Velkomin á Akranes og Hvalfjörð
Akranesvitar
Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Akranes er stærsta þéttbýlið á Vesturlandi með u.þ.b. 7.500 íbúa. Margskonar möguleikar eru þar til útivistar og hreyfingar innan bæjarmarka. Þá einna helst Langisandur sem er um eins kílómetra löng náttúruleg baðströnd þar sem hægt er að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum við Langasand. Hvalfjörður er einn lengsti fjörður landsins. Landslagið er fjölbreytt, bæði allmikið undirlendi en einnig snarbrattar hlíðar formfagurra fjalla og vogskornar og lífauðugar strendur. Náttúrufegurð er víða allmikil og möguleikar óþrjótandi til að njóta frábærrar útiveru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið.