Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Einföld og ódýr gisting, sem hentar þeim sem vilja ekki eyða of miklu í
gistingu. Farfuglaheimili eru sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki sem kýs einfaldan ferðamáta.

Sjávarborg
Sjávarborg er gistihús og kaffihús við höfnina í Stykkishólmi. Herbergi eru af mismunandi stærðum, bæði 2ja manna og fjölskylduherbergi. Morgunverður í boði á kaffihúsinu en einnig hægt að nota gestaeldhús til að útbúa máltíðir. 
Dalahótel
Dalahótel er fjölskylduhótel staðsett í fallegum og rólegum dal, aðeins einum km frá þjóðvegi 60. Staðurinn er frægur frá fornöld, en þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem þú getur notið ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða við allra hæfi. Í lok dags er hægt að slaka á í Guðrúnarlaug, sem er náttúrulaug staðsett rétt ofan við hótelbygginguna, eða í heitu pottunum og sundlauginni á hótelsvæðinu.  Veitingastaður Dalahótels er opinn öllum á eftirfarandi tímum:  Morgunverður: 8:00 – 10:00.  Hádegisverður: 12:00 – 14:00.  Kvöldverður: 18:00 – 21:00.
Frystiklefinn Hostel og menningarsetur
Frystiklefinn er marg-verðlaunað menningarsetur og hostel, staðsett í uppgerðu frystihúsi í Rifi, litlu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi.  Íslensk list, menning og gestrisni einkenna Frystiklefann og fara gestir, sem leita eftir einstakri íslenskri upplifun þaðan með ógleymanlegar minningar í farteskinu.  Hjá Frystiklefanum er boðið upp á sérherbergi, dorm, tjaldsvæði og fimm íbúðir.

Aðrir (1)

Grundarfjörður HI Hostel / Farfuglaheimili Hlíðarvegur 15 350 Grundarfjörður 895-6533