Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Baldur gengur á milli Stykkishólms og Brjánslæks með viðkomu í Flatey. Frekari upplýsingar er að finna á vef Sæferða

Sæferðir
Ævintýraferðin Víkingasushi er mjög vinsæl afþreying. Siglt er um eyjarnar óteljandi, skyggnst inn í ævintýraheim Breiðafjarðar, skoðaðar fjölbreytilegar bergmyndanir, sögulegar slóðir og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur eru vel greinilegir. Fuglar, ferskt skeljasmakk, eyjarnar óteljandi, sagan og ógleymanleg ævintýri. Boðið er upp á siglingar allt árið. 
Ferjan Baldur
Daglega siglir ferjan Baldur yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar , með stoppi í Flatey . Um borð í ferjunni er góður veitingastaður og frábær aðstaða fyrir farþega. Á leiðinni yfir fjörðinn er hægt að slaka á og njóta útsýnisins og á sama tíma ert þú að spara tíma þar sem að það tekur skemmri tíma að sigla en að keyra. Fjölmargir ferðamenn velja að stoppa í Flatey á milli ferða. Fyrir þá sem ferðast með bíl er hægt að senda bílinn yfir fjörðinn á meðan stoppað er í eyjunni og er ekkert rukkað aukalega fyrir þessa þjónustu. Athugið að mikilvægt er að bóka fyrir bíla fyrirfram. Takmörkuð stopp eru í Flatey yfir vetrartímann.Athugið að bóka verður fyrirfram fyrir bíla. Sæferðir bjóða einnig upp á Ævintýrasiglingu,  veisluferðir fyrir hópa og fjölbreyttar sérferðir.

Aðrir (1)

Almenningssamgöngur - 101 Reykjavík -