Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vesturland er eitt stórt söguland og þar eru fjölbreyttir áninga- og þjónustustaðir þar sem hægt er að upplifa landnámssögur beint í æð. Á Vesturlandi er líka tröllagönguleið, óteljandi ærslabelgir og leikvellir sem gera ferðalagið fyrir yngra fólkið ógleymanlegt og æsispennandi. Það er skemmtilegt að leyfa krökkunum að ráða för í ferðalagi um Vesturland, enda af nægu að taka og fjölbreytt þjónusta og afþreying í boði um allt Vesturland!

Hellnar
Hellnar á Snæfellsnesi er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem er í mestu nálægð Snæfellsjökuls og þar er einnig hótel og kaffihús. Bergrani austan við höfnina heitir Valasnös en þar er hin rómaði hellir, Baðstofa. Litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum. Fallegastur er hann talinn vera snemma morguns í sólskini á háflóði.   Ásgrímsbrunnur á Hellnum er kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829). Hann hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður verið vatn.  Á Hellnum var um langa hríð sjávarpláss með miklu útræði og um aldir ein af stærstu verstöðvunum á Snæfellsnesi. Allgott lægi er fyrir smábáta á víkinni fram af byggðinni og þar hafa verið gerðar nokkrar lendingarbætur.   Kirkja var sett á staðinn um 1880 og núverandi kirkja var vígð árið 1945 sem er útkirkja frá Staðarstað og hefur verið svo frá 1917.    
Daníelslundur
Daníelslundur í Borgarfirði er skógarlundur rétt fyrir neðan bæinn Svignaskarð. Staðurinn er tilvalinn áningarstaður til útivistar fyrir alla aldurshópa og er í alfaraleið, við þjóðveg nr. 1.   Í skóginum eru góðir göngustígar, rjóður með bekkjum og borðum ásamt grilli. Mikilvægt er að göngustígum sé fylgt, viðkvæmum gróðri sé hlíft og að gestir hirði rusl eftir sig.   Efst í lundinum er gott útsýni. Ekið er inn á bílastæði af þjóðveginum.  
Daníelslundur gönguleið
Daníelslundur var fyrsti skógurinn sem opnaður var sem opinn skógur árið 2002. Skógurinn er í alfaraleið en þjóðvegur nr. 1 liggur við rætur hans. Daníelslundur ber nafn Daníels Kristjánssonar, skógarvarðar frá Hreðavatni, sem lengi var forvígismaður í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Víðsýnt er um blómlegar sveitir Borgarfjarðar en í suðri blasir við Skarðsheiði og Hafnarfjall, í norðri sést til Baulu en í austri sést vel til Eiríksjökuls og Langjökuls. Daníelslundur hefur upp á bjóða fjölmarga áningarstaði og víðsýnt útsýni yfir Borgarfjörð. Skógræktin er við þjóðveg 1 og gerir það skóginn mikið sóttan af ferðamönnum og íbúum svæðisins. Gönguleiðir um skóginn eru fjölmargar og fjölbreyttar.  Svæði: Daníelslundur Borgarbyggð Vegnúmer við upphafspunkt: Þjóðvegur nr. 1, Borgarbyggð Erfiðleikastig: Auðveld/létt leið Vegalengd: 3.74 km. Hækkun: 113 metra hækkun Merkingar á leið: Nokkrar stikur eru á leið Tímalengd: 1 klst. Yfirborð leiðar: Trjákurl, graslendi og smá grjót Hindranir á leið: Nokkur þrep er að finna á leiðinni Þjónusta á leið: Engin þjónusta Lýsing á leið: Óupplýst leið Tímabil: Gönguleið er opin allt árið GPS hnit upphaf: N64°39.5119 W021°42.6807 GPS hnit endir: N64°39.5119 W021°42.6807
Brynjudalsskógur
Skógræktarfélag Íslands hefur frá því um 1990 stundað jólatrjárækt í Brynjudal í Hvalfirði og er það í mörgum hjörtum, ómissandi hluti af jólahaldi á ári hverju. Inni í Brynjudalsskógi hafa viðarnytjar verið vaxandi og hefur viður úr skóginum verið notaður til byggingar skjólhýsa og stígagerðar en margir göngustígar eru að finna um skóginn og sumir þeirra eru nýttir sem upphafs eða endaleiðir fyrir hefðbundnar gönguleiðir á Leggjabrjót yfir til Þingvalla eða upp að Botnsúlum. Tvö skjólhýsi eru í skóginum og eru nokkrir áningarstaðir í skóginum auk þrautabrautar. Göngustígar eru fjölmargir í skóginum og er einnig að finna marga áningarstaði. Svæðið er fjölsótt yfir jólahátíð, þar sem jólatrésala fer þar fram hvert ár. Inn í Brynjudal er að finna mikla kyrrð og nálægð við gífurlega fallegan fjallagarð, þar sem Botnsúlur gnæfa yfir svæðið. Skógurinn sjálfur er vel hirtur og er mjög snyrtilegur. Gönguleið um Brynjudalsskóg bíður gestum upp á kyrrð og fallegt umhverfi. Fjalllendið í kring um skógræktina setur mikin svip á umhverfið og er skógræktin kyrrlátur staður til að njóta og upplifa. Svæðið hefur upp á að bjóða mismunandi gönguslóða auk fjölmargra áningarstaði. Svæði: Kjósahreppur.  Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47). Keyrt inn Ingunnarstaðaveg.  Erfiðleikastig: Auðveld leið.  Vegalengd: 3.2km  Hækkun: 103 metra hækkun.  Merkingar á leið: Sumstaðar eru merkingar en annars engar merkingar.  Tímalengd: 1 klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras.  Hindranir á leið: Þrep.  Þjónusta á leið: Engin þjónusta.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuðiársins.  GPS hnit upphaf: N 64°21.8068 W 021°18.1513   GPS hnit endir: N 64°21.8068 W 021°18.1513   
Varmaland gönguleið
Varmaland er lítið þorp sem byggst hefur í kring um jarðhitasvæði í Stafholtstungum í Borgarbyggð. Byggðin er staðsett ítungunni á milli Hvítár og Norðurá en þar er starfræktur leikskóli auk sundlaugar og íþróttahús. Laugaland, sem er lítið býli á svæðinu, nýtir jarðhitasvæðið í garðyrkju en ræktaðar eru gúrkur þar allt árið í kring. Hótel Varmaland er staðsett í hjarta þorpsins og er Varmaland vinsæll staður að heimsækja og dvelja.   Varmaland í Borgarbyggð er þekktur staður fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Tjaldsvæði Varmalands hefur verið þekkt meðal innlendra ferðamanna í áraraðir en með tilkomu hótel Varmalands hefur bæst við fleiri erlendir ferðamenn á svæðið. Varmaland sést vel frá þjóðvegi nr.1 en ljósabirtan og gufan sem kemur frá svæðinu er vel sýnileg.Gönguleið um Varmaland er staðsett inn í skógrækt, á holtinu fyrir ofan Varmaland og er stórgott útsýni yfir nærliggjandi svæði þegar gengið er á holtinu. Gangan hefst við hótel Varmaland og gengið í átt að skólahúsi. Þar er göngustígur sem er vel breiður en beygt er inn í skógrækt sem er á hægri hönd en þar inni er að finna leiksvæði fyrir yngri kynslóð en einnig fjölmarga göngustíga. Fjölbreyttir göngustígar, ásamt fallegu landslagi gerir gönguleið um Varmaland mjög áhugaverða og heillandi upplifun.   Staðsetning: Varmaland, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Hótel Varmaland (Nr. 527 Varmalandsvegur).  Erfiðleikastig: Létt leið.  Lengd: Heildalengd 5.03km.  Hækkun: 75 metrar.  Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum.  Tímalengd: 1.07 klst að ganga.  Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.   Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  Þjónusta á svæðinu: Hótel Varmaland og sundlaug Varmalands.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins.  GPS hnit upphafspunktar: N64°21.2886 W021°36.6383  GPS hnit endapunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 
