Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er notalegt að gista í sumarhúsi og slík gisting er sérstaklega hentug þegar
fleiri ferðast saman.

Kastalinn Gistiheimili
Kastalinn býður upp á gistingu í Búðardal. Gististaðurinn stendur við svartar strendur Hvammsfjarðar og er í göngufæri við Vínlandssetur - sýning og kaffihús, Dalakot - veitingastaður, Krambúðina, Blómalind - kaffihús og blómabúð, handverkshópinn Bolla, Dalahesta - hestaleiga og margt fleira. Öll herbergi eru með ísskáp, kaffivél, katli, og ristavél, fríu WiFi og bíðastæði. Til staðar er sameiginlegt rými með eldunaraðstöðu, þvottavél og þurrkara.  Á lóðinni eru einnig að finna þrjú lítil hýsi (15m2) með sér baðherbergi, ísskáp, kaffivél, katli, brauðrist og örbylgjuofni.  Gas og kolagrill standa gestum til boða.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 
Háafell Lodge
Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél.  Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn.  Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði. 
Miðhraun - Lava Resort
Miðhraun - Lava Resort er fjölskylduvænn og fjölskyldurekinn gististaður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hús, íbúðir og herbergi, leikvöllur með ærslabelg, gönguleiðir, lítið fjárbú, náttúrubað, sauna, veitingastaður og veislusalur. Veitingastaðurinn er opinn frá maí til enda október en getum opnað fyrir stærri hópa sem bóka með fyrirvara. Miðhraun er hentugur staður fyrir bæði litla og stóra hópa.  Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu.  
Frystiklefinn Hostel og menningarsetur
Frystiklefinn er marg-verðlaunað menningarsetur og hostel, staðsett í uppgerðu frystihúsi í Rifi, litlu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi.  Íslensk list, menning og gestrisni einkenna Frystiklefann og fara gestir, sem leita eftir einstakri íslenskri upplifun þaðan með ógleymanlegar minningar í farteskinu.  Hjá Frystiklefanum er boðið upp á sérherbergi, dorm, tjaldsvæði og fimm íbúðir.
Sumarhúsin Signýjarstöðum
Til leigu snotur sumarhús með heitum potti, öll leigð út með uppábúnum rúmum. 
Arnarstapi Cottage
Ertu að leita að einhverju virkilega huggulegu? Þá bjóðum við upp á smáhýsin okkar sem henta vel fyrir þá sem vilja meira næði og vera útaf fyrir sig. Opin allt árið um kring.
Ferðaþjónustan Snorrastöðum
Bjóðum upp á gistingu í 5 sumarhúsum, auk gistihúss þar sem við getum tekið á móti stærri hópum. Tilvalið til að halda fjölskyldumót. Heitir pottar eru við öll húsin. Gisting í fallegu umhverfi. Löngufjörur og Eldborgin í túnfætinum. 
Seljaland ferðaþjónusta
Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is. Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi.  Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi.  Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu.  Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn.  Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is  
Söðulsholt
Ferðaþjónustan í Söðulsholti býður upp á gistingu í 4 bústöðum og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað. Bústaðirnir eru með 1 svefnherbergi/hjónarúm og svefnloft með tveimur einstaklingsrúmum, vel útbúið eldhús, setustofu, baðherbergi með sturtu og góða útiverönd með útigrill. Lágmarksdvöl eru frá 2-3 nætur. Gestir okkar geta bókað stuttar hestaferðir (hestaleiga) eða rennt fyrir lax og silung á svæðinu (Aukagjald). Einnig bjóðum við upp á hagabeit ef gestir okkar vilja koma með eigin hesta og njóta útreiðatúra á reiðvegum í Söðulsholti og nágrenni. Vinsamlegast hafið samband vegna bókana eða kynnið ykkur mögulegar dagsetningar á vefnum okkar.  Söðulsholt gisting 
Ferðaþjónustan Þurranesi
Í ferðaþjónustunni í Þurranesi er boðið upp á gistingu í fjórum húsum: Þurranesi 1 og þremur sumarhúsum. Hægt er að leigja húsin í stakar nætur eða heilar vikur.  Þurranes 1 er fullkomið fyrir 10-20 manna hópa - Gamla íbúðarhúsinu í Þurranesi hefur verið breitt í 5 tveggja manna herbergi ásamt sameiginlegu baðherbergi. Nýtt hús hefur verið byggt við hlið þess, í því er eldhús, matsalur fyrir allt að 40 manns, setustofa og baðherbergi. Á efri hæð þess er rúmgott opið svefnloft með 10 rúmum. Húsin eru svo tengd saman með millibyggingu sem er rúmgóð forstofa. Boðið er upp á uppbúin rúm fyrir 20 manns.  Hægt er að tjalda eða vera með ferðavagna á túninu við húsið og á veröndinni er heitur pottur.  Þrjú sumarhús - Sumarhúsin eru 43 m2. Í þeim eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og svefnloft með dýnum og tekur því hvert hús að minnsta kosti 6 manns. Í hverju húsi er baðherbergi með sturtu og í eldhúskrók er ísskápur og nauðsynleg eldhúsáhöld. Í stofunni er sjónvarp. Heitur pottur er við öll húsin. 
