Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Víða um land eru menningarmiðstöðvar, þar sem ýmsir listviðburðir
og fræðsla fyrir alla aldurshópa, fara fram.

Ullarselið á Hvanneyri
Ullarselið á Hvanneyri er verslun með vandað handverk, ullarvörur úr íslenskri ull og gæðahandverk úr íslensku hráefni. Vörurnar sem í boði eru í Ullarselinu eru handspunnið band, peysur úr handspunnu bandi sem og flíkur úr lopa, léttlopa og ber þar hæst hinar sérhönnuðu Borgarfjarðarpeysur. Jurtalitað band, kanínufiðuband og fiðuvörur, skartgripir úr hrosshári, steinum og hornum, þæfðir hattar, inniskór og vettlingar. Ullarselið selur líka plötulopa, léttlopa og eingirni frá Ístex, prjóna og uppskriftir. Ullarselinu á Hvanneyri var komið á fót haustið 1992, sem þróunarverkefni, að tilstuðlan Bændaskólans á Hvanneyri, Búnaðarsamtaka Vesturlands og Kvenfélagasambandanna á Vesturlandi. Ullarselið er í senn verslun og vinnustofa áhugafólks af Vesturlandi um ullariðn, þar sem gömul vinnubrögð við ullarvinnslu eru notuð. Meðal annars er kembt, spunnið, prjónað, þæft og ofið. Sjón er sögu ríkari. Sumaropnun : Opið alla daga: 15. maí - 15. september kl. 11:00-17:00 Vetraropnun: Opið á fimmtud, föstud og laugard. kl.13:00 - 17:00.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið
Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl. Opnunartími: Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11-17. Í maí er opið alla daga frá kl. 13-16 Safnapassi stykkishólmsbæjar - Norska húsið og Vatnasafn Fullorðnir kr. 2.080,- Aðgangur í söfnin fæst í Norska húsinu.
Landnámssetur Íslands
Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameinginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.
Byggðasafnið í Görðum Akranesi
Á Byggðasafninu í Görðum gefst kostur á að kynna sér sögu Akraness og nágrennis. Safnið var stofnað og opnað á árinu 1959 og er staðsett á hinu forna höfuðbóli að Görðum á Akranesi sem var kirkjustaður og presstsetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar. Opnunartími:Sumaropnun 15. maí - 14. september, alla daga frá 11:00-17:00Vetraropnun 15. september - 14. maí, laugardaga frá 13:00-17:00, aðra daga eftir samkomulagi fyrir hópa. Hægt er að leigja stúkuhúsið undir fundarhöld.
Snorrastofa Reykholti
Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins. Þar er eitt elsta mannvirki á Íslandi, Snorralaug. Snorrastofa var reist til minningar um Snorra Sturluson og einstæð verk hans. Stofnunin vinnur að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, ýmsum viðburðum, ráðstefnuhaldi og bókaútgáfu. Einnig er þar safnabúð með íslensku handverki, listmunum og bókum um sagnfræði og bókmenntir. Gamla kirkjan í Reykholti var reist 1885-86 og var í notkun sem sóknarkirkja til 1996. Hún tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands sem annast viðgerð hennar. Snorrastofa sér um gömlu kirkjuna á vegum Þjóðminjasafns, en hún er opin gestum staðarins. Nýja kirkjan í Reykholti var vigð 28. júli 1996. Hún er rómuð fyrir góðan hljómburð og eru þar haldnir tónleikar allt árið. Hápunktur tónleikahalds er Reykholtshátið, sem haldin er í lok júli ár hvert. Í Snorrastofu er gestahúsnæði fyrir gesti Snorrastofu og Reykholtskirkju og aðstaða fyrir ráðstefnur og mannamót. Snorrastofa er einnig svæðismiðstöð fyrir upplysingar um næsta nágrenni. Opið: Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar: 1. maí - 31. ágúst: 10:00-17:00 10:00-17:00 10:00-17:00 1. september - 30. apríl: 10:00-17:00 Lokað Lokað Opið eftir samkomulagi um helgar yfir veturinn.
Æðarsetur Íslands
Æðarsetur Íslands er upplýsinga og fræðslusetur um æðarfuglinn, æðardúninn og æðarræktina, hið fullkomna og fallega samspil manns og náttúru. Æðarsetrið er staðsett í gamla miðbænum í Stykkishólmi við Breiðafjörð. Í firðinum eru fjölmörg æðarvörp og ætla má að hvergi í heiminum verpi jafn mikill fjöldi æðarfugla og í Breiðarfirði. Í setrinu fást vörur úr æðardúni og vörur tengdar æðarfuglinum. Heitt kaffi á könnunni og með því.  Opnunartími:Sumar: daglega kl. 13:00-17:00Vetur: opið fyrir hópa samkvæmt samkomulagi. Vinsamlegast bókið fyrirfram.
Frystiklefinn Hostel og menningarsetur
Frystiklefinn er marg-verðlaunað menningarsetur og hostel, staðsett í uppgerðu frystihúsi í Rifi, litlu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi.  Íslensk list, menning og gestrisni einkenna Frystiklefann og fara gestir, sem leita eftir einstakri íslenskri upplifun þaðan með ógleymanlegar minningar í farteskinu.  Hjá Frystiklefanum er boðið upp á sérherbergi, dorm, tjaldsvæði og fimm íbúðir.
Eiríksstaðir
Kíkið til okkar á 10. öldina. Setjumst við eldinn og spjöllum við sagnafólk, sem segir okkur fornar sagnir af búskap og fólki á Eiríksstöðum til forna. Það er hægt að fá að handleika verkfæri, vopn og gripi sem eru eftirgerðir af gripum landnámsaldar.  Sagnafólkið okkar hefur djúpa þekkingu á sögu bæjarins, ábúendum og á landsnámsöldinni. Leiðsagnir eru í boði allan daginn. Opið frá klukkan 10:00 til 17:00 alla daga frá 1. maí til 15. október.     

Aðrir (1)

Saltport Keflavíkurgata 1 360 Hellissandur 820 2011