Simply Café er fjölskyldurekið kaffihús á Hellnum. Simply Café býður upp á góðar og matmiklar súpur og samlokur, ásamt bakkelsi, gæðakaffi og tei. Einnig eru vegan og glútenlausir kostir í boði. Mikið er lagt upp úr notalegri og fjölskylduvænni stemningu, með rólegri tónlist, borðspilum og litabókum fyrir börnin. Útsýnið frá kaffihúsinu er engu líkt og tilvalið er að fá sér heitan drykk í hægindastól við gluggann og horfa út á hafið og athuga hvort sést til hvala.