Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Garðalundur Akranesi
Á Akranesi er að finna þrjár skemmtilegargönguleiðir um skógræktir. Ein er í Garðalundi, ein í Klapparholti og ein íSlaga. Garðalundur hefur fjölbreytta afþreyingarmöguleikar fyrir íbúa og gesti Akranes, Klapparholt er skógrækt þar sem finna má margbreytilegar tegundir gróðurs, eins og t.d. birki, reynitré og stafafura og Slagi sem er staðsett viðrætur Akrafjalls. Þar hefur veirð gróðursett síðan 1980 og er þar að finna skemmtilegar gönguleiðir auk fallegs útsýnis yfir Akranes.   Inn í Garðalundi er að finna fjölbreytta afþreyingu gesta og íbúa Akranes. Standblakvöllur, frisbeegolf völlur,æfingatæki, áningarstaðir, skáli, gönguleiðir og upplýsingaskilti. Eins er að finna salerni og sorptunnur eru víða. Blómlegt félagslíf er þar að finna fyrir gesti, sem geta notið veðurblíðunnar sem þar er að finna, en mjög skjólsamt erþar eða notið sín í þeim fjölmörgu afþreyingar möguleikum sem hægt er að finna.Inn í Klapparholti er að finna nokkur upplýsingaskilti um svæðið og hjónin Guðmund Guðjónsson og Ragnhildi Árnadótturen þau hófu ræktun og skipulag á svæðinu árið 1988. Eins er að finna „Klapparholtið“ en það stendur í miðri skógrækt. Sögur fara af því að álfakirkja og huldufólk búi í „Klapparholtskirkju“ sem stendur þar. Vinsælt er að útivistafólk nýti svæðið í göngu,hlaup eða hjólaferðir.  Inn í Slaga er að finna salerni og áningarstaði en auk þess er frábært útsýni yfir Akranes og nærsveitir.Gönguleið er úr Slaga að upphafi gönguleiðar upp Akrafjall en einnig er vinsælt að útivistafólk nýti svæðið undir göngu, hlaup eða hjólaferðir.   Svæði: Akranes.  Vegnúmer við upphafspunkt: Við Garðalund (Klapparholtsvegur) inn í Akranesi.  Erfiðleikastig: Auðveld leið. Aðgengi fyrir vagna og hjólastóla en sumstaðar er aðgengi erfitt. Vegalengd: 12.31km  Hækkun: 50-100 metra hækkun.  Merkingar á leið: Merkingar eru að finna inn í sumum skógræktarsvæðum en ekki á milli svæðana. Leiðin er að mestu mjög sýnileg.  Tímalengd: 2.23klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni.  Hindranir á leið: Engar hindranir inn í Garðalundi og Klapparholti en undirlag og þrep í Slaga.  Þjónusta á leið: Við Garðalund og inn í Slaga.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N64°19.3052 W022°02.2243. Við Garðalund.  GPS hnit endir: N64°19.9648 W021°58.8807. Við Slaga skógrækt. 
