Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar á Vesturlandi eru óþrjótandi. Fyrir þá sem kjósa leiðsögn eða skipulagðar göngur þá eru nokkrir aðilar á Vesturlandi að bjóða upp á slíka þjónustu, sjáðu úrvalið hér að neðan. 

Húsafell Giljaböð
Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni fræðumst við meðal annars lítillega um endurnýjanlega orku og förum yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslensk jöklinum sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð. Gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli.  Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Gufuá
Við bjóðum uppá tvenns konar upplifanir utandyra, þar sem þú kynnist mismunandi hliðum á sveitinni okkar fallegu. Annars vegar er það hið sívinsæla Geitalabb með hobbitageitunum Gandálfi, Fróða og félögum. Geitalabbið er sérstaklega skemmtileg klukkustundar upplifun fyrir einstaklinga og hópa sem langar að hitta búsmalann og prófa eitthvað allt öðruvísi. Hins vegar er svo Náttúruganga með sagnaþul um vörðuslóðir landnámsjarðarinnar Gufár, þar sem náttúrufar, saga og sérkenni svæðisins eru skoðuð og ábúendur fyrr og nú kynntir til sögunnar. 2ja klst. ganga á þægilegum gönguhraða, hugsað fyrir hópa. Einstaklega skemmtileg og fróðlega afþreyging þar sem bóndi opnar dyrnar að býli sínu. Upplifun í anda Meet the locals. Við bjóðum uppá tvær mismunandi upplifanir: Geitalabb - Lesa meira   Náttúruganga með sagnaþul - Lesa meira 
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.  Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.  Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli. Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins. Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni. Hellaferðir í Raufarhólshelli. Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum. Vélsleðaferðir á Langjökli. Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 
Simply the West
Simply the West er framsækin ferðaskrifstofa sem býður upp á fjölbreyttar dagsferðir og er sífellt að bæta við. Við getum líka skipulagt afþreyingu á Vesturlandi og boðið upp á sérsniðnar einkadagsferðir.
Bjarteyjarsandur
Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887.  Gönguferðir, fræðsla og leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin.  Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum sumarbústöðum og á skjólgóðu fjölskyldutjaldsvæði. Sumar - Í Fornastekk á Bjarteyjarsandi eru leigðir út vel útbúnir sumarbústaðir fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikulega möguleg. Tjaldsvæðið er á sléttri flöt neðan við gamla bæinn á Bjarteyjarsandi. Skjólbelti veitir ágætt skjól á hluta svæðisins. Salerni og ein sturta eru í þjónustuhúsi rétt ofan við tjaldflötina. Eldunaraðstaða eftir samkomulagi. Eingöngu opið fyrir hópa sem bóka fyrirfram. Opið allt árið. 
The Cave
Víðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika býður hann upp á ógleymanlega lífsreynslu.  Við bjóðum upp á fjölskylduvænar ferðir sem allar kynslóðir geta notið, þökk sé nýrri göngubrú og lýsingu í hellinum. Fyrir þá sem kjósa meiri áskorun, þá bjóðum við einnig upp á hálfs dags ferð alveg inn í enda hellisins, út fyrir manngerð þægindi. Hellar eru oft dimmir og þröngir en það á ekki við um Víðgelmi. Það sem áður var seinfarið, harðgert landslag er nú auðvelt og skemmtilegt yfirferðar. 

Aðrir (20)

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
Kraftganga Lækjargata 4 101 Reykjavík 899-8199
Þín leið 105 Reykjavík 899-8588
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland Norðurvangur 44 220 Hafnarfjörður 775-0725
Ólafsdalur í Gilsfirði Erluhraun 4 220 Hafnarfjörður 6932915
Litlu Leyndarmálin Kveldúlfsgata 22 310 Borgarnes 698-0075
Loa Tours Lágholt 21 340 Stykkishólmur 899-4151
Matur, saga og menning í Stykkishólmi / Gönguferðir í Stykkishólmi / Gönguleiðsögn á Snæfellsnesi Nesvegur 13 340 Stykkishólmur 534-2120
Berserkir og Valkyrjur Birkilundur 50 341 Stykkishólmur 820 0508
Þórunn Hilma Svavarsdóttir Neðri-Hóll 356 Snæfellsbær
Sögufylgja Böðvarsholt 356 Snæfellsbær 867-4451
Sögufylgja Álftavatn 356 Snæfellsbær 848-2339
Alive Journeys Laufskógar 32 810 Hveragerði 618-2035
Iceland Rewild Nýbýlavegur 48A 860 Hvolsvöllur 832-9150