Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Norðurljósaskoðun

Íslensk náttúra í klakaböndum er stórfengleg og heimsókn til Íslands að vetri
til getur verið ævintýri líkust. Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna
norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir. Íslensk jól og áramót eru líka
skemmtileg upplifun.

Thor Photography
Thor Photography býður einstaklingum og hópum upp á ferðir og námskeið þar sem megináhersla er lögð á ljósmyndun og viðföngin eru helstu perlur íslenskrar náttúru. Lagt er upp úr því að velja staðsetningu sem hentar skilyrðum hverju sinni, og veita kennslu varðandi stillingar á myndavélum, hvernig skal ramma inn myndefnið, val á linsum og veita ráð og kennslu varðandi myndvinnslu og fleira.
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.  Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.  Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli. Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins. Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni. Hellaferðir í Raufarhólshelli. Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum. Vélsleðaferðir á Langjökli. Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 
Into the Glacier
Into the Glacier býður upp á ferðir að stærstu manngerðu ísgöngum heims. Göngin eru staðsett í Langjökli þar sem þú færð einstakt tækifæri til að kanna jökulinn og sjá hann að innan.  Árið 2010 varð djörf framtíðarsýn að veruleika. Það sem hófst sem draumur umbreyttist hratt í fyrstu og stærstu ísgöng í heimi urðu til. Göngin hafa ekki aðeins gert okkur kleift að kanna jökulinn að innan heldur einnig að rannsaka sögu hans og dýpka skilning okkar á bráðnun jökla.  Upplifðu jökla Íslands á einstakan hátt. Ógleymanleg samvera fyrir alla fjölskylduna.  Við bjóðum upp á: Klassíska Into the Glacier ferðin   Ferð með akstri frá Reykjavík  Into the Glacier og vélsleðaferð  Into the Glacier og norðurljósaferð  Einkaferðir 

Aðrir (12)

Spicy Viking Iceland Langholtsvegur 147 104 Reykjavík 868-4848
Unreal Iceland Mjóahlíð 16 105 Reykjavík 848-8468
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Stefán Svavarsson Sævarland 14 108 Reykjavík 693-4726
Aurora Luxury Iceland Hestavað 7 110 Reykjavík 850-1230
Boreal Austurberg 20 111 Reykjavík 8646489
Icelands-best.is Veghús 31 112 Reykjavík 888-5132
Ottó the Viking Flétturimi 1 112 Reykjavík 788-3638
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
itour.is Bjarkarholt 10 270 Mosfellsbær 855-2550