Garðalundur gönguleið
Á Akranesi er að finna þrjár skemmtilegar gönguleiðir um skógræktir. Ein er í Garðalundi, ein í Klapparholti og ein íSlaga. Garðalundur hefur fjölbreytta afþreyingarmöguleikar fyrir íbúa og gesti Akranes, Klapparholt er skógrækt þar sem finna má margbreytilegar tegundir gróðurs, eins og t.d. birki, reynitré og stafafura og Slagi sem er staðsett viðrætur Akrafjalls. Þar hefur veirð gróðursett síðan 1980 og er þar að finna skemmtilegar gönguleiðir auk fallegs útsýnis yfir Akranes.   Inn í Garðalundi er að finna fjölbreytta afþreyingu gesta og íbúa Akranes. Standblakvöllur, frisbeegolf völlur,æfingatæki, áningarstaðir, skáli, gönguleiðir og upplýsingaskilti. Eins er að finna salerni og sorptunnur eru víða. Blómlegt félagslíf er þar að finna fyrir gesti, sem geta notið veðurblíðunnar sem þar er að finna, en mjög skjólsamt erþar eða notið sín í þeim fjölmörgu afþreyingar möguleikum sem hægt er að finna.Inn í Klapparholti er að finna nokkur upplýsingaskilti um svæðið og hjónin Guðmund Guðjónsson og Ragnhildi Árnadótturen þau hófu ræktun og skipulag á svæðinu árið 1988. Eins er að finna „Klapparholtið“ en það stendur í miðri skógrækt. Sögur fara af því að álfakirkja og huldufólk búi í „Klapparholtskirkju“ sem stendur þar. Vinsælt er að útivistafólk nýti svæðið í göngu,hlaup eða hjólaferðir.  Inn í Slaga er að finna salerni og áningarstaði en auk þess er frábært útsýni yfir Akranes og nærsveitir.Gönguleið er úr Slaga að upphafi gönguleiðar upp Akrafjall en einnig er vinsælt að útivistafólk nýti svæðið undir göngu, hlaup eða hjólaferðir.   Svæði: Akranes.  Vegnúmer við upphafspunkt: Við Garðalund (Klapparholtsvegur) inn í Akranesi.  Erfiðleikastig: Auðveld leið. Aðgengi fyrir vagna og hjólastóla en sumstaðar er aðgengi erfitt. Vegalengd: 12.31km  Hækkun: 50-100 metra hækkun.  Merkingar á leið: Merkingar eru að finna inn í sumum skógræktarsvæðum en ekki á milli svæðana. Leiðin er að mestu mjög sýnileg.  Tímalengd: 2.23klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni.  Hindranir á leið: Engar hindranir inn í Garðalundi og Klapparholti en undirlag og þrep í Slaga.  Þjónusta á leið: Við Garðalund og inn í Slaga.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N64°19.3052 W022°02.2243. Við Garðalund.  GPS hnit endir: N64°19.9648 W021°58.8807. Við Slaga skógrækt. 
Skorradalur í Borgarfirði
Skorradalur er syðstur Borgarfjarðardala, skógivaxinn og að mestu hulinn með Skorradalsvatni. Dalurinn er tilvalinn til útivistar. Lítið er þar um hefðbundinn búskap í dag en sumarbústöðum fer fjölgandi og skóglendi stækkar ár frá ári.   Sunnan að dalnum liggur Skarðsheiði yst en Dragafell og Botnsheiði innar. Dalurinn er 25 km. langur, hlykkjóttur og frekar þröngur nema rétt neðst. Víðáttumiklir skógar eru í dalnum en miklu samfelldari að norðanverðu. Innan til er dalurinn þröngur og þykir einkar fagur.   Fitjar eru innst í dalnum þar var kirkjustaður. Á Stálpastöðum, sem er í norðanverum dalnumm, er töluverður skógur og þar sem finna má fallegar gönguleiðir. Tjaldsvæðið í Selsskógi er gróður- og skjólsælt tjaldsvæði rétt við Skorradalsvatn.  Jarðhiti er aðeins á einni jörð, Efri Hrepp og er þar sundlaug, Hreppslaug.  
Húsafell útivistarleiðir
Húsafell hefur upp á að bjóða fjölbreyttar gönguleiðir þar sem þéttir skógar, stórbrotin gil, jöklar, dýra- og fuglalíf, auk menningaminja setja stóran svip á svæðið.  Upplýsingakort við Hótel Húsafell er af gönguleiðum á svæðinu en einnig eru frekari upplýsingar inn á heimasíðu hótelsins, husafell.is. Leiðirnar eru: Bæjargil, Oddaleið, Kiðárbotnar, Háifoss, Hraunfossar og Kaldárbotnar.  Húsafell er með þeim vinsælustu sumarhúsabyggðum á Íslandi en nýlega var landið Húsafell III skilgreint sem íbúðarsvæði. Hótel Húsafell hefur mikið aðdráttarafl fyrir svæðið og er að finna fjölmargar afþreyingar í kring um Húsafell, hvort það er jöklaferðir eða hellaskoðanir.  Upphaf gönguleiða er við Hótel Húsafell en stórt upplýsingaskilti er fyrir neðan hótelið.  Gönguleið Húsafell-Bæjargil er falleg leið þar sem útivistarfólk getur notið þeirrar sögu sem er að finna á svæðinu, kyrrðinni og útsýni. Gönguleið er vel greinileg, stikuð á köflum og er fjölfarin leið gesta Húsafells.  Gönguleið Húsafell-Oddaleið er gullfalleg leið þar sem vatnsmiklar ár setja svip sinn á gönguleiðina. Leiðin er vel greinileg, stikuð og fjölfarin leið gesta Húsafells.  Gönguleið Húsafell-Kaldárbotnar geymir stórfenglegt útsýni yfir Langjökul og Strút, á meðan áin Geitá liggur þétt við leiðina. Gengið er meðfram þjóðveinum, inn Kaldadalsveg, inn í Húsafellsskóg og til baka.  Leiðin Húsafell-Kiðárbotnar liggur á sömu leið og Oddaleið en fer svo inn á flugvöll Húsafells og inn á þjóðveg.  Leiðin Húsafell-Hraunfossar/Háifoss liggur á gamla veginum, frá Húsafellskirkju og upp að Reyðafellsskógi. Þaðan er svo hægt að fara yfir þjóðveginn og inn á vegslóða, alla leið að bílastæði við Hraunfossa. Útsýnispallur við Háafoss er að finna í Reyðafellsskógi.  Staðsetning: Húsafell, Borgarbyggð Vegnúmer: Hálsasveitarvegur (nr. 518), Borgarbyggð, Húsafell. Erfiðleikastig:  Oddaleið - Létt leið Kaldárbotnar - Létt leið Hraunfossar - Létt leið Háifoss - Krefjandi Bæjargil - Krefjandi (þrátt fyrir góðan göngustíg getur verið tiltölulega erfitt að ganga leiðina). Krefst grunn-þekkingar og líkamlegrar hreysti. Innan við fjögurra klst göngleið.  Kiðárhlaup - Létt leið Lengd: Oddaleið - 4.3km Kaldárbotnar - 10.7km Hraunfossar - 9.3km Háifoss - 6km Bæjargil - 6.4km Kiðárhlaup - 2.5km Hækkun:  Bæjargil - 450 metrar Merkingar: Stikur á Oddaleið og merkingar á leiðinni upp í Bæjargil. Engar stikur á gönguleiðum Kaldárbotna, Hraunfossa og Háafoss.  Tímalengd (u.þ.b.): Oddaleið - 2 klst. Kaldárbotnar - 3 og 1/2 klst. Hraunfossar - 3 og 1/2 klst. Háifoss - 2 og 1/2 klst. Bæjargil - 2 klst. Kiðárhlaup - 1 klst.  Undirlag: Það er smágrýti á flestum leiðum en á Oddaleið er einnig hraun. Á leiðinni upp í Bæjargil eru stórir steinar sem þarf að fara yfir. Malbikaðir stígar eru á leiðinni að Kiðárhlaupi og Hraunfossum.  Hindranir á leiðum: Það eru þrep á öllum leiðum nema að Kiðárhlaupi. Þjónusta á svæðinu: Hótel Húsafell þjónustar gesti og gangandi. Lýsing: Engin lýsing Árstíð: Gönguleiðirnar eru opnar allan ársins hring.  GPS hnit upphafspunktar: N64°41.9304 W020°52.2730 GPS hnit endapunktar: N64°41.9304 W020°52.2730
Borgarnes gönguleið
