Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda
sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn. Hægt er að velja úr íbúðagistingu í
ýmsum verðflokkum.

Söðulsholt
Ferðaþjónustan í Söðulsholti býður upp á gistingu í 4 bústöðum og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað. Bústaðirnir eru með 1 svefnherbergi/hjónarúm og svefnloft með tveimur einstaklingsrúmum, vel útbúið eldhús, setustofu, baðherbergi með sturtu og góða útiverönd með útigrill. Lágmarksdvöl eru frá 2-3 nætur. Gestir okkar geta bókað stuttar hestaferðir (hestaleiga) eða rennt fyrir lax og silung á svæðinu (Aukagjald). Einnig bjóðum við upp á hagabeit ef gestir okkar vilja koma með eigin hesta og njóta útreiðatúra á reiðvegum í Söðulsholti og nágrenni. Vinsamlegast hafið samband vegna bókana eða kynnið ykkur mögulegar dagsetningar á vefnum okkar.  Söðulsholt gisting 
Bjarg Borgarnes
Bjarg Borgarnes er lítið fjölskyldurekið gistihús í gömlum bóndabæ í útjaðri Borg­arness, þar hafa gömlu úti­húsin verið inn­réttuð sem gisti­hús. Gist­ing er í sér­íbúð fyrir 4 með eld­un­ar­að­stöðu og baði og í íbúð með 3 her­bergjum; tveim 2ja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, með sam­eig­in­legri eld­un­ar­að­stöðu og baðherbergjum. Einnig í 4-6 manna bústað (81m2) með tveim 2ja manna herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel útbúnu eldhúsi ásamt einstöku útsýni yfir Borgarfjörðin. Bjarg er stað­sett á kyrr­látum stað en stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi. Vel stað­sett fyrir skoð­un­ar­ferðir um Vest­ur­land.
Hömluholt ehf.
Hömluholt Hrossarækt og ferðaþjónusta. Hömluholt er á sunnanverðu Snæfellsnesi, við Hafursfell,  54 km frá Borgarnesi, 75 km frá Reykjavík og  600 m frá Snæfellsnesvegi, nr. 54. 5 mínútna reiðleið er á Löngufjörur frá Hömluholti. Hús 1. Húsið er með setustofu með eldunaraðstöðu, gang, klósetti, sturtu og tveggja manna  herbergi á neðri  hæðinni.  Á efir hæðinni  er svefnloft  með þremur rúnum.  Einnig herbergi með 3 rúmum. Hús 2. Húsið er á einni hæð með setustofu, eldunaraðstöðu, sturtu og klósett. Einnig svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Þá er tveggja manna rúm í svefnherbergi, tvö  önnur herbergi með einu rúmi og tveimur kojum fyrir tvo í hvoru herbergi.  Úr húsunum er gott útsýni upp til fjalla og niður á Löngufjörur og einnig eru í boði stuttar hestaferðir í næsta nágrenni, þ.á.m. 1-3 klst reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi með möguleika á að sjá seli og fjölskrúðugt fuglalíf. Hömluholt frá öðru sjónarhorni 
Miðhraun - Lava Resort
Miðhraun - Lava Resort er fjölskylduvænn og fjölskyldurekinn gististaður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hús, íbúðir og herbergi, leikvöllur með ærslabelg, gönguleiðir, lítið fjárbú, náttúrubað, sauna, veitingastaður og veislusalur. Veitingastaðurinn er opinn frá maí til enda október en getum opnað fyrir stærri hópa sem bóka með fyrirvara. Miðhraun er hentugur staður fyrir bæði litla og stóra hópa.  Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu.  
Hótel Húsafell
Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli. Hér getur þú sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Í nágrenni Húsafells getur þú uppgötvað faldar perlur í okkar stórkostlega landslagi. 
Háafell Lodge
Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél.  Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn.  Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði. 
Frystiklefinn Hostel og menningarsetur
