Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Eiríksstaðir
Kíkið til okkar á 10. öldina. Setjumst við eldinn og spjöllum við sagnafólk, sem segir okkur fornar sagnir af búskap og fólki á Eiríksstöðum til forna. Það er hægt að fá að handleika verkfæri, vopn og gripi sem eru eftirgerðir af gripum landnámsaldar.  Sagnafólkið okkar hefur djúpa þekkingu á sögu bæjarins, ábúendum og á landsnámsöldinni. Leiðsagnir eru í boði allan daginn. Opið frá klukkan 10:00 til 17:00 alla daga frá 1. maí til 15. október.     
Landnámssetur Íslands
Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameinginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.
Vínlandssetrið Leifsbúð
Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni.  Opið daglega á tímabilinu maí til október.
Tröllagarðurinn í Fossatúni
Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Tónlist - Plötusafnið Í veitingahúsinu er að finna vinylplötu- (3000 plötur) og CD safn (5000 diskar) staðarhaldara, sem einnig flytur ásamt öðrum dagskrá tengda tröllasögum og tónlist, slíkt er auglýst fyrirfram. Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndu og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland. Náttúra Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið
Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl. Opnunartími: Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11-17. Í maí er opið alla daga frá kl. 13-16 Safnapassi stykkishólmsbæjar - Norska húsið og Vatnasafn Fullorðnir kr. 2.080,- Aðgangur í söfnin fæst í Norska húsinu.

Aðrir (3)

Ólafsdalur í Gilsfirði Erluhraun 4 220 Hafnarfjörður 6932915
Travel Tunes Iceland Smiðjuvellir 17 300 Akranes 623-9293
Sögufylgja Böðvarsholt 356 Snæfellsbær 867-4451