Gönguleið sem býður upp á fjölbreytta upplifun gesta þar sem tignarlegt Hafnarfjall býður gesti velkomna, Snæfellsjökull stendur í fjarska, meðfram strandlengjunni liggur Hvítá, hinu megin við Borgarvoginn sést yfir á Borg á Mýrum og finna má fjölmarga áningastaði þar sem upplifa má kyrrð og ró.  Borgarnes er stærsti þéttbýliskjarni í Borgarfirði eða með um 3.800 íbúa. Borgarnes er þekktur áningastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn en keyra þarf í gegnum Borgarnes og er þar að finna mikla þjónustu, hvort sem það er í formi gistingar, veitinga eða afþreyingu. Borgarnes er í alfaraleið en farið er í gegnum bæinn til að komast vestur á Snæfellsnes, keyra suður til Reykjavíkur eða Norður til Akureyrar.  Hægt er að finna fjölmargar gönguleiðir í Borgarnesi. Nýjir göngustígar með aðgengi fyrir vagna og hjólastóla er þar á meðal en einnig eru stígar sem leynast víða inn á milli íbúðarhverfa Borgarness, sem eru með mismunandi undirlag, hönnun og aðgengi. Áningastaði er víða að finna, upplýsingaskilti um lífríki Borgarvogs og upplýsingaskilti um sögu Borgarness. Tenging við tjaldsvæði, íþróttasvæði og þjónustusvæði er á gönguleið en hafa þar í huga að ganga þarf yfir þjóðveg nr. 1 á gönguleið en engin undirgöng eða brú er að finna fyrir útivistarfólk. Skallagrímsgarður, Vigdísarlaut, Granastaðir, Vestur-nes, Suður-nes, Mið-nes, Bjössaróló, Hlíðartúnshús, Hjálmaklettur eru allt skemmtileg svæði sem tengjast gönguleið um Borgarnes.  Staðsetning: Borgarnes, Borgarbyggð Heimilisfang byrjunarreits: Brákarbraut 15, Borgarnes Erfiðleikastig: Auðvelt Lengd: 9.89km Hækkun: 50-100 metrar Merkingar: Engar merkingar Tímalengd: 2 klst.  Tegund gangstígar: Möl og smásteinar Fyrirstöður á leið: Nokkur smá þrep eru á leiðinni Þjónusta á svæðinu: Þjónustu má finna víða á leiðinni og á tjaldsvæðinu á Granastöðum og Upplýsingamiðstöð Borgarbyggðar í Ljómalind.  Lýsing: Hluti leiðarinnar er upplýstur Árstíð: Gönguleiðin er aðgengileg og fær allan ársins hring GPS hnit upphafspunktar: N64°53523 W021°923 GPS hnit endapunktar: N64°53523 W021°923
Helgafell á Snæfellsnesi
Helgafell á Snæfellsnesi er bær, fjall, og kirkjustaður með sama heiti, rétt við Stykkishólm sem vert er að heimsækja.   Fjallið Helgafell, sem er úr blágrýti, er 73m og setur mjög svip sinn á umhverfið enda stílhreint og fagurlega lagað. Af því er fagurt útsýni yfir Breiðafjörð. Þar uppi er útsýnisskífa svo auðvelt er að átta sig á nálægjum kennileitum.   Ganga er auðveld upp á Helgafell, göngustígur er stikaður og bílastæði neðan við fjallið. Þjóðtrúin segir hefja skuli sína fyrstu göngu á Helgafell frá leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur sem sagt er að sé utan kirkjugarðs með grindum umhverfis. Sé ekki litið aftur né mælt stakt orð af munni á leiðinni upp, þá geti þrjár óskir uppfyllist. Óskirnar mega einungis vera góðs hugar, engum má segja þær og biðjandi þarf að snúa í austur.   Margir aðrir nafnkunnir einstaklingar hafa setið Helgafell fyrr og síðar og þar var löngum prestssetur. Enginn prestur hefur þó setið staðinn síðan 1860.  Árið 1184 var klaustur af Ágústínusarreglu flutt frá Flatey að Helgafelli og eftir það var staðurinn mennta- og höfuðstaður bóklegrar iðju á Vesturlandi. Upp á Helgafelli er tóft, hlaðinn úr hellugrjóti, sem talin er vera rúst af kapellu munkanna. Kirkja hefur verið á Helgafelli um aldir en núverandi kirkja var reist 1903 og tekur 80 manns í sæti.  
Hvanneyri gönguleið
Hvanneyri er lítið, vaxandi þéttbýli í Borgarfirði, þar sem höfuðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) eru staðsett en einnig er þar að finna Landbúnaðarsafn Íslands, verslunin Ullarsel og Hvanneyrartorfan, sem eru gömlu skólahúsin á Hvanneyri. Gönguleiðin fer út að Andakílsá og í kring um Torfuna. Friðlýst svæði Umhverfisstofnunar, Ramsarsvæði sem er fuglafriðland er á Hvanneyri en það er við Andakíl. Hvanneyrartorfan er friðlýst svæði Minjastofnunar en auk þess hefur Landbúnaðarskóli Íslands séð um viðhald göngustíga á svæðinu auk sjálfboðaliða. Mikil uppbygging hefur verið í gönguleiðum og útivistarstöðum á svæðinu og hefur Hvanneyri mikið aðdráttarafl fyrir útivistarfólk.   Hvanneyri hefur upp á að bjóða sögu, náttúru og útivist. Fuglalífið á svæðinu er margbreytilegt en aðdráttarafl dýralífs hefur dregið marga ferðamenn til að koma augu á blesgæsina en verndarsvæði hennar er á Hvanneyri. Torfan dregur gesti að Hvanneyri en gömlu skólahúsin eru enn í notkun og hafa þar mismunandi hlutverk, eins og kaffihús, íþróttahús, safnahús og íbúðir fyrir kennnara Landbúnaðarháskólans.  Hvanneyrartorfan er á skrá Minjastofnunar um friðlýst hús og mannvirki en þau eru Hvanneyrarkirkja (byggt árið 1905),Skólahúsið (byggt árið 1910), Skólastjórahúsið (byggt árið 1920), Skemman (byggt árið 1896), Leikfimihúsið (byggt árið 1911), Hjartarfjós (byggt milli 1900-1901), Halldórsfjós og hlaða (byggt milli 1928-1929) og Vélahús.   Umhverfisstofnun friðlýsti Hvanneyri sem búsvæði árið 2002 en stækkaði svo svæðið árið 2011 og fékk þá nafnið Andakíll. Markmið friðlýsingar var og er að vernda þau votlendi sem þar er að finna, sem eru búsvæði fjölmargra fuglategunda.  Gönguleið byrjar við bílastæði Landbúnaðarsafns Íslands og gengið í átt að LBHÍ, á leið út að Andakílsá.Gönguleið fer inn á þjóðveg á litlum kafla en annars er gengið á malarvegi, mottum, hellulögðum stíg, trékurli og smá grjóti.    Vakin er athygli á því að frá 20.apríl til 20.júlí er varptími fugla og því er gestum á svæðinu bent á að taka sérstakt tillit til fuglalífs á verndarsvæðinu. Þá er ekki leyfilegt að vera með hunda/ketti í lausagöngu á svæðinu. Staðsetning: Hvanneyri, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Landbúnaðarsafn Íslands (Hvanneyrabraut nr. 53).  Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið  Lengd: Heildalengd 8.77km  Hækkun: 12 metrar.  Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum.  Tímalengd: 1.46 klst að ganga.  Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.   Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  Þjónusta á svæðinu: Landbúnaðarsafn Íslands, Ullarselið og LBHÍ.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins en bent er á mikilvægt er að halda sig inn á göngustígum frá 20.apríltil 20.júlí vegna fuglavarps á svæðinu.  GPS hnit upphafspunktar: N 64°33.8794 W021°45.9281   
Eldborg gönguleið
Eldborg í Hnappadal á Snæfellsnesi er óvenjulega formfagur gígur sem rís 60 metra yfir hraunið í kring og er stærstur gíga á stuttri gossprungu. Gígopið er sporöskjulagað, um 100 metrar í þvermál og 50 metra djúpt. Veggirnir eru mjög brattir, gerðir úr örþunnum hraunskánum. Eldborg var friðlýst árið 1974. Gönguleiðin upp á Eldborg er fjölbreytt þar sem gengið er í gegnum kjarri vaxið hraun. Fallegar hraunmyndanir eru á leiðinni og ef vel er að gáð má sjá margar kynjaverur. Ofan á Eldborg er mikið útsýni í allar áttir en í góðu skyggni má sjá fjallahring allt frá Snæfellsjökli að Reykjanesi. Gönguleiðin byrjar við þjónustusvæði við Snorrastaði en þar er að finna gistiaðstöðu. Gönguleið hefur mismunandi undirlag en meirihluti hennar er á hraunbreiðu. Við rætur og upp hlíðar Eldborgar er að finna keðjur til að aðstoða göngufólk upp og niður hlíðar Eldborgar.  Staðsetning: Hnappadalur í Borgarbyggð Vegnúmer: Snæfellsnesvegur nr. 54, Snorrastaðir Erfiðleikastig: Auðvelt en það eru há þrep á leiðinni Lengd: 6.64 km Hækkun: 50-100 metrar Merkingar: Merkingar við upphaf og nokkrar stikur sem vísa veg Tímalengd: 1 klst og 30 mín Undirlag: Litlir og stórir steinar, hraun og mold Hindranir á leiðinni: Það eru þrep á leiðinni og það getur verið erfitt að halda sig á réttri leið Þjónusta á svæðinu: Finna má salerni á leiðinni og ruslatunnur eru á þjónustusvæðinu við Snorrastaði Lýsing: Hluti leiðar er upplýstur, frá Snorrastöðum að upphafi gönguleiðar Árstími: Leiðin er opin allt árið um kring GPS hnit upphafs/endapunktar: N64°46.4456 W022°18.1262