Barnaborgir gönguleið
Barnaborgarhraun er úfið apalhraun frá nútíma, víða lyngi og kjarri vaxið, runnið frá Barnaborg. Eldvarp var í miðju hrauni en Barnaborgir eru tveir hraunhólar sem standa í miðju hrauninu. Skemmtilegt útivistarsvæði þar sem gönguleið liggur um hraunið og hægt er að njóta svæðisins, kyrrðinni og fegurð Snæfellsnes og Borgarbyggðar á sama tíma. Barnaborgir eru á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar Íslands. Gönguleið um Barnaborgarhraun er greinileg en frá bílastæði eru þrep yfir girðingu en svo blasir við gestum greinilegur slóði sem leiðir gesti inn hraunið. Þegar komið er inn í hraunið taka við mjóir stígar sem geta verið hættulegir en tryggja þarf góðan skóbúnað áður en haldið er inn í hraunið. Þegar komið er að hraunhólunum tekur við smá grjótar undirlag en hægt er að ganga víða um svæðið og njóta umhverfisins, náttúru og kyrrðar sem svæðið hefur uppá að bjóða.   Staðsetning: Borgarbyggð.  Upphafspuntkur: Við þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg).  Erfiðleikastig: Létt leið.  Lengd: 2.8 kílómetrar  Hækkun: 107 metrar.  Merkingar: Nokkrar stikur og nokkrar vörður á leiðinni.  Tímalengd: 45 mínútur.  Undirlag: Smá grjót, storknað hraun, stór grjót, þúfur.  Hindranir á leið: Þrep eru víða á leiðinni.  Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta.  Lýsing: Engin lýsing.  Árstíð: Opin 12 mánuði ársins en huga þarf að aðstæðum að vetri til.  GPS hnit upphafspunktar: N64°45.3335 W022°14.9905  GPS hnit endapunktar: N64°45.3335 W022°14.9905  
Fossatún gönguleið
Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirðien þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum semstaðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún erstaðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafellliggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.    Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavíkvið veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandigistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimiliog sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er tilstaðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkumGrímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn aðBlundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarðar.  Hægt er að ganga frá þjónustuskála viðFossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þáskilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígursem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svoaftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlagá þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuðbreið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar erað finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.   Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut).  Erfiðleikastig: Auðveld.  Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km  Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu.  Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni.  Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst  Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði.  Hindranir á leið: Engar hindranir á leið.  Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfirvetrarmánuði.  GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263   GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  
Búðakirkja á Snæfellsnesi
Búðakirkja á Snæfellsnesi er lítil svört timburkirkja sem heillar marga og fólk kemur víða að úr heiminum til að innsigla þar ást sína.
Hvanneyri gönguleið
Hvanneyri er lítið, vaxandi þéttbýli í Borgarfirði, þar sem höfuðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) eru staðsett en einnig er þar að finna Landbúnaðarsafn Íslands, verslunin Ullarsel og Hvanneyrartorfan, sem eru gömlu skólahúsin á Hvanneyri. Gönguleiðin fer út að Andakílsá og í kring um Torfuna. Friðlýst svæði Umhverfisstofnunar, Ramsarsvæði sem er fuglafriðland er á Hvanneyri en það er við Andakíl. Hvanneyrartorfan er friðlýst svæði Minjastofnunar en auk þess hefur Landbúnaðarskóli Íslands séð um viðhald göngustíga á svæðinu auk sjálfboðaliða. Mikil uppbygging hefur verið í gönguleiðum og útivistarstöðum á svæðinu og hefur Hvanneyri mikið aðdráttarafl fyrir útivistarfólk.   