
Víða má finna bændamarkaði, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Margir eru
aðeins starfræktir á sumrin, en aðrir árið um kring. Þar er hægt að nálgast ferskt grænmeti og
ber, kjöt beint frá býli og margt fleira góðgæti.

Sumir veitingastaðir eru með heimsendingarþónustu eða bjóða viðskiptavinum
upp á að sækja matinn.

Margir smærri matsölustaðir bjóða upp á smurt brauð, súpur eða
íslenskan heimilismat. Frábær kostur fyrir þá sem kjósa óformlega og heimilislega
veitingastaði.
Í flestum þéttbýliskjörnum eru krár og á stærri stöðum eru þær margar. Í mörgum stórum byggðarlögum eru einnig skemmtistaðir eða klúbbar af ýmsum gerðum og gæðum. Þeir sem hafa gaman að slíku ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.