Húsafell
Náttúran við Húsafell í Borgarfirði einkennist af víðfeðmum og gróskumiklum skógi sem teygir sig  upp eftir hlíðum fjallanna og inn með giljum sem setja svip sinn á landslagið. Undan skóginum birtist svo hraunið með sínum tæru uppsprettulindum og lækjum.  Húsafell er umlukið fjallahring þar sem tignalegir tróna yfir jöklarnir Ok, Langjökull og Eiríksjökull og frá þeim koma hvítfyssandi jökulár. Náttúran á Húsafelli er rík af auðlindum sem gefur af sér heitt og kalt vatn ásamt fjölskrúðugu fuglalífi. Það má með sanni segja að náttúran við Húsafell sé perla milli hrauns og jökla.   Göngukort af svæðinu hér
Flatey á Breiðafirði
Flatey á Breiðafirði er stærst vestureyja og hefur alltaf verið þeirra fjölmennust. Í eyjunni er hótel og veitingastaður, mikilnáttúrufegurð og friðsæld. Hafa margir haft á orði að þar sé eins og tíminn standi þar í stað.   Höfnin var skeifulaga, sjálfgerð frá náttúrunnar hendi og veitti var í flestum vindáttum og gengur ferja frá Sæferðum út í eyjuna frá Stykkishólmi.  Í Flatey er kauptún og fjöldi húsa í eyjunni sem eigendur hafa verið að gera upp. Þar var lengi verslun en árið 1777 varð þar löggildur verslunarstaður og ætíð öflugt athafnalíf.   Kirkja er í eyjunni, en einnig var þar prestssetur, hraðfrystihús, læknissetur, landsímastöð og póstafgreiðsla. Kirkjan í Flatey er sérstök að því leyti að innan dyra er hún eins og stórt listaverk sem er verk Baltasar listmálara.   Klaustur var reist í Flatey árið 1172 sem síðar var flutt að Helgafelli á Snæfellsnesi. Heita Klausturhólar þar sem klaustrið stóð og enn sér þar á stóran stein sem á að hafa staðið fyrir utan aðaldyr klaustursins.    
Eiríksstaðir
Á Eiríksstöðum í Dölum eru fornar rústir sem líklega eru bær Eiríks rauða Þorvaldssonar og konu hans Þjóðhildar Jörundardóttur. Rústir bæjarins eru friðlýstar fornminjar.   Á grunni rústanna á Eiríksstöðum var reistur tilgátubær sem vígður var árið 2000 í tilefni þess að 1000 ár voru liðinn frá landafundum Leifs heppna í Ameríku. Við bygginguna var lögð áhersla á að styðjast við rannsóknir á fornu verklagi eins og það hafði verið viðhaft á upprunalega bænum.   Að Eiríksstöðum er lifandi safnastarfsemi. Starfsfólk er klætt að fornum sið og fræðir gestkomandi um lífið fyrir þúsund árum, gamla verkmenningu og búskaparhætti. Jafnframt er hægt að skoða handverk, vopn og ýmsa muni frá sama tíma. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi Eiríkssyni eftir Nínu Sæmundsson.   Eiríkur rauði var gerður útlægur af Íslandi fyrir víga sakir og leitaði þá landa í vestri. Hið nýfundna land nefndi hann Grænland og flutti þangað með fjölskyldu sína árið 985 eða 986 og fjöldi fólks fylgdi honum.   Leifur fann og kannaði Vínland árið 1000, fyrstur Evrópubúa, nær 500 árum á undan Kólumbusi. Leifur heppni er því meðal merkustu landkönnuða sögunnar.  
Staupasteinn í Hvalfirði
Staupasteinn í Hvalfirði er bikarlaga steinn sunnan í Skeiðhól við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð skammt frá Hvammsvík. Þar var vinsæll áningastaður ferðamanna hér áður fyrr vegna fagurs útsýnis. Steininn var friðlýstur 1974. Staupasteinn er einnig þekktur undir nöfnunum: Prestur, Steðji og Karlinn í Skeiðhóli. Vel er þess virði að stoppa við steininn og njóta fegurðar og útsýnis.   Sagnir herma að í Staupasteini búi einbúi nokkur, Staupa-Steinn en honum skaut upp kollinum í kynningarstarfi vegna Hvalfjarðarganga vorið 1997 og prýddi þá m.a. boli þátttakenda í víðavangshlaupi. Þessi geðþekki, síðhærði og skeggjaði karl er hins vegar fáum sýnilegur. Hann er kenndur við bústað sinn, Staupastein, og unir sér vel á þeim slóðum.  Erla Stefánsdóttir sjáandi staldraði oft við hjá Staupa-Steini á leið sinni fyrir Hvalfjörð og lýsti honum sem góðlyndum, gamansömum og sérlega barngóðum sem skemmti sér best þegar fjölskyldufólk staldri við nálægt Staupasteini og börn bregði á leik meðan foreldrarnir njóti útilofts og náttúrufegurðar.  
Garðalundur
Garðalundur á Akranesi, eða skógræktin eins og heimamenn kalla lundinn jafnan, er skammt ofan Byggðasafnsins í Görðum og við hlið golfvallarins. Þar er eitt helsta útivistarsvæðið á Akranesi.  Á síðustu árum hefur jafnt og þétt verið bætt við afþreyingarmöguleikum í Garðalundi en þar eru m.a. ýmis konar leiktæki fyrir börn á öllum aldri, strandblakvöllur og sparkvellir. Einnig glæsilegur grillskáli, minigolfbrautir og dótakista með alls kyns leikföngum og áhöldum til útileikja sem gestum er frjálst að nota.   Í lundinum er fjölbreyttur gróður og margar trjátegundir. Mest áberandi eru hátt í sextíu ára gömul grenitré sem sjá til þess að þar sé alltaf gott skjól til útivistar. Einnig er að finna fallegar tjarnir í Garðalundi þar sem hægt er að veiða síli, fylgjast með öndum og fleiri fuglum, og jafnvel bregða sér á skauta á veturna.   Vinsælt er að halda alls kyns mannfagnaði í Garðalundi s.s. afmæli og ýmsar hópsamkomur, meðal annars á 17. júní og á írskum dögum, bæjarhátíð Akurnesinga.  
Arnarstapi
Arnarstapi á Snæfellsnesi er vinsæll ferðamannastaður fyrir alla fjölskylduna. Þar eru góðar gönguleiðir, hótel, tjaldsvæði, gistihús og veitingastaðir. Frá Arnarstapa er einnig boðið upp á ferðir á Snæfellsjökul. Stapafell er þar fyrir ofan. Arnarstapi er úr alfaraleið og mikilvægt er að hafa samband við þjónustuaðila ef koma á með hópa inn á svæðið sem nýta sér þjónustuna sem þar er í boði. Ströndin við Arnarstapa er ákaflega fögur og sérkennileg, einkennilega mótuð af briminu. Gönguleiðin milli Arnarstapa og Hellna er einstaklega skemmtileg og að hluta til gömul reiðgata. Hún er við allra hæfi og er ströndin er friðlýst.   Arnarstapi var áður fyrr kaupstaður, sjávarpláss með miklu útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli.   Smábátahöfnin var endurbætt árið 2002 og er í dag eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þangað koma menn af ýmsum stöðum á landinu og gera út dagróðrabáta yfir sumartímann.   Arnarstapa er getið í Bárðar-sögu Snæfellsáss og þar er steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara sem setur mikinn svip á svæðið.       
