöt neðan við gamla bæinn á Bjarteyjarsandi. Skjólbelti veitir ágætt skjól á hluta svæðisins. Salerni og ein sturta eru í þjónustuhúsi rétt ofan við tjaldflötina. Eldunaraðstaða eftir samkomulagi. Eingöngu opið fyrir hópa sem bóka fyrirfram. Opið allt árið. 
Ljómalind - sveitamarkaður
Ljómalind sveitamarkaður er matar- og handverksmarkaður sem selur eingöngu vörur framleiddar á Vesturlandi. Ljómalind stundar sanngjörn viðskipti og skapar vettvang fyrir handverk og matvörur af Vesturlandi. Áhersla er á matvöru beint frá býli. Fjölmargir aðilar eru í umboðssölu hjá Ljómalind og framboð vara árstíðabundin. Opið allt árið, alla daga frá 10:00-18:00.
Háafell - Geitfjársetur
Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum auk þess fá gestir smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða.  Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn.  Salernisaðstaða. Verslun Beint frá býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem, sápur, skinn og minjagripir.  Opið 1. júní til 31. ágúst frá 11:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi.  Pantanir fyrir hópa á geitur@geitur.is 
Ferðaþjónustan Erpsstöðum
Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi. Hópar panti fyrirfram. Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda. Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið. Sjá vefsíðu        

Aðrir (3)

Grímsstaðir 2 Grímsstaðir 2 320 Reykholt í Borgarfirði 858-2133
Ytri-Fagridalur Ytri-Fagridalur 371 Búðardalur 893-3211
Sælureiturinn Árblik Miðskógur 371 Búðardalur 663 9706