Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þau finnast um allt land. Mörg þeirra í höfuðborginni og stærri þéttbýliskjörnum
en sum má finna á ólíklegustu stöðum til dæmis í bragga úti í móa eða í skúr niðri við sjó.
Verð og úrval er afar mismunandi.

Sjávarborg kaffihús
Sjávarborg er kaffihús og gistiheimili við höfnina í Stykkishólmi. 
Rock´n´Troll Kaffi
Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur. Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Veitingaaðstaðan okkar er staður til að slaka á og njóta nálægðar náttúrunnar og útsýnisins og hlusta á tónlist. Gestir geta valið plötu úr vinyl safninu sem inniheldur meira en 3.000 plötur og 5.000 geisladiska. Starfsfólk okkar mun með glöðu geði spila plöturnar í heilu en ekki einstök óskalög. Yfir daginn bjóðum við upp á kaffiveitingar og hádegisverð og léttan kvöldverð mánudaga-miðvikudaga. Fimmtudaga til sunnudaga bjóðum við upp á fjölbreyttan og góðan kvöldverðarmatseðil. Ef hópur gesta er fleiri en 6 persónur, þarf að panta mat fyrirfram, annaðhvort af hópmatseðli eða hámark 3 rétti af kvöldverðarseðli. Vinylplötu- og geisladiskasafnið er í eigu Steinars Berg, gestgjafa Fossatúns, en lífshlaup hans hefur alltaf verið tengt tónlist. Hann starfaði í íslensku tónlistarlífi í 30 ár og átti Steina hf. leiðandi tónlistarfyrirtæki á Íslandi og gaf út tónlist með mörgum besta, skemmtilegasta og áhugaverðasta tónlistarfólki Íslandssögunnar. Einstök staðsetning veitingahússins býður upp á náttúrunálægð og útsýni sem á sér ekki sinn líka. Góður matur, einstakt útsýni og tónlista sem þú elskar. þess virði að stoppa!
Geirabakarí kaffihús
Geirabakarí blasir við vegfarendum á vinstri hönd, fljótlega eftir að ekið hefur verið yfir Borgarfjarðarbrú frá Reykjavík. Geirabakarí í Bogarnesi býður uppá úrvals brauð og bakkelsi eins og okkar vinsælu ástarpunga og gulrótarrúgbrauð svo ekki sé talað um snúðana góðu með alvöru súkkulaði. Í Geirabakaríi færðu súpu dagsins, margar tegundir af smurbrauði, sætabrauði og kökum. Oft erum við með viðbótarsúpu eins og brauðsúpu eða aðra matarmikla súpu. Við gerum okkar gæða brauðasalöt sem eru feikivinsæl eins og súrdeigsbrauðin og úrvals kaffið frá Te og kaffi. Við leggjum ást og alúð í vinnsluna okkar og gerum flestar okkar vörutegundir frá grunni og vitum því hvað við erum að bjóða ykkur uppá. Við erum með frábæran sal sem tekur um 70 manns í sæti með einu besta útsýni í bænum þó víðar væri leitað. Við veitum eldri borgurum 10% afslátt.
Gilbakki Kaffihús
Gilbakki er krúttlegt kaffihús í einu fallegasta húsinu á Hellissandi. Á Gilbakka er boðið uppá fiskisúpu með glænýjum fiski úr Breiðafirði og brauð, gæða kaffi frá Kaffitári og heimabakaðar hnallþórur að snæfellskum sið.  Opið er alla daga frá 1. júní 11:00-17:00
Hjá Góðu Fólki
Hjá Góðu fólki er lítið kaffi- og listahús. Við vinnum með hráefni úr héraði og salat, jurtir og blóm úr gróðurhúsum hjá Ræktunarstöðinni Lágafelli. Þar er vistvæn ræktun á salati og jurtum og jarðvarmi frá svæðinu nýttur til að hita upp gróðurhúsin. Við höfum lagt mikla vinnu í að gera húsið okkar hlýlegt og tökum vel á móti öllum sem koma til okkar með úrvals kaffi og heimagerðum mat og bakkelsi. 