Eiríksstaðir gönguleið
Á Eiríksstöðum í Dölum eru fornar rústir sem líklega eru bær Eiríks rauða Þorvaldssonar og konu hans Þjóðhildar Jörundardóttur. Rústir bæjarins eru friðlýstar fornminjar.  Skammt vestan við rústirnar á Eiríksstöðum var restur tilgátubær sem vígður var árið 2000 í tilefni þess að 1000 ár voru liðin frá landafundum Leifs heppna í Ameríku.  Að Eiríksstöðum er lifandi safnastarfsemi. Starfsfólk er klætt að fornum sið og fræðir gestkomandi um lífið fyrir þúsund árum, gamla verkmenningu og búskaparhætti. Jafnframt er hægt að skoða handverk, vopn og ýmsa muni frá sama tíma. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi Eiríkssyni eftir Nínu Sæmundsson.  Keyrður er vegur nr. 60 (Vestfjarðarvegur) en beygt inn á veg nr. 586 (Haukadalsveg) og keyrt inn að bílastæði við Eiríksstaði. Bílastæði er veglegt og er þar að finna þjónustuskála ásamt salerni og upplýsingaskiltum. Gönguleiðir liggja að tilgátuhúsi en einnig að minjum á svæðinu. Gönguleið er að hluta með malarundirlagi og hluta með gangstéttarhellum.  Staðsetning: Dalabyggð Vegnúmer við upphafspunkt: Nr. 586 (Haukadalsvegur) Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið Lengd: 0.6 km. Hækkun: 29 metrar Merkingar: Engar merkingar en leiðir eru greinilegar, nema ef mikill snjór er á svæðinu Tímalengd: 13 mínútur að ganga Undirlag: Smáum steinum, steyptum gangstéttarhellum og flötum steinum Hindranir á leið: Engar hindranir Þjónusta á svæðinu: Salerni, sorplosun og möguleiki á að kaupa leiðsögn í tilgátuhúsi á opnunartíma Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir. vetrarmánuði GPS hnit upphafs- og endapunktar: N 65°03.5023 W 021°32.1731
Ólafsvík gönguleið
Gönguleið um útjaðar Ólafsvíkur og inn í miðsvæði bæjarins er mjög skemmtileg og fjölbreytt. Innviðir eru til staðar við tjaldsvæði og margir áningastaðir á gönguleiðum. Upplýsingaskilti eru einnig víða að finna og leiktæki fyrir allan aldur. Göngusvæði er því fyrir fjölbreyttan hóp gesta og íbúa og tilvalið að njóta.  Tjaldsvæði er staðsett við útjaðar Ólafsvíkur að austanverðu en þar er að finna salerni, sturtu, rafmagn, eldunaraðstöðu og úrgangslosun. Leiktæki eru á svæðinu en tjaldsvæði er skjólgott og er um 10 mínútna ganga inn í miðbæ Ólafsvíkur. Gestir sem ganga um þær fjölmörgu gönguleiðir munu upplifa fallegan gróður, marga áningastaði, leiktæki og fallega náttúru.  Ólafsvík gönguleið er fjölbreytt og skemmtileg leið. Skógræktarfélag Ólafsvíkur hefur lagt mikið í skógræktinga og tengingu við bæinn en einnig við gönguleið upp Enni og fjalllendi fyrir ofan Ólafsvík. Upplýsingar á gönguleið eru fjölmargar, útsýni yfir Ólafsvík og skógrækt. Svæðið er kjörið fyrir útivist en hægt er að finna fjölmarga afþreyingamöguleika á leiðinni eins og Frisbee-golf brautir, hoppubelg og fleira.  Staðsetning: Ólafsvík Upphafspunktur: Tjaldsvæðið í Ólafsvík (Útnesvegur nr. 574). Erfiðleikastig: Auðvelt Lengd: 4.26 km Hækkun: 50 m Merkingar: Stikur Tímalengd: 1 klst Undirlag: smásteinar og trjákurl  Hindranir á leið: Þrep eru á leiðinni Þjónusta á svæðinu: Þjónustumiðstöð tjaldsvæðis Lýsing: Engin lýsing Árstíð: Leiðin er opin allt árið um kring GPS hnit upphafspunktar: N64°53.3401 W023°41.2849 GPS hnit endapunktar: N64°53.3401 W023°41.2849
Skallagrímsgarður í Borgarnesi
Í hjarta Borgarness er Skallagrímsgarður, skrúðgarður sem er ein af perlum bæjarins. Þar er gott að ganga um, njóta kyrrðar og fegurðar og jafnvel setjast niður og gæða sér á nesti. Skallagrímsgarður er einn merkasti sögustaður Egilssögu ekki síst fyrir haug Skallagríms, sem er í garðinum, en hann og Böðvar sonarsonur hans eru heygðir þar.   Í garðinum er lágmynd eftir Anne Marie Carl Nielsen sem sýnir Egil Skallagrímsson ríða harmþrunginn heim með Böðvar son sinn, eftir að hann drukknaði í Hvítá. Þar er einnig er stytta í gosbrunni eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal sem sýnir hafmeyju með fisk.   Skjólgott er í Skallagrímsgarði og þar hafa Borgnesingar löngum haft sín hátíðarhöld. Sem dæmi hefur hátíðardagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní tíðum farið þar fram. 
Langisandur á Akranesi
Langisandur á Akranesi er að margra mati, ein besta bað- og sandströnd landsins og er hún staðsett er neðan við íþróttamannvirki við Jaðarsbakka. Langisandur hefur löngum verið notaður sem útivistarsvæði og fara gestir og heimamenn þar í gönguferðir allan ársins hring og til margra ára var sandurinn æfingasvæði knattspyrnumanna. Á tímabili var sandurinn notaður sem flugvöllur. Þeim fjölgar sífellt sem skella sér í sjósund reglulega og nýta sér þá aðstöðu sem búið er að koma upp við Langasand. Ofan við ströndina hefur verið komið upp skjólsælum palli. Þar er lítið þjónustuhús þar sem hægt er að fá keyptar veitingar. Langisandur er bláfánaströnd en það er umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum
Einkunnir
Einkunnir í Borgarfirði er fólkvangur, sérkennilegur og fallegur staður með klettaborgum sem rísa upp úr mýrunum rétt norðan við Borgarness. Að fólkvangnum liggur um það bil 2,5 km. malarvegur frá þjóðvegi nr.1 í gegnum hesthúsahverfi hestamannafélagsins Skugga, á móti golfvellinum að Hamri. Þar er tilvalinn, skjólgóður, áningarstaður fyrir allan aldur, ekki síst fjölskyldur með börn. Borð og bekkir eru á staðnum ásamt bílastæðum.   Í Einkunnum hefur verið skógrækt síðan árið 1951, og svæðið var friðlýst sem fólkvangur árið 2006. Nafnið er fornt og kemur fyrir í Egilssögu.   Á Syðri-Einkunn eru tvær vörður, landnámsvarða og útsýnisskífa, en þaðan er mjög víðsýnt. Má meðal annars sjá fimm jökla, Borgarfjarðardali, Mýrar, Borgarfjörðinn og Snæfellsnesið. 