Hvanneyri hefur upp á að bjóða sögu, náttúru og útivist. Fuglalífið á svæðinu er margbreytilegt en aðdráttarafl dýralífs hefur dregið marga ferðamenn til að koma augu á blesgæsina en verndarsvæði hennar er á Hvanneyri. Torfan dregur gesti að Hvanneyri en gömlu skólahúsin eru enn í notkun og hafa þar mismunandi hlutverk, eins og kaffihús, íþróttahús, safnahús og íbúðir fyrir kennnara Landbúnaðarháskólans.  Hvanneyrartorfan er á skrá Minjastofnunar um friðlýst hús og mannvirki en þau eru Hvanneyrarkirkja (byggt árið 1905),Skólahúsið (byggt árið 1910), Skólastjórahúsið (byggt árið 1920), Skemman (byggt árið 1896), Leikfimihúsið (byggt árið 1911), Hjartarfjós (byggt milli 1900-1901), Halldórsfjós og hlaða (byggt milli 1928-1929) og Vélahús.   Umhverfisstofnun friðlýsti Hvanneyri sem búsvæði árið 2002 en stækkaði svo svæðið árið 2011 og fékk þá nafnið Andakíll. Markmið friðlýsingar var og er að vernda þau votlendi sem þar er að finna, sem eru búsvæði fjölmargra fuglategunda.  Gönguleið byrjar við bílastæði Landbúnaðarsafns Íslands og gengið í átt að LBHÍ, á leið út að Andakílsá.Gönguleið fer inn á þjóðveg á litlum kafla en annars er gengið á malarvegi, mottum, hellulögðum stíg, trékurli og smá grjóti.    Vakin er athygli á því að frá 20.apríl til 20.júlí er varptími fugla og því er gestum á svæðinu bent á að taka sérstakt tillit til fuglalífs á verndarsvæðinu. Þá er ekki leyfilegt að vera með hunda/ketti í lausagöngu á svæðinu. Staðsetning: Hvanneyri, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Landbúnaðarsafn Íslands (Hvanneyrabraut nr. 53).  Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið  Lengd: Heildalengd 8.77km  Hækkun: 12 metrar.  Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum.  Tímalengd: 1.46 klst að ganga.  Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.   Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  Þjónusta á svæðinu: Landbúnaðarsafn Íslands, Ullarselið og LBHÍ.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins en bent er á mikilvægt er að halda sig inn á göngustígum frá 20.apríltil 20.júlí vegna fuglavarps á svæðinu.  GPS hnit upphafspunktar: N 64°33.8794 W021°45.9281   
Reykholt söguhringur
Gönguleið um Reykholt söguhring er fróðleg og skemmtileg. Mikil vinna hefur verið unnin við uppsetningu skilta og göngustíga en hægt er að ganga inn í Reykholtsskóg sem staðsettur er fyrir ofan þorpið. Alla þjónustu má finna á Snorrastofu og möguleiki er að fylgja forritinu „Snorri" þegar gengið er um svæðið en það er skemmtileg viðbót við gönguna.  Reykholt í Borgarfirði er þekktur staður fyrir ferðamenn og íbúa en þar er að finna Snorralaug, forna og friðlýsa laug sem er kennd við Snorra þó svo að sagt sé í Landnámu að laug hafi verið þar síðan frá árinu 960. Kirkjurnar á svæðinu eru tvær, sú eldri er timburkirkja sem stendur við gönguleiðina en sú nýrri var vígð árið 1996 og er hún mikið notuð, t.d. í tónleikahald en Reykholtshátíð er haldin á ári hverju. Reykholtsskógur er fyrir ofan kirkjurnar en aþr er að finna forna þjóðleið sem fer í gegnum og meðfram skóginum. Snorrastofa er svo upplýsingamiðstöð þar sem hægt er að finna leiðsögn, fyrirlestra og sýningar. Svæðið hefur því mikið upp á að bjóða, hvort sem það sé fyrir gesti sem eru í leit að náttúru eða sögu.  Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt á gönguleiðinni sem og ruslatunnur. Hægt er að kaupa aðgang að leiðsögn um svæðið. Þjónustu er að finna á Snorrastofu og Fosshótel Reykholt býður upp á gistingu, veitingar og veitir upplýsingar til gesta.  Staðsetning: Reykholt, Borgarbyggð Vegnúmer að upphafspunkti: Hálsasveitarvegur (nr. 518), Borgarbyggð Erfiðleikastig: Auðvelt Lengd: 1.64km Hækkun: 50 metra hækkun Merkingar: Engar merkingar eru á leiðinni Tímalengd: 25 mínútur Tegund jarðvegar: Litlir steinar og malbik Hindranir á leið: Engar hindranir Lýsing: Hluti leiðarinnar er upplýstur Árstíð: Gönguleiðin er opin allt árið um kring GPS hnit upphafspunktar: N64°66318 W021°292 GPS hnit endapunktar: N64°66318 W021°292
Hallgrímskirkja í Saurbæ í Hvalfirði
Staðurinn er ekki síst þekktur vegna búsetu sálmaskáldsins séra Hallgríms Péturssonar en Saurbær hefur verið prestssetur og kirkjustaður um langa hríð. Hallgrímskirkja í Reykjavík er einnig nefnd eftir honum.  
Borg á Mýrum-Einkunnir gönguleið
Borg á Mýrum er kirkjustaður vestur af Borgarnesi. Staðurinn er, samkvæmt Egils sögu Skallagrímssonar, landnámsjörð en kirkja hefur staðið þar frá árinu 1002. Borg á Mýrum er vel þekktur staður sem áfangastaður ferðamanna, hvort sem það er erlent eða innlent ferðafólk. Kirkjustaðurinn hefur tekið á móti erlendum gestum í árabil en gestir hafa þá fengið leiðsögn um svæðið og fengið að skoða kirkju undir handleiðslu prestins á Borg. Listaverkið Sonatorrek og útsýni yfir Borgarnes og Hafnarfjall blasir við gestum sem koma að kirkjunni.   Einkunnir eru 273 hektara fólkvangur sem er að finna norðan við Borgarnes. Skógrækt hefur verið þar síðan árið 1951 en innan fólkvangsins er að finn fallega tjörn, Álatjörn ásamt fjöldan af göngustígum, áningarstöðum og gullfallegri skógrækt sem gerir Einkunnir að einum af perlum Borgarbyggðar. Minjar eru á gönguleið. Hægt er að finna þær við Borg á Mýrum en einnig á gönguleið á milli Borg og Einkunna. Árið 2015 hófst skráning á minjum við gönguleið en þar er að meðal annars að finna minjar af beitarhúsi, smalahúsi, sel og fleiru. Göngufólk er beðið um að bera virðingu fyrir þeim minjum sem eru að finna.   Gönguleið er stikuð alla leið en hafa ber í huga að víða er erfið yfirferð við skurði og mýrar á leiðinni. Gönguleið ámilli Borg á Mýrum-Einkunnir hefur upp á að bjóða stórkostlegt útsýni yfir Hafnarfjall og Borgarnes ásamt því fallega lífríki sem er að finna á leiðinni.   Staðsetning: Borg á Mýrum/Einkunnir, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Bílastæði við Borg á Mýrum (þjóðvegur nr.54).  Erfiðleikastig: Létt leið.  Lengd: 5.26 km  Hækkun: 123 metrar.  Merkingar: Stikur eru alla leið.  Tímalengd: 1.30klst.  Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli, blönduðu náttúrulegu efni og grasi.  Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.   Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt við Einkannir.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði.  GPS hnit upphafspunktar: N64°33.6630 W021°54.9579 (byrjun við Borg á Mýrum).  GPS hnit endapunktar: N64°35.8993 W021°54.6785 (endir á Einkunnum). 
Svalþúfa og Þúfubjarg á Snæfellsnesi
Svalþúfa og Þúfubjarg á Snæfellsnesi er stór móbergshöfði skammt austan við Lóndranga. Framhluti höfðans heitir Þúfubjarg og í fyrndinni var talið að Kolbeinn Grímsson jöklaskáld og Kölski hefðu kveðist þar á. Svalþúfa er hins vegar grasi gróið svæði sem ekki mátti slá því hún var talin eign álfa. Bílastæði er þar sem Þúfubjargið gengur þverhnípt í sjó fram. Gönguleið er frá bílastæðinu upp á Þúfubjarg og þaðan niður af bjarginu, um hraunið fram hjá Lóndröngum. Þetta er mjög falleg gönguleið þar sem margt er að sjá og skoða. Kölski og Kolbeinn jöklaskáld Grímsson höfðu ákveðið að kveðast á, skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi, þegar brim væri mikið. Fyrri hluta næturinnar ætti Kölski að gera fyrri partana og Kolbeinn botna hjá honum og hlutverkin skyldu síðan snúast við er leið á nótt. Sá sem ekki gæti botnað hjá honum myndi steypast ofan af bjarginu og vera þaðan í frá á valdi hins.   Settust þeir út á bjargið eina nótt er tungl óð í skýjum. Fyrrihluta nætur gengur Kolbeini vel að botna vísur Kölska. Síðla nætur er, Kölski skyldi botna, gengur það allvel uns Kolbeinn tekur upp hníf úr vasa sínum, heldur honum fyrir framan glyrnurnar á Kölska svo eggin bar við tunglið og segir um leið: Horfðu í þessa egg, egg undir þetta tungl, tungl. Varð Kölska þá hreinlega orðfall því hann fann ekkert íslenskt orð sem rímaði á móti tungl og segir í vandræðum sínum: „það er ekki skáldskapur að tarna Kolbeinn.“ En Kolbeinn botnar vísuna samstundis og segir:Ég steypi þér þá með legg, legg,lið sem hrærir ungl, ungl.Er Kölski heyrir þetta, beið hann ekki boðanna, steyptist ofan af bjarginu í eina brimölduna og bauð ekki Kolbeini til að kveðast á eftir þetta.  
