Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það getur verið gagnlegt að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum.

Fosshótel Reykholt
Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði og býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og aðrar uppákomur. Fosshótel Reykholt stendur á sögulegum slóðum og er einungis í nokkurra mínútna fjarlægð frá Krauma, Deildatunguhver, Hraunfossum og Húsafelli. Á hótelinu er einnig að finna glæsilegan veitingastað. Fosshótel Reykholt býður upp á heilsulind með útipottum, slökunarherbergi, sauna, eimbaði, setustofu og búningsklefum. Sannkallaður lúxus sem býður þín eftir að hafa notið einstakrar náttúru og upplifað fossa, fjöll, hraun og skóga.  83 herbergi Morgunverður í boði Veitingastaður og bar Heilsulind og líkamsrækt Fundaraðstaða Ókeypis þráðlaust net Hleðslustöð Lokað um jólin Hluti af Íslandshotelum
Guide to Iceland
Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.   Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021. 
Iceland Exclusive Travels ehf.
Iceland Exclusive Travels Býður fólk velkomið vestur í hjarta Íslands. Við bjóðum upp á blandaðar og prívat ferðir fyrir litla hópa frá Reykjavík sem sniðnar eru að þörfum sælkera. Við heimsækjum Borgafjörð skoðum Hraunfossa og Deildartunguhver sem er aflmesti hver Evrópu. Við gistum í einstaklega fallegum burstabæ sem er staðsettur í miðju Hallmundarhrauni með útsýni til Eiríksjökuls Langjökuls og að Oki. Í boði eru sex gestaherbergi sem öll eru með sérinngangi og sér salernisaðstöðu. Gott er að dýfa sér í heita pottinn eða ylja sér við skjólgott eldstæði og njóta norðurljósa eða miðnætursólarinnar.  Í næsta nágrenni er meðal annars Húsafell, ísgöngin í Langjökli, Víðgelmir og Krauma spa. Það er hentar líka mjög vel að keyra gullhringinn á leiðinni vestur frá Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar upp á fræbæra upplifun, með því að blanda saman þægindum, afþreyingu og frábæru útsýni. Smellið hér Heart of Iceland tour fyrir frekari upplýsingar og til að bóka ferðir eða kynnið ykkur prívat ferðirnar okkar hér 2 daga ferð, 3 daga ferð, Your trip Iceland.
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.  Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.  Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli. Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins. Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni. Hellaferðir í Raufarhólshelli. Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum. Vélsleðaferðir á Langjökli. Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 
Nicetravel ehf.
Nicetravel var stofnað árið 2012 af þremur íslenskum fjölskyldum. Markmið okkar er að bjóða upp á persónulega og ánægjulega upplifun fyrir okkar gesti og til að uppfylla það eru allar okkar ferðir framkvæmdar með farþega fjölda að hámarki 19 farþega.  Við bjóðum upp á dagsferðir og fjöldaga ferðir með brottför frá Reykjavík.  Mottóið okkar er að vera NICE.
Lýsuhóll-Snæhestar
Lýsuhóll er lítið fjölskyldufyrirtæki. Boðið er upp á gistingu í huggulegum sumarbústöðum og þægilegum gistihúsum. Einnig eru veitingar í boði og ferðir á hestbak. Sumarhúsin samanstanda af svefnherbergi, setustofa, lítið eldhús, sturtu og klósett, tilvalið fyrir 2-4 manna fjölskyldu. Það eru tvö rúm í svefnherbergi og svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Úr sumarhúsum er mjög fallegt útsýni og góð verönd tilvalin til að sitja úti eða grilla. Tvö gistihús með 4 herbergjum hvert, tvö tveggja manna, eitt fjölskylduherbergi og eitt eins manns. Öll herbergin eru með vaski. Tvö stór baðherbergi með sturtu, hugguleg setustofa, eldunaraðstaða og grill er sameiginlegt. Hestaferðir í boði frá stuttum reiðtúr upp í 8 daga ferð. það er möguleiki á að ríða meðfram ströndinni eða yfir fjöllin og hraunin. Til dæmis þriggja klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni í gullnum sandi út að Búðum, þar sem selir liggja í klettunum og allt útsyni magnað.
Fosshótel Stykkishólmur
Fosshótel Stykkishólmur er með einstaklega fallegt útsýni yfir bæinn og eyjarnar í kring. Á hótelinu er að finna hlýlegt veitingahús, nýtískulegan bar og fullkominn ráðstefnusal sem tekur allt að 300 gesti. Hótelið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast um Snæfellsnesið eða sigla um eyjarnar og skoða hið einstaka dýralíf sem þar finnst. 76 herbergi Morgunmatur í boði Ókeypis þráðlaust net Fundaraðstaða Veitingastaður og bar Ókeypis bílastæði Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum
Hestaland ehf.
Vinsamlega hafið samband vegna ferða og bókana.
Crisscross Matarferðir
Crisscross sér um og skipuleggur matarferðir um Vesturland þar sem tvinnað er saman matar- og náttúruupplifun. Við ferðumst í litlum hópum og bjóðum upp á persónulega upplifun af landi, mannlífi og fjölbreyttri matarmenningu. Í ferðum okkar er farið í heimsóknir á bóndabæi, á veitingahús og til smáframleiðenda matvæla, fræðst um sögu og landnytjar og bragðað á afurðum af svæðinu. Fyrir hópa bjóðum við upp á styttri og lengri sælkeraferðir sem í samráði er hægt er að aðlaga að óskum og áhugasviði hvers hóps fyrir sig.

Aðrir (25)

TourDesk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Kraftganga Lækjargata 4 101 Reykjavík 899-8199
Pink Iceland Hverfisgata 39 101 Reykjavík 562-1919
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
Þín leið 105 Reykjavík 899-8588
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
En Route ehf. Krókháls 6 110 Reykjavík 868-2238
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Another Iceland Vindakór 10-12 203 Kópavogur 693-2150
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland Norðurvangur 44 220 Hafnarfjörður 775-0725
Hestaleigan Laxnesi Laxnes 271 Mosfellsbær 5666179
Sif Travel ehf. Esjubraut 9 300 Akranes 899-2331
Oddsstaðir Oddsstaðir I 311 Borgarnes 864-5713
Kimpfler ehf. Hrafnkelsstaðir 311 Borgarnes 896-3749
Icelandic Explorer Media ehf. Dagverðarnes 72 311 Borgarnes 892-7661
Lýsuhóll Lýsuhóll 356 Snæfellsbær 4356716
Brimhestar Brimilsvellir 356 Snæfellsbær 436-1533
Horseback Riding Iceland Gröf 356 Snæfellsbær 892 6805
Soleil de minuit Brekkugata 13 600 Akureyri 847-6389