Kópareykir-Sumarhús
Kópareykir er sauðfjár- og hrossabú í nágrenni Reykholts. Við bjóðum upp á gistingu fyrir 1-5 manns í sumarhúsi með 2 svefnherbergjum, baðherbergi (m/sturtu/klósetti/þvottavél), setustofu og eldhúsi. Fallegt útsýni er yfir Reykholtsdal og Eiríksjökul.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Lækjarkot Rooms and Cottages with Kitchen
Lækjarkot herbergi og smáhýsi með eldhúsi er í 6 km fjarlægð norður af Borgarnesi. Bjóðum upp ábændagistingu samtal um 100 rúm. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í nágrenniLækjarkots. Göngustígar, Hamar golfvöllur er í innan við 3 km. Hestaleiga www.fjeldstedhestar.is er áÖlvaldstöðum 4 sími 437 1686 & 893 3886 - fjeldsted@emax.is. Sund í 6 km fjarlægð.  Gisting: Lækjarkot, eru herbergi (14) og smáhýsi (12) eru öll með eldhúsi.Smáhýsi: Tvö svefnherbergi, og stofa með eldhúsi, sturta og klósett. Svefnpláss fyrir allt að 6 mannsHerbergi: Sérinngangur, tvö rúm, smá eldhús, sturta og klósett.Lista vinnustofa: Ása Ólafsdóttir, myndlistakona sýnir eftir pöntunum - 699 0531- asa@asaola.isÞjónusta: Sængur, koddar og handklæði eru til staðar.     
Bjarg Borgarnes
Bjarg Borgarnes er lítið fjölskyldurekið gistihús í gömlum bóndabæ í útjaðri Borg­arness, þar hafa gömlu úti­húsin verið inn­réttuð sem gisti­hús. Gist­ing er í sér­íbúð fyrir 4 með eld­un­ar­að­stöðu og baði og í íbúð með 3 her­bergjum; tveim 2ja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, með sam­eig­in­legri eld­un­ar­að­stöðu og baðherbergjum. Einnig í 4-6 manna bústað (81m2) með tveim 2ja manna herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel útbúnu eldhúsi ásamt einstöku útsýni yfir Borgarfjörðin. Bjarg er stað­sett á kyrr­látum stað en stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi. Vel stað­sett fyrir skoð­un­ar­ferðir um Vest­ur­land.
Hótel Húsafell
Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli. Hér getur þú sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Í nágrenni Húsafells getur þú uppgötvað faldar perlur í okkar stórkostlega landslagi. 
Dalahyttur
Dalahyttur er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á gistingu í 9 tveggja mannaherbergjum. Á staðnum eru þrjú 15m2 smáhýsi. Húsin eru öll útbúin 160 cm rúmi, eldhúseiningu, baðherbergi með sturtu, WiFi og bílastæði er við hvert hús. Þrjú hús eru útbúin með tveimur 20m2 herbergjum. Sér inngangur er í hvert herbergi utan frá. Í hverju herbergi er 160 cm rúm, sófi, baðherbergi með sturtu, hægindastóll, kaffi og te aðstaða, WiFi og bílastæði fyrir hvert herbergi er við húsin. Móttaka og veitingahús eru í nýuppgerðum bragga á svæðinu. Matseðillinn er ekki stór en á honum reynum við að hafa eins mikið af heimasvæðinu og við getum. Ef þú hefur einhverja góða hugmynd að veislunni þinni, ekki hika við að spyrja okkur, við erum alltaf til í eitthvað nýtt og reynum eftir fremsta megni að koma til móts við gesti. Frá húsunumgetur þú notið útsýnis yfir fjöllin, dalinn og Hörðudalsá. Ef norðurljósin látasjá sig er tilvalið að sitja úti á verönd og njóta.   Staðsetning Dalahyttna er góð til að njóta bæði friðar og ferðalaga.Stutt er í allar áttir. Við erum í um klukkutíma akstursfjarlægð fráStykkishólmi, Borgarnesi, Hólmavík og Hvammstanga og er staðsetningin þvíþægileg til dagsferða um Snæfellsnes, Borgarfjörð, Strandir, Húnaþing ogsunnanverða Vestfirði.   Fyrir bókanir, vinsamlegast hafið samband í síma 869 8778 eða netfangið gudrun@dalahyttur.is.   