Frystiklefinn er marg-verðlaunað menningarsetur og hostel, staðsett í uppgerðu frystihúsi í Rifi, litlu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi.  Íslensk list, menning og gestrisni einkenna Frystiklefann og fara gestir, sem leita eftir einstakri íslenskri upplifun þaðan með ógleymanlegar minningar í farteskinu.  Hjá Frystiklefanum er boðið upp á sérherbergi, dorm, tjaldsvæði og fimm íbúðir.
Hótel Laxárbakki
Hótel Laxárbakki stendur á bökkum Laxár, við þjóðveg 1, skammt frá ósum Laxár við Grunnafjörð í Hvalfjarðarsveit, aðeins 12 km frá Akranesi og 20 km frá Borgarnesi. Gisting í herbergjum með og án sérbaðs og í sumarhúsi. Eldunaraðstaða fyrir alla og aðgengi að þvottavél. Heitur pottur og sauna. Á staðnum er veitingastaður opinn frá morgni til kvölds. Fjölbreytt úrval afþreyingar í næsta nágrenni og ekki lengi verið að aka til allra helstu ferðamannastaða á Vestur- og Suðvesturlandi.
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er í senn gistiheimili, kaffihús og gjafavöruverslun. Við bjóðum upp á fjölbreytta gistimöguleika. Þú getur valið um að vera í heimagistingunni okkar þar sem eru þrjú tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi og eitt fjölskylduherbergi með sér baðherbergi. Gestir deila svo fallegri stofu með dásamlegu útsýni og fullbúnu eldhúsi. Við erum einnig með tvær stúdíóíbúðir og eina rúmgóða íbúð sem tekur allt að fimm manns í gistingu. Allar íbúðirnar eru nýuppgerðar og með einstöku útsýni. Allir gestir sem gista hjá okkur njóta þess að fá 10% afslátt af veitingum og gjafavöru. Frí bílastæði og frítt internet.
Sumarhúsin Signýjarstöðum
Til leigu snotur sumarhús með heitum potti, öll leigð út með uppábúnum rúmum. 
Hverinn
Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner. Tjaldsvæðið Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla. Verð 2019:Fullorðnir: kr. 1.500,-Fritt fyrir 13 ára og yngriRafmagn: kr. 1.000,-Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti Þurrkari: kr. 500,- hvert skiptiHobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,- Hobbitahús Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti.  Herbergi  5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi. Íbúð Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi.  Heitir pottar og sundlaug Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.
Kornmúli
Vel búið hús, öll herbergi með sér baði. Við sumarhúsið er verönd og heitur pottur, bústaðurinn rúmar allt að 6 gesti. -Fullbúið eldhús-Heitur pottur -Rúmar allt að 6 gesti-Þrjú tveggjamanna herbergi öll með baðherbergi -Eitt herbergið er með aðgengi fyrir hjólastóla -Frítt WiFi -Sjónvarp með aðgengi að sjónvarpi símans 
María Apartment
Vinalegt fjölskyldurekið gistihús staðsett miðsvæðis í hjarta Grundarfjarðar aðeins nokkrum metrum frá höfninni, fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni.Útsýni er til Kirkjufellsins og fjallahringsins. Íbúðin er með tveimur herbergjum, tvö einstaklingsrúm í öðru herberginu en hjónarúm í hinu, auk svefnsófa í stofu. Stofan er með fullbúnum eldhúskrók, baðherbergið er með sturtu. Herbergjunum fylgja uppbúin rúm og handklæði, í stofunni er sjónvarp og Wi-Fi er frítt. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Finnið okkur á Facebook hér.Finnið okkur á Airbnb hér.

Aðrir (8)

Böðvarsgata 3 Böðvarsgata 3 310 Borgarnes 437-1189
Hítarneskot Hítarneskot 311 Borgarnes 665-6366
Hreðavatn Hreðavatn 30 (F2109234) 311 Borgarnes 892-8882
Lárperla Grundargata 78 350 Grundarfjörður 868-8316
Bjarg Apartments / Íbúðargisting í Grundarfirði Grundargata 8 350 Grundarfjörður 616-2576
Sæból Sæból 46 350 Grundarfjörður 868-8316
Hellnafell Guesthouse Hellnafell 350 Grundarfjörður 693-0820
Upplifun undir jökli Hellnar, Kjarvalströð 3-5 356 Snæfellsbær 663-5790