Grábrók
Grábrók í Borgarfirði er stærsti gígurinn af þremur fagurmótuðum gjallgígum á stuttri gossprungu. Göngustígar liggja upp á Grábrók og er gangan við flestra hæfi. Einstakt útsýni er af Grábrók yfir Borgarfjarðarhérað. Bílastæði eru við þjóðveg nr. 1.
Hraunið sem rann úr gígunum er úfið apalhraun, 2-3 þúsund ára gamalt og víða vaxið gróðri. Það þekur allstórt svæði í Norðurárdal og stíflaði Norðurá á sínum tíma fyrir ofan Laxfoss. Það var friðlýst árið 1962.