Kornmúli
Vel búið hús, öll herbergi með sér baði. Við sumarhúsið er verönd og heitur pottur, bústaðurinn rúmar allt að 6 gesti. -Fullbúið eldhús-Heitur pottur -Rúmar allt að 6 gesti-Þrjú tveggjamanna herbergi öll með baðherbergi -Eitt herbergið er með aðgengi fyrir hjólastóla -Frítt WiFi -Sjónvarp með aðgengi að sjónvarpi símans 
Grund Guesthouse
Grund er 3 km frá Grundarfirð en þar er öll þjónusta. Húsið er 150m2 á 2 hæðum. Húsið er allt nýstandsett bæði úti og inni. Fallegar gönguleiðir og margt að skoða í nágrenninu.

Aðrir (35)

Búngaló Borgartún 29 105 Reykjavík 445-4444
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Sólholt Gisting Solvellir holiday home, West Iceland 276 Mosfellsbær -
Kleif Farm Eilífsdal, Kjós 276 Mosfellsbær 847-7779
Hvalfjarðarsveit Cottage Litla-Lambhagaland 301 Akranes 841-5957
Nordic Lodges Brekka Birkihlíð 34, í landi Kalastaða 301 Akranes 897-3015
Gistiheimilið Móar Móar 301 Akranes 655-0506
Kalastaðir sumarhús Kalastaðir 301 Akranes 8401225
Böðvarsgata 3 Böðvarsgata 3 310 Borgarnes 437-1189
Klettur Brókarstígur 18 310 Borgarnes 864-8181
Bakki og Holt Helluskógur 10&7 311 Borgarnes 864-8181
Hömluholt ehf. Hömluholt 311 Borgarnes 435-6800
Bakki Helluskógur 10 311 Borgarnes 864-8181
Stafholtsey Stafholtsey 311 Borgarnes
Nes Víðines 21 311 Borgarnes 864-8181
Oddsstaðir Oddsstaðir I 311 Borgarnes 864-5713
Hreðavatn Hreðavatn 30 (F2109234) 311 Borgarnes 892-8882
Lundur Brókarstígur 17 311 Borgarnes 864-8181
Holt Helluskógur 7 311 Borgarnes 864-8181
Lundur og Klettur Brókarstígur 17 & 18 311 Borgarnes 864-8181
​Múlakot Cozy Cabins Múlabyggð 2 320 Reykholt í Borgarfirði 8961010
Brennistaðir Flókadalur 320 Reykholt í Borgarfirði 661-1700
Stundarfriður Hólar 1 340 Stykkishólmur 8642463
Vatnsás 10 Vatnsás 10 340 Stykkishólmur 8683932
Helgafell 1, Helgafell 2 og Helgafell 3 Helgafell II 340 Stykkishólmur 869-3184
Hraunháls Hraunháls 340 Stykkishólmur 897-2558
Hvítahúsið Skjöldur, Helgafellssveit 340 Stykkishólmur 893-6097
Dísarbyggð Þórdísarstaðir 350 Grundarfjörður 892-7746
Hellnafell Guesthouse Hellnafell 350 Grundarfjörður 693-0820
Hálsaból Gröf 1 350 Grundarfjörður 8476606
Upplifun undir jökli Hellnar, Kjarvalströð 3-5 356 Snæfellsbær 663-5790
Nátthagi Lýsudalur 356 Snæfellsbær 895-8987
Brimhestar Brimilsvellir 356 Snæfellsbær 436-1533
Stóra-Vatnshorn Stóra-Vatnshorn 371 Búðardalur 8940999
Ferðaþjónustan í Djúpadal Djúpidalur 381 Reykhólahreppur 434-7853