Simply Café
Simply Café er fjölskyldurekið kaffihús á Hellnum. Simply Café býður upp á góðar og matmiklar súpur og samlokur, ásamt bakkelsi, gæðakaffi og tei. Einnig eru vegan og glútenlausir kostir í boði. Mikið er lagt upp úr notalegri og fjölskylduvænni stemningu, með rólegri tónlist, borðspilum og litabókum fyrir börnin. Útsýnið frá kaffihúsinu er engu líkt og tilvalið er að fá sér heitan drykk í hægindastól við gluggann og horfa út á hafið og athuga hvort sést til hvala. 
Vínlandssetrið Leifsbúð
Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni.  Opið daglega á tímabilinu maí til október.
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er ævintýraheimur út af fyrir sig sem er staðsettur í gamla bænum í Borgarnesi, steinsnar frá Landnámssetrinu, hinum margrómaða Bjössaróló og við hliðina á Englendingavík. Hérna er gestum boðið upp á að næra líkama, sál og huga með margvíslegum hætti. Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er kaffihús, gjafavöruverslun og gistiheimili. Á Kaffi Kyrrð er afslappað og hlýlegt andrúmsloft þar sem unnið er út frá "megi öllum sem koma inn líða betur þegar þeir fara út". Þar geta gestir fengið sér léttar veitingar, eftirrétti, gæðakaffi og góða tengingu (inn á við eða með Wi-Fi).
Kaffi Vegamót
Kaffi Vegamót býður upp á íslenska gestrisni í sinni bestu mynd og býr yfir mikilli þekkingu um svæðið um kring. Við bjóðum upp á nýtt brauð og bakkelsi alla daga og nýtum hráefni frá bændum á svæðinu. 
Nesbrauð
Gott úrval af nýbökuðum hágæða brauðum m.a. súrdeigsbrauð og heilsubrauð. Einnig gott úrval af bakkelsi, nýsmurðum samlokum og brauðsalötum að ógleymdri súpu dagsins.  Bjóðum uppá gott kaffi og kaffidrykki.
Hraunfossar Restaurant
Veitingastaður, kaffihús og minjagripaverslun við Hraunfossa býður ferðafólk velkomið.  Bjóðum upp á hlaðborð með fjölbreyttu úrvali rétta, kaffi, kökur, ís, heita og kalda drykki.  Minjagripir og listmunir til sölu.  Veitum upplýsingar um svæðið og nágrennið.  Stór og góð verönd þar sem gestir geta notið veitinga og náttúrunnar.  Seljum veiðileyfi á Arnarvatnsheiði.
Húsafell Bistró
Húsafell Bistro er staðsett milli hrauns og jökla og er opið daglega árið um kring. Ýmsir girnilegir réttir eru á boðstólum. Í júní, júlí og ágúst er opið frá kl. 11:30 til 17:00 og 18:00-21:00. Við bjóðum upp á hádegisverðarhlaðborð sem er tilvalið fyrir dagsferðalanginn sem er að fara í skoðunarferðir. Verslunin í húsnæði Húsafells Bistró er opin frá kl 11:30 til kl. 21:00 í júní, júlí og ágúst, en yfir vetrartímann, á laugardögum frá kl 11:30-17:00.

Aðrir (7)

Kallabakarí Innnesvegur 1 300 Akranes 431-1644
Baulan / Esjuskálinn Stafholtstungur 311 Borgarnes 435-1440
Brúarás - Geo Center Stóri-Ás 320 Reykholt í Borgarfirði 435-1270
Bjarnarhöfn Bistro Bjarnarhöfn, Helgafellssveit 340 Stykkishólmur 438-1581
Kaffi 59 Grundargata 59 350 Grundarfjörður 4386959
Fjöruhúsið Hellnar 356 Snæfellsbær 435-6844
Sælureiturinn Árblik Miðskógur 371 Búðardalur 663 9706