Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gisting á bóndabæ er alveg sérstök upplifun og fyrir þá sem vilja reyna
eitthvað nýtt og komast nær fólkinu í landinu er bændagisting frábær kostur.

Suður-Bár
Boðið er upp á gistingu í smáhýsum og herbergjum. Herbergi með og án baðs í uppbúnum rúmum og morgunverður í boði. Níu holu golfvöllur Grundfirðinga er á staðnum tilboð á gistingu og golfi. Fallegt útsýni út á Breiðafjörðinn og á Snæfellsnesfjallgarðinn. Stutt niður í fjöru og góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Sveitahótelið Fossatúni
Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi.  Gistiaðstaða Boðið er upp á mismunandi þrjá valkosti í innigistingu. Allir gestir hafa aðgengi að heitum pottum og eldhúsaðstöðu. Einnig er boðið upp á tjaldsvæði. Fossatún Sveitahótel Boðið er upp á gistingu í 12 x tveggja manna herbergi með sér baðherbergi.  Fossatún Gistiheimili 120 m2 hús með fjögur tveggja manna herbergjum með sameiginlegum baðherbergjum, stofu, borðstofu og eldhúsi. 42 m2 hús með tvö svefnherbergi, sameiginlegt baðherbergi og eldhúsaðstaða.  Fossatún Poddar Poddur er smáhýsi með svefnaðstöðu (camping pod). Svefnpokapláss en hægt að fá rúmfatnað sé þess óskað. Einangruð, upphituð, heilsárs hagstæð gistiaðstaða. Tjaldsvæði Nútímalegt tjaldsvæði sem hólfað er af með háum skjólbeltum. Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Einstök staðsetning og matseðill með áherslu á kaffihúsaveitingar með stíl. Í móttöku er almenn afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.  Tónlist - Plötusafnið Í veitingahúsinu er að finna vinylplötu- (3000 plötur) og CD safn (5000 diskar) staðarhaldara, sem einnig flytur ásamt öðrum dagskrá tengda tröllasögum og tónlist, slíkt er auglýst fyrirfram. Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndu og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland.  Náttúra Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.
Hótel Á
Hótel Á er staðsett milli Reykholts og Húsafells. Hótelið er byggt upp af gömlum útihúsum sem hafa verið gerð upp sem hótelgisting og veitingastaður. Alls eru 15 herbergi með sér baðherbergjum. Ókeypis þráðlaust netsamband í móttökunni og veitingasalnum en ekki á herbergjum. Á veitingastaðnum er boðið upp á gómsæta rétti á kvöldin og gestir njóta fagurs útsýnis yfir Hvítá úr borðsalnum.
Lambalækur
Lambalækur - hús byggt sem íbúðarhús að Galtarholti í Borgarbyggð árið 1894. Nú nefnt Lambalækur. Flutt í nágrenni Ensku húsanna og endurgert í upprunalegt horf samkvæmt ströngustu kröfum Húsafriðunnar Ríkisins árið 2004. Á neðri hæð hússins er forstofa, gangur, eldhús, stofa, þvottahús og geymsla, eitt tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna herbergi með sér snyrtingu. Á efri hæð er eitt þriggja manna og tvö tveggja mannaherbergi með sameiginlegri snyrtingu. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Seljaland ferðaþjónusta
Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is. Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi.  Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi.  Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu.  Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn.  Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is  
Bjarg Borgarnes
Bjarg Borgarnes er lítið fjölskyldurekið gistihús í gömlum bóndabæ í útjaðri Borg­arness, þar hafa gömlu úti­húsin verið inn­réttuð sem gisti­hús. Gist­ing er í sér­íbúð fyrir 4 með eld­un­ar­að­stöðu og baði og í íbúð með 3 her­bergjum; tveim 2ja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, með sam­eig­in­legri eld­un­ar­að­stöðu og baðherbergjum. Einnig í 4-6 manna bústað (81m2) með tveim 2ja manna herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel útbúnu eldhúsi ásamt einstöku útsýni yfir Borgarfjörðin. Bjarg er stað­sett á kyrr­látum stað en stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi. Vel stað­sett fyrir skoð­un­ar­ferðir um Vest­ur­land.
Hótel Hafnarfjall
Hótel Hafnarfjall er sveitahótel með 16 herbergjum og 5 bústöðum. Öll herbergi hafa þráðlaust netsamband.   Hótelið er staðsett undir Hafnarfjalli sunnan Borgarfjarðarbrúar andspænis Borgarnesi, rétt um 70 km. frá Reykjavík. Kyrrð, rólegheit og náttúrufegurð skipa öndvegi hjá Hótel Hafnarfjalli.
Háafell Lodge
Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél.  Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn.  Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði. 
Gistihúsið Steindórsstöðum
Gisting í eldra íbúðarhúsi á bænum sem var endurbyggt 2010 áður en gistihúsið opnaði. Gestgjafar eru Guðfinna og Þórarinn. Við höfum búið hér síðan 1988. Bjuggum með kýr lengst af en erum nú skógarbændur og eigum um 50 kindur, 4 hesta, 2 hunda og 1 kött. Rekja má búskap sömu ættar hér til 17 aldar. 
Fosshótel Hellnar
Fosshótel Hellnar er sveitahótel eins og þau gerast best. Hótelið er staðsett við rætur Snæfellsjökul en Þess má geta að Snæfellsjökull er sagður einn af 7 stærstu orkustöðvum jarðar. Svæðið í kringum Hellnar er algjör náttúruparadís og er hótelið því tilvalin upphafsstaður fyrir þá sem vilja fara í hina ýmsu leiðangra um jökulinn eða nesið. Í nokkurra kílómetra frjarlægð má finna perlur eins og Djúpalónssand, Dritvík, Arnarstapa og Snæfellsnesþjóðgarðinn. Að auki má oft á tíðum sjá háhyrninga synda undan ströndum svæðisins. 39 herbergi Morgunverður í boði Veitingastaður og bar Ókeypis þráðlaust net Fjölbreyttar gönguleiðir í kring Hleðslustöð Hlut af Íslandshotel

Aðrir (4)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Brennistaðir Flókadalur 320 Reykholt í Borgarfirði 661-1700
Stóra-Vatnshorn Stóra-Vatnshorn 371 Búðardalur 8940999
Gistihúsið á Bessastöðum Bessastaðir 531 Hvammstangi 8937981