Laugar í Sælingsdal
Sælingsdalslaug eða Laugar eru bær í Dölum. Þar var löngum skólasetur og aðstaða til íþróttaiðkunar og hafa skólahúsin verið nýtt á ýmsa vegu, meðal annars voru þar skólabúðir um tíma. Að Laugum er 25 metra útilaug, vaðlaug, heitir pottar og gufubað sem opið er öllum.   Á Laugum er Guðrún Ósvífursdóttir, ein af aðalsöguhetjum Laxdælu, fædd og uppalin. Bærinn stendur í grösugum dal, Sælingsdal sem umlukinn er lágum fjöllum frá botni Hvammsfjarðar. Jarðhiti er á svæðinu og koma heitar uppsprettur undan fjallinu. Þar var borað eftir heitu vatni 1964-1965. Öll hús á staðnum eru hituð upp með heitu vatni.  
Viti - Öndverðarnesviti á Snæfellsnesi
Fyrsti vitinn á Öndverðanesi á Snæfellsnesi var reistur árið 1909. Hann var stólpaviti en árið 1914 var reist 2,5 metra há timburklædd járngrind með 2,4 m háu áttstrendu ljóshúsi. Steinsteyptur viti var síðan byggður að Öndverðarnesi árið 1973. Hann er ferstrendur 3,5 metra hár með 3 m háu áttstrendu ljóshúsi. Vitinn er sömu gerðar og Surtseyjarviti sem reistur var sama ár. Aðalsteinn Júlíusson verkfræðingur hannaði vitann. Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands, 2002. 
Djúpalónssandur á Snæfellsnesi
Djúpalónssandur á Snæfellsnesi er skemmtileg, bogamynduð malarvík með ýmsum furðulegum klettamyndunum. Þarna er einstaklega kraftmikill staður þar sem hraunið mætir úthafinu þar sem hægt er að fá orku, innblástur og útrás en líka kyrrð og frið.   Á árum áður var útgerð og verbúðarlíf á Djúpalónssandi og þótti mönnum þar reimt. Frá þeim tíma eru fjórir aflraunasteinar sem liggja undir kletti þegar komið er niður undir sandströndina. Þeir heita Fullsterkur 154 kg, Hálfsterkur 100 kg, Hálfdrættingur 54 kg, Amlóði 23 kg. Vinsælt er að reyna krafta sína á steinunum sem liggja undir Gatkletti.   Bannað er að vaða og synda í sjónum við Djúpalónssand en mikið dýpi og sterkir straumar gera slíkt lífshættulegt.   Frá Djúpalónssandi er um 1 km löng gönguleið yfir í Dritvík þar sem var mikil útgerð fyrrum. Dritvíkingar urðu að sækja allt vatn yfir á Djúpalónssand. Vatnsstígur þeirra lá yfir nesið Suðurbarða eða Víkurbarða.   Bílastæði og salerni eru á staðnum.  
Snorralaug
Snorralaug er forn, friðlýst laug, kennd við Snorra þótt Landnáma segi að á staðnum hafi verið laug frá árinu 960. Vatni er veitt í laugina um lokaðan stokk úr hvernum Skriflu. Við Snorralaug eru varðveitt, að hluta, hlaðin jarðgöng sem að líkindum hafa legið til bæjar Snorra og verið flóttaleið á tímum hans. Töluverður jarðhiti er í Reykholti, eins og nafnið ber með sér, sem m.a. er nýttur til húshitunar og gróðurhúsaræktunar. 