Ytri-Tunga gönguleið
Ströndin við Ytri-Tungu er fyrst og fremst einn besti selaskoðunarstaður á Íslandi. Selir koma þangað, þökk sé grýtri strönd þar sem þeir geta fundið fullkomna blöndu af meginlandi og nálægð við örugga hafið. Mikið hefur verið lagt í göngustíga, frá stóru bílastæði út í fjörur Ytri-Tungu.  Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga:  Vinsamlegast hafðu minnst 50 metra fjarlægð frá næsta sel. Séu ungar er mælt með 100 fjarlægð til næsta sels. Ef selur gefur frá sér hljóð, hreyfir sig eða virðist skelkaður gæti það verið merki um truflun. Ef það gerist, vinsamlegast farðu lengra í burtu. Kvendýr yfirgefa oft ungana sína tímabundið til að fara á veiðar. Vinsamlegast ekki reyna að nálgast eða snerta kópa sem virðast hafa verið yfirgefnir. Láttu einmana kópa vera í friði til að leyfa móðurinni að snúa aftur til afkvæma sinna á eðlilegan hátt. Settu þig aldrei á milli sels og sjávar. Mikilvægt er að selurinn hafi greiðan aðgang að vatni til að hann geti fundið fyrir öryggi og trausti.  Þegar þú gengur í átt að dýrunum skaltu gera það með hægum og rólegum hreyfingum. Forðastu hávaða og haltu röddinni lágri ef þú talar. Yfirgefðu svæðið á sama hljóðláta hátt.  Ekki henda hlutum á svæðinu nálægt selunum. Forðastu að nota myndavélaflass við myndatöku. Velferð sela getur haft neikvæð áhrif af stórum hópum fólks á búsvæði sela. Við komu, ef þú lendir í stórum hópi fólks sem er þegar nálægt selunum, vinsamlegast bíddu þar til eitthvað af fólkinu fer.  Hundar skulu ávallt vera í bandi.  --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Staðsetning: Ytri-Tunga, Snæfellsnesi Upphafspunktur: Bílastæði við Ytri-Tungu, Snæfellsnesvegur (nr. 54) Erfiðleikastig: Auðveld leið/Létt leið Lengd: 1.67 km. Hækkun: 71 m. Merkingar: Stikur er að finna á gönguleið Tímalengd: 27 mín. Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, blönduðu náttúrulegu efni og grasi Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjallur sem þarf að stíga upp á Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins GPS hnit upphafs- og endapunktar: N 64°48.2310 W 023°04.8595
Bjössaróló
Bjössaróló í Borgarnesi er stundum talinn besta geymda leyndarmál Borgarness. Róluvöllurinn var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Þessi snillingur hugsaði mikið um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent eða nýttist ekki lengur.  Leiksvæðið er neðarlega í bænum og hægt að ganga þangað eftir strandlengjunni, frá Landnámssetri, eða fara niður í Englendingavík og ganga þaðan, sem er styttri leið.   Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Í Englendingavík er fjara sem einnig er upplagt er að leika sér í.  
Búðir
Búðir á Snæfellsnesi bjóða upp á mikla náttúrufegurð, gullnar sandfjörur og úfið hraunið með miklum gróðri og fuglalífi. Falleg fjallasýn er frá Búðum og Snæfellsjökull skartar þar sínu fegursta. Búðir voru bújörð og kirkjustaður og á síðari árum vinsæll áningarstaður. Þar er starfrækt hótel. Þegar í fornöld var skipalægi við Búðaósa og hét þá Hraunhafnarós en Hraunhöfn hét höfuðbólið sem stóð uppi undir fjallinu. Aðalverstöðin var vestar með ströndinni nokkru utar og heita þar Frambúðir og voru þar oft búsett á annað hundrað manns.   Brimakaupmenn versluðu þarna á 16. öld og sjást þar miklar rústir. Útgerð var stunduð frá Búðum allt til ársins 1933, þar hafa fundist minjar um akuryrkju.  
Álfholtsskógur
Útivistarsvæði inn í Álfholtsskóg er vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga í Hvalfjarðarsveit en aðgengi hefur verið bætt síðastliðin ár og er svæðið skilgreint sem „Opinn skógur“. Gönguleiðir eru víða um svæðið, merkingar hafa verið settar upp og áningarstaðir inn í skóginum eru fjölmargar. Upphaf skógræktar í Álfholtsskóg má rekja til ársins 1939 en í dag má finna yfir 130 tegundir af trjám og runnum í skóginum og misjöfnum yrkjum af sömu tegund. Gönguleiðir um Álfholtsskóg eru fjölbreyttar og krefjandi en aðstaða til að njóta er fyrsta flokks. Áningarstaðir þar sem gestir geta hvílst, borðað nesti eða eingöngu að njóta svæðisins eru til staðar og auk þess eru að finna merkingar víða. Félagar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa gert mjög vel með að merkja leiðirnar og auka aðgengi fyrir göngufólk, með tilkomu brúa og trappa upp hlíðar Álfholtsskógar. Svæði: Hvalfjörður.  Vegnúmer við upphafspunkt: Akrafjallsvegur (nr. 51).   Erfiðleikastig: Auðveld leið og létt leið.  Vegalengd: 7 km.  Hækkun: 0-50 metra hækkun.  Merkingar á leið: Merkt leið með skiltum sem vísa leið.  Tímalengd: 1.30 klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni.  Hindranir á leið: Þrep og brýr á gönguleið.  Þjónusta á leið: Hægt er að losa sorp við bílastæði.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N 64°22.2406 W 021°51.0028.  GPS hnit endir: N 64°22.2406 W 021°51.0028.  
Kleppjárnsreykir í Borgarfirði
Kleppjárnsreykir í Borgarfirði er lítið þorp þar sem gróðurhúsaræktun byggir á gömlum merg enda jarðhiti töluverður. Þar er oft hægt að kaupa grænmeti og ber beint frá ræktendum. Á Kleppjárnsreykjum er ein af starfsstöðvum Grunnskóla Borgarfjarðar og leikskóli. Þar er einnig veitingasala og tjaldstæði.  
Tröllagarður í Borgarfirði
Tröllagarðurinn býður upp á fjölskylduvæna skemmtun þar sem hægt er að fræðast um tröll og álfa, þjóðsögur, sögusviðið í Fossatúni og staði á Vesturlandi. Svo og keppa í skemmtilegum trölla leikjum og njóta annarrar leikaðstöðu í Fossatúni. Frábært útsýni, náttúrufegurð og Borgfirski fjallhringurinn spillir heldur ekki upplifuninni. 
Laugar í Sælingsdal
Sælingsdalslaug eða Laugar eru bær í Dölum. Þar var löngum skólasetur og aðstaða til íþróttaiðkunar og hafa skólahúsin verið nýtt á ýmsa vegu, meðal annars voru þar skólabúðir um tíma. Að Laugum er 25 metra útilaug, vaðlaug, heitir pottar og gufubað sem opið er öllum.   Á Laugum er Guðrún Ósvífursdóttir, ein af aðalsöguhetjum Laxdælu, fædd og uppalin. Bærinn stendur í grösugum dal, Sælingsdal sem umlukinn er lágum fjöllum frá botni Hvammsfjarðar. Jarðhiti er á svæðinu og koma heitar uppsprettur undan fjallinu. Þar var borað eftir heitu vatni 1964-1965. Öll hús á staðnum eru hituð upp með heitu vatni.  
Reykholt söguhringur
Gönguleið um Reykholt söguhring er fróðleg og skemmtileg. Mikil vinna hefur verið unnin við uppsetningu skilta og göngustíga en hægt er að ganga inn í Reykholtsskóg sem staðsettur er fyrir ofan þorpið. Alla þjónustu má finna á Snorrastofu og möguleiki er að fylgja forritinu „Snorri" þegar gengið er um svæðið en það er skemmtileg viðbót við gönguna.  Reykholt í Borgarfirði er þekktur staður fyrir ferðamenn og íbúa en þar er að finna Snorralaug, forna og friðlýsa laug sem er kennd við Snorra þó svo að sagt sé í Landnámu að laug hafi verið þar síðan frá árinu 960. Kirkjurnar á svæðinu eru tvær, sú eldri er timburkirkja sem stendur við gönguleiðina en sú nýrri var vígð árið 1996 og er hún mikið notuð, t.d. í tónleikahald en Reykholtshátíð er haldin á ári hverju. Reykholtsskógur er fyrir ofan kirkjurnar en aþr er að finna forna þjóðleið sem fer í gegnum og meðfram skóginum. Snorrastofa er svo upplýsingamiðstöð þar sem hægt er að finna leiðsögn, fyrirlestra og sýningar. Svæðið hefur því mikið upp á að bjóða, hvort sem það sé fyrir gesti sem eru í leit að náttúru eða sögu.  Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt á gönguleiðinni sem og ruslatunnur. Hægt er að kaupa aðgang að leiðsögn um svæðið. Þjónustu er að finna á Snorrastofu og Fosshótel Reykholt býður upp á gistingu, veitingar og veitir upplýsingar til gesta.  Staðsetning: Reykholt, Borgarbyggð Vegnúmer að upphafspunkti: Hálsasveitarvegur (nr. 518), Borgarbyggð Erfiðleikastig: Auðvelt Lengd: 1.64km Hækkun: 50 metra hækkun Merkingar: Engar merkingar eru á leiðinni Tímalengd: 25 mínútur Tegund jarðvegar: Litlir steinar og malbik Hindranir á leið: Engar hindranir Lýsing: Hluti leiðarinnar er upplýstur Árstíð: Gönguleiðin er opin allt árið um kring GPS hnit upphafspunktar: N64°66318 W021°292 GPS hnit endapunktar: N64°66318 W021°292
Sundlaugin í Borgarnesi
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum með sundlaug sem hefur verið vinsæll áfangastaður heimamanna og ferðalanga. Næg bílastæði eru á staðnum. Sundlaugin hefur verið afar vel sótt til fjölda ára. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum.  
