Gönguleiðir á Vesturlandi eru fjölbreyttar, bæði stuttar og langar, auðveldar og erfiðar, á hálendi og láglendi - og allt þar á milli. Mikið er af stikuðum leiðum um landshlutann og ættu allir göngugarpar og/eða útivistarunnendur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hér má sjá skilgreiningar á erfiðleikastigum gönguleiða á Vesturlandi
Auðveld leiðGóðir stígar og gönguleið sem allir ættu að geta gengið. Léttar og stuttar gönguleiðir, henta fyrir breiðan hóp en gönguleið er með aðgengi fyrir hjólastóla/barnavagna. Stígar að jafnaði án erfiðleika eða hindrana. |
Létt leiðEinfaldar skemmtigöngur sem breiður hópur notenda getur nýtt sér. Hæfir vel fyrir fjölskyldufólk og hópa. Minni en 100 metra hækkun á gönguleið.
|
Krefjandi leiðGönguleiðir og stígar sem eru fyrir vana göngumenn, þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir stíg eða slóða alla leiðina. Gengið á ósléttum og erfiðum kafla og nokkrar hindranir er að finna eins og t.d. óbrúaða læki, há uppstig, lausamöl og minni ár. Mikilvægt að fylgjast vel með veðri og aðstæðum. |
Erfið leiðGönguleið og stígar sem eru fyrir mjög vana göngumenn. Mjög erfiðar leiðir þar sem finna má stærri óbrúaðar ár, brattlendi og klettahaft, sem óvönum og við slæmar aðstæður getur verið hættulegt. Mikilvægt að skrá ferðaáætlun á safetravel.is og fylgjast vel með veðri. |
Helstu öryggis upplýsingar fyrir fjallgöngur.
Fylgjast með veðurfari og vera viðbúin því að hér á Íslandi getur veðurfar breyst á litlum sem engum tíma. Eins er mikilvægt að fara yfir þann búnað sem verður í för hverju sinni og athuga með aðstæður áður en farið er af stað. Búnaður eins og hlý föt, góðir gönguskór, vettlingar og húfa ásamt öllum helstu hlífðarfatnaði er mikilvægur ásamt því að vera með GPS tæki. Aukabúnaður er síðan settur í bakpoka, með nesti, aukafatnaði og sjúkrapoka.
Áður en farið er af stað er mikilvægt að heimsækja heimasíðu Veðurstofu Íslands, vedur.is en ef að veðurspá er slæm og spáð er vindhraða yfir 18 metrum á sekúndu er rétt að fresta ferðinni eða breyta skipulaginu í samræmi. Einnig er mikilvægt að heimsækja vefsíðu Safe Travel safetravel.is og ganga úr skugga um að ferðalagið þitt sé með góðan ferðaundirbúning. Mikilvægt er að undirbúa sig vel fyrir fjallgöngur og þá sérstaklega á hausti og að vetri til. Þegar gengið er á fjöll yfir vetrartímann þá er mikilvægt að vera ekki einn/ ein á ferð og gott að láta vita af þínum ferðum.
Mjög mikilvægt er að undirbúa sig vel og vandlega fyrir hverja ferð en helstu áhættur í vetrarferðamennsku eru: