Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ísland státar af fjölda hella, stórum, smáum, djúpum og grunnum. Mörg
ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á hellaskoðunarferðir en suma hella er hægt að skoða upp á
eigin spýtur.

Summit Adventure Guides
Náttúruundur - Vatnshellir myndaðist þegar eldgos varð í Purkhólum fyrir um 8000 árum síðan, yfirborðið á hraunrennslinu storknaði á meðan bráðið hraun hélt áfram að renna undir nýstorknuðu hrauninu. Það skildi eftir tómarúm þegar hraunrásin tæmdist við endalok eldgossins. Í dag er þetta jarðfræðilega undur aðgengilegt þeim sem vilja kanna hjarta eldfjallalandslag Íslands.  Summit Adventure Guides eru eina fyrirtækið sem bjóða upp á ferðir með leiðsögn í Vatnshelli. Boðið er upp á 45 mínútna ferð inn í þetta náttúruundur. Ferðin hentar flestum ævintýramönnum, þó þátttakendur þurfi að geta gengið á ójöfnu yfirborði og farið niður tvær spíraltröppur sem leiða inn í djúp hellisins. 
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.  Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.  Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli. Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins. Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni. Hellaferðir í Raufarhólshelli. Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum. Vélsleðaferðir á Langjökli. Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 
The Cave
Víðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika býður hann upp á ógleymanlega lífsreynslu.  Við bjóðum upp á fjölskylduvænar ferðir sem allar kynslóðir geta notið, þökk sé nýrri göngubrú og lýsingu í hellinum. Fyrir þá sem kjósa meiri áskorun, þá bjóðum við einnig upp á hálfs dags ferð alveg inn í enda hellisins, út fyrir manngerð þægindi. Hellar eru oft dimmir og þröngir en það á ekki við um Víðgelmi. Það sem áður var seinfarið, harðgert landslag er nú auðvelt og skemmtilegt yfirferðar. 

Aðrir (8)

Kraftganga Lækjargata 4 101 Reykjavík 899-8199
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Aurora Luxury Iceland Hestavað 7 110 Reykjavík 850-1230
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland Norðurvangur 44 220 Hafnarfjörður 775-0725