Stálpastaðaskógur í Skorradal, Borgarfirði
Stálpastaðaskógur í Skorradal, Borgarfirði er samnefndur 345 ha eyðijörð í Skorradal. Skógurinn er fyrst og fremst dæmigerður timburskógur og hefur mikið fræðslugildi um ýmis atriði varðandi timburframleiðslu úr sitkagreni hér á Íslandi.   Við stíga í þjóðskógum landsins er víða að finna staura með símanúmerum. Þegar gengið er fram á slíkan staur er upplagt að taka upp símann, hringja í númerið sem gefið er upp á staurnum og hlusta á skemmtilega fróðleiksmola um skóginn.   Öllum er heimil ganga um skóginn en ferðamenn eru hvattir til að ganga vel um og skilja ekki eftir sig rusl. Jörðin hefur verið í eigu Skógræktar Ríkisins frá 1951.  
Botnsdalur
Botnsdalur í Hvalfirði er að stórum hluta skógi vaxinn og tilvalinn til að njóta útivistar fyrir alla aldurshópa. Í dalnum voru tveir bæir, Stóri-Botn og Litli-botn.   Fyrir botni Botnsdals eru Botnssúlur og er hæsti tindur þeirra 1095m þar norðvestur af er svo Hvalfell, 848 m, sem liggur yfir þveran dalinn.   Í Landnámu segir frá því að Ávangur, írskur maður, hafi fyrst byggt í Botni. Þá var dalurinn svo skógi vaxinn að hann hafi smíðað sér hafskip og hlaðið þar sem nú heitir Hlaðhamar sem er sunnan við Botnsvog.   Fossinn Glymur er innst í Botnsdal.  
Fossatún gönguleið
Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirðien þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum semstaðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún erstaðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafellliggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.    Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavíkvið veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandigistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimiliog sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er tilstaðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkumGrímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn aðBlundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarðar.  Hægt er að ganga frá þjónustuskála viðFossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þáskilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígursem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svoaftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlagá þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuðbreið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar erað finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.   Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut).  Erfiðleikastig: Auðveld.  Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km  Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu.  Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni.  Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst  Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði.  Hindranir á leið: Engar hindranir á leið.  Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfirvetrarmánuði.  GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263   GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  
Hreðavatn í Borgarfirði
Hreðavatn í Borgarfirði liggur í einstaklega fögru umhverfi, í kvos milli hrauns og fjalla. Það er aðgengilegt veiðivatn, nærri háskólaþorpinu á Bifröst. Í því eru nokkrir gróðri vaxnir hólmar, stærstur þeirra er Hrísey. Veiðileyfi í vatnið fæst með kaupum á Veiðikortinu.   Umhverfi Hreðavatns er viðbrugðið sökum náttúru- og litafegurðar og fjölmargar gönguleiðir er að finna í nágrenninu, meðfram og kringum vatnið.   Suðvestan við vatnið liggur útivistarparadísin, Jafnaskarðsskógur, í landi Jafnaskarðs, sem vinsælt er að ganga um.  
Snæfellsjökulsþjóðgarður
Yst á Snæfellsnesi trónir hinn dularfulli Snæfellsjökull og þar var Snæfellsjökulsþjóðgarður stofnaður 28. júní árið 2001. Hlutverk þjóðgarðsins er að vernda náttúru og landslag, vistkerfi, dýralíf sem og menningararf svæðisins.  Þjóðgarðurinn er 18km2 að stærð og fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó og hefur þá sérstöðu að geyma minjar frá útræði fyrri alda. Landslagið á Snæfellsnesi er magnþrungið og margbreytilegt. Ströndin er fjölbreytt þar sem skiptast á grýttir vogar, strendur með ljósum eða svörtum sandi og snarbrattir sjávarhamrar með iðandi fuglalífi um varptímann.  Láglendið innan þjóðgarðsins er að mestu hraun sem runnið hefur frá Snæfellsjökli eða eldvörpum á láglendi og er víðast þakið mosa en inn á milli má finna fallega, skjólsæla bolla með gróskumiklum gróðri. Láglendið á sunnanverðu Snæfellsnesi er forn sjávarbotn sem risið hefur frá því ísöld lauk. Hamrabeltin upp af láglendinu eru því gamlir sjávarhamrar.  Snæfellsjökull gnæfir tignarlegur yfir umhverfinu og undirfjöll hans eru margbreytileg að lögun. Ofar í landinu og nær Jökulhálsi eru vikurflákar og land sem er nýlega komið undan jökli.  Almenningi er heimil för um þjóðgarðinn en ganga skal snyrtilega um svæðið og fylgja öllum umgengnisreglum sem gilda eins og hirða rusl og fylgja merktum leiðum og skipulögðum stígum. Umferð reiðhjóla er aðeins heimil á skilgreindum hjólastígum og vegum og lausaganga hrossa og hunda er ekki heimil. Einnig er óheimilt að kveikja eld á víðavangi þar sem hætta getur stafað af, hvort sem um er að ræða gróður, dýralíf eða mannvirki.  Gestastofa Snæfellsjökulsþjóðgarðs er annars vegar á Malarrifi, sunnanmegin í þjóðgarðinum og hins vegar er, norðanmegin við þjóðgarðinn, Þjóðgarðsmiðstöðin á Hellissandi. Á gestastofunum eru starfandi landverðir sem veita upplýsingar og aðstoð og eru salernin þar opin allt árið.  Smelltu hér til að sjá opnunartíma gestastofanna   
Veðurhorfur -112 orð yfir vind og veðurbrigði
Á íslensku má finna yfir 130 orð yfir vind. Sólrún Halldórsdóttir listamaður hefur hér valið 112 orð með tilvísun í neyðarnúmer á Íslandi. Íslendingar eru margir hverjir háðir veðri í sínum daglegu störfum og varla líður sá dagur að veðrið berist ekki í tal manna á milli. Orðunum er raðað upp eftir vindhraða og stuðst við veðurkóda Veðurstofu Íslands, nema hér eru litatónarnir mun fleiri. Oft ræður tilfinning hvar orðið lendir, en einnig er stuðst við frásagnir eldra fólks.  Sólrún Halldórsdóttir er fædd árið 1964 og uppalin í Grundarfirði, næst yngst hjónanna Halldórs Finnssonar og Pálínu Gísladóttur. Mikið var lesið á heimilinu, móðirin rak bókabúð hér í Grundarfirði og snemma fékk Sólrún mikla ást á íslenskri tungu.  Verkið er 18 metra langt og 60 cm breitt. Efniviður er grjót, stál og harðviður. 
