Höfrungur AK 91
Höfrungur AK 91 er fyrsta skipið sem smíðað var fyrir Harald Böðvarsson á Akranesi og hefur skipið stóra sögu að segja.
Haraldur Böðvarsson lét smíða fyrir sig 71 brl. eikarskip með 270 ha. June Munktell vél í Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar á Akranesi 1955. Skipið hlaut nafnið Höfrungur og var síðar löngum nefnt "Höfrungur litli".
Árið 1962 var sett 300 ha. June Muntell vél í Höfrung og 1971 400 ha. Caterpillar vél -. Höfrungur var seldur Gullvík hf. í Grindavík 12. maí 1976 og fékk þá nafnið Harpa GK 111 en síðar Harpa II GK 101 og var skipið selt til Portúgar 14. október 1986, en fór þó aldrei þangað af ýmsum ástæðum.
Höfrungur var mikið happafley og alltaf aflaðist mikið á hann. hann hefur alla tíð haft sérstakan sess í hugum Skagamanna sem þekktu til sögu hans. Stundum var komist svo að orði að hann hafi fætt af sér alla Höfrungana sem á eftir komu.