Hoppland
Við bjóðum upp á eina skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi. Komdu og prufaðu að hoppa niður 10 metra út í sjó. Fullkomið fyrir fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði eða bara alla sem vilja skora á sjálfa s…
Landnámssetur Íslands
Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er …
Byggðasafnið í Görðum Akranesi
Á Byggðasafninu í Görðum gefst kostur á að kynna sér sögu Akraness og nágrennis. Safnið var stofnað og opnað á árinu 1959 og er staðsett á hinu forna höfuðbóli að Görðum á Akranesi sem var kirkjustaðu…
Akranes sundlaug
Jaðarsbakkalaug er 25 m útisundlaug með 5 heitum pottum, gufu og vatnsrennibraut. Skemmtileg sundlaug fyrir fjölskylduna, sundkappann og til sólbaðs. Opnunartími: Virkir dagar: 06:00-21:00 Helgar: 09:…
Bjarnarhöfn
Á Hákarlasafninu í Bjarnarhöfn er tekið vel á móti ferðamönnum, bæði einstaklingum og hópum allt árið. Þar má sjá  ýmsa muni frá gömlum búskaparháttum sem og veiðum og verkun hákarlsins. Innifalið í a…
Bjarteyjarsandur
Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og …
Safnahús Borgarfjarðar
Safnahús Borgarfjarðar er safnaklasi fimm safna þar sem nýjar aðferðir eru nýttar til miðlunar á grundvelli frumkvæðis, virkni og samvinnu. Söfnin eru þessi: Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, Héraðsskjala…
Dalahestar
Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni.  …
Eiríksstaðir
Kíkið til okkar á 10. öldina. Setjumst við eldinn og spjöllum við sagnafólk, sem segir okkur fornar sagnir af búskap og fólki á Eiríksstöðum til forna. Það er hægt að fá að handleika verkfæri, vopn og…
Ferðaþjónustan Erpsstöðum
Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. m…
Fjeldstedhestar.is
1-2 tíma hestaleiguferðir í fallegu umhverfi á bökkum Hvítár sem er jökul á sem kemur úr Eiríksjökli. Góð aðstaða í nýrri reiðskemmu sem er sér hönnuð fyrir falaða og hreyfihamlaða. Hesta við allra hæ…
Sundlaugin Grundarfirði
Þægileg lítil sundlaug á besta stað í bænum steinsnar frá tjaldsvæðinu. Tveir heitir pottar og vaðlaug fyrir börnin. Virka daga frá 8-21   Lokað á sunnudögum. 
Guðlaug
Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi.
Gufuá
Við bjóðum uppá tvenns konar upplifanir utandyra, þar sem þú kynnist mismunandi hliðum á sveitinni okkar fallegu. Annars vegar er það hið sívinsæla Geitalabb með hobbitageitunum Gandálfi, Fróða og fé…
Hestaland ehf.
Vinsamlega hafið samband vegna ferða og bókana.
Hlaðir sundlaug
Sundlaugin er austan við félagsheimilið og eru rúmgóðir búningsklefar og vatnsgufubað í kjallara. Sundlaugin er 16,67 x 8 metra og við hana er einnig barnavaðlaug með rennibraut og tveir heitir pottar…
Horse Centre Borgartún
Hestamiðstöðin Borgartún býður upp á 1-2 klst. reiðtúra í fallegu umhverfi í útjaðri Akranes. Reiðtúrarnir okkar eru dásamleg upplifun fyrir alla þá sem langar að prufa íslenska hestinn. Hvort sem þið…
Dýragarðurinn í Hólum
Á sveitabænum okkar Hólum er að finna mörg dýr, þar á meðal hesta, hunda, ketti, kanínur, endur, kalkúna, kindur, lömb, hænur, geitur, svín og jafnvel talandi krumma sem er heimsþekktur fyrir að koma …
Hreppslaug
Hreppslaug er einstök að því leiti að vatnið í laugina kemur út heitum uppsprettum úr hlíðinni fyrir ofan. Laugin er rekin af Ungmennafélaginu Íslending en laugin var byggð 1928. Síðustu 95 árin hafa…
Lindin - Sundlaugin Húsafelli
Komdu og njóttu þess að hafa það gott í heitu pottunum okkar, sem eru tveir og sundlaugunum tveimur, sem hver fyrir sig er með mismundandi hitastig og ætti því að henta öllum. Slakaðu á í gufubaðinu …
Into the Glacier
Into the Glacier býður upp á super jeppaferðir á Langjökul í ein af stærstu ísgöngum í heimi. Ferðirnar hefjast frá Húsafelli, Klaka eða Reykjavík og eru göngin staðsett í 2.200 metra hæð yfir sjávarm…
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum
Útisundlaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu.Tilvalin staður að koma á til að vera í rólegheitum og slaka á í notalegu umhverfi. Opnunartímar: Sumar (1/6-19/8): 09:00-18:00 alla daga  
Kontiki
Kontiki bíður uppá stuttar kayakferðir frá Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Okkar aðal áherslur eru vistvæn ferðamennska með litla hópa í hvert skipti til að upplifa magnaða náttúru Breiðafjarðar. Þessi t…
Láki Tours
Láki Tours býður upp á hvalaskoðun frá Ólafsvík á Snæfellsnesi. Einnig bjóða þau upp á hvalaskoðunarferðir frá Hólmavík á Vestfjörðum.  Hvalaskoðun frá Ólafsvík Vesturland er sannkölluð paradís fyrir …
Lýsulaugar - náttúrulaugar
Laug með náttúrulega heitu ölkelduvatni (hitastig sveiflast frá 24-35°C), beint úr jörðu. Um er að ræða grænþörungslaug og er vatnið mjög steinefnaríkt og talið afar hollt og græðandi.   Laugarnar vor…
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið
Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fast…
Sundlaugin Ólafsvík
Sundlaugin er 12,5 m innilaug með heitum potti. Einnig er útísvæði með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. Við sundlaugina er skóli, íþróttahús, knattspyrnuvöllur, gervigrasvöllur, leiktæki og stutt…
Sæferðir
Ævintýraferðin Víkingasushi er mjög vinsæl afþreying. Siglt er um eyjarnar óteljandi, skyggnst inn í ævintýraheim Breiðafjarðar, skoðaðar fjölbreytilegar bergmyndanir, sögulegar slóðir og sterkustu sj…
Gestastofa Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Malarrifi
Gestastofa þjóðgarðsins er við Malarrif. Þema sýningarinnar í gestastofunni er vermaðurinn og náttúran og er leitast við að sýna hvernig vermenn nýttu náttúruna til að sjá sér farboða. Höfðað er til a…
Snorrastofa Reykholti
Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins. Þar er eitt elsta mannvirki á Íslandi, Snorralaug. Snorrastofa var reist til minningar um Snorra Sturluson og einstæð verk hans. Stofnunin …
Leikfangasafn Soffíu
Leikfangasafn Soffíu samanstendur af safni Óskar Elínar Jóhannesdóttur og leikfangasafni sem var staðsett í Iðnó, ásamt leikföngum í eigu velunara safnsins. Safnið er opið öllum sem hafa gaman að göml…
Stóri Kambur
Hestaleiga Stóra-Kambs býður uppá hestaferðir undir Snæfellsjökli
Sturlureykir Horse Farm
Hestarnir á Sturlureykjum taka vel á móti gestum og elska alla athygli enda eru þeir partur af fjölskyldunni, fædd að Sturlureykjum, ræktuð, tamin og þjálfuð af heimilisfólki. Heita vatnið skipar stór…
Sundlaugin Stykkishólmi
Útisundlaug, 25 x 12 metrar með 57 metra vatnsrennibraut. Tveir heitir pottar, vaðlaug og 12 metra innilaug sem einkum er ætluð sem kennslu- og þjálfunarlaug.  Í heitu pottunum er heilsuvatn sem kemur…
Sælingsdalslaug
Laugin er 25 metra útilaug. Við laugina er einnig vaðlaug, heitir pottar og og gufubað í fallegu umhverfi.
Landbúnaðarsafn Íslands
Landbúnaðarsafn Íslands sýnir sögu og þróun íslensks landbúnaðar, með áherslu á tímabilið frá 1880 fram undir lok 20. aldar. Á safninu er munum og tækjum þannig fyrir komið að gestir ganga í gegnum sö…
The Cave
Víðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika …
Háafell - Geitfjársetur
Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum auk þess fá gestir smakk af geitaostum og pylsu úr…
Vínlandssetrið Leifsbúð
Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýnin…
Sjóminjasafnið á Hellissandi
um sjósókn og náttúru undir jökli  - Kaffiveitingar Sjóminjasafnið á Hellissandi er í Sjómannagarðinum við Sandahraun. Í safninu eru margháttaðar minjar sem tengjast útgerð áraskipa á liðnum öldum auk…
Landnámssetur Íslands
Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er …
Sundlaugin Varmalandi
Útisundlaug með heitum pottum.  Opið frá 1. júní - 17. ágúst, daglega frá 14:00 til 20:00. Einnig frábært tjaldsvæði á Varmalandi. 
Vestur Adventures
Skipulagðar kayak ferðir við Kirkjufell og nágrenni er mögnuð upplifun. Þú munt upplifa óspillta nátúru, fuglalíf og fræðast um sögu staðarins. Einnig eru miklar líkur á að forvitnir selir verði á lei…
Hernámssetrið
Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjö…

Aðrir (2)

Oddsstaðir Oddsstaðir I 311 Borgarnes 864-5713
Snæfellsnes Excursions Sólvellir 5 350 Grundarfjörður 866-2552