Helgafell á Snæfellsnesi
Helgafell á Snæfellsnesi er bær, fjall, og kirkjustaður með sama heiti, rétt við Stykkishólm sem vert er að heimsækja.   Fjallið Helgafell, sem er úr blágrýti, er 73m og setur mjög svip sinn á umhverfið enda stílhreint og fagurlega lagað. Af því er fagurt útsýni yfir Breiðafjörð. Þar uppi er útsýnisskífa svo auðvelt er að átta sig á nálægjum kennileitum.   Ganga er auðveld upp á Helgafell, göngustígur er stikaður og bílastæði neðan við fjallið. Þjóðtrúin segir hefja skuli sína fyrstu göngu á Helgafell frá leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur sem sagt er að sé utan kirkjugarðs með grindum umhverfis. Sé ekki litið aftur né mælt stakt orð af munni á leiðinni upp, þá geti þrjár óskir uppfyllist. Óskirnar mega einungis vera góðs hugar, engum má segja þær og biðjandi þarf að snúa í austur.   Margir aðrir nafnkunnir einstaklingar hafa setið Helgafell fyrr og síðar og þar var löngum prestssetur. Enginn prestur hefur þó setið staðinn síðan 1860.  Árið 1184 var klaustur af Ágústínusarreglu flutt frá Flatey að Helgafelli og eftir það var staðurinn mennta- og höfuðstaður bóklegrar iðju á Vesturlandi. Upp á Helgafelli er tóft, hlaðinn úr hellugrjóti, sem talin er vera rúst af kapellu munkanna. Kirkja hefur verið á Helgafelli um aldir en núverandi kirkja var reist 1903 og tekur 80 manns í sæti.  
Viti - Akranesviti
Fyrsti vísir að vita á Akranesi var ljósker á Teigakotslóð sem kveikt var á árið 1891. Árið 1918 var byggður steinsteyptur viti yst á Syðriflös á Akranesi eftir teikningu Thorvalds Krabbe verkfræðings. Ljóshúsið var smíðað úr járnplötum úr Goðafossi sem strandaði undir Straumnesfjalli árið áður. Vitinn stendur enn þó hann hafi ekki verið notaður frá 1947. Hann er er tíu metra hár og er opinn almenningi en frábært útsýni er efst úr vitanum.  Árin 1943 - 1944 var reistur nýr 19,2 metra hár viti eftir teikningu Axels Sveinssonar verkfræðings. Efst á vitanum er efnismikið steinsteypt handrið með rimlum. Hægt er að komast upp í vitann og er stórkostlegt útsýni úr honum til allra átta.  Hljómburður í Akranesvita þykir einstaklega góður og hafa verið haldnar tónlistaruppákomur þar inni en þar eru fjögur steinsteypt milligólf og stigar milli hæða. Upplýsingar fengnar úr Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.
Tröð skógrækt
Gönguleið um Tröð skógrækt er skemmtileg ogfjölbreytt. Skógræktin er falleg og góður staður til að njóta umhverfis ognjóta samveru. Göngustígur frá skógrækt er skemmtileg útivistarleið þar semhægt er nálgast tjaldsvæði, Sjóminjasafnið og nýrri byggingu ÞjóðgarðsSnæfellsjökuls.    Árið 1950 hóf Kristjón Jónsson ræktun í Tröðvið Hellisand. Fallegt svæði sem stóð í hrauninu og varð snemma vinsælt meðaláhugafólks um skóg-og trjáræktun. Árið 2002 gerði Skógrækt-oglandverndarfélagið undir Jökli samning við Snæfellsbæ um að taka að sér umsjónsvæðisins, á grundvelli sérstaks samstarfssamning. Skjólgott er í Tröðinni,kjörin staður til að njóta í fögru umhverfi og nýta þær gönguleiðir semtengjast svæðinu, að íþróttasvæði, tjaldsvæði og að Sjóminjasafninu. Tröðskógrækt er „Opinn skógur“ en hann var formlega opnaður árið 2006. Aðgengi ogaðstaða er til fyrirmyndar en inn í skóginum er að finna margar gönguleiðir,áningarstaði, upplýsingar og aðstaða til eldunar. Umhverfis skóginn ergrjóthleðslu girðing en handan girðinga er svo fleiri gönguleiðir ínærumhverfi. Snæfellssjökull skín skært frá skógræktinni og gönguleiðin umhraunið er skemmtileg upplifun.    Svæði: Snæfellsbær.   Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur(nr.574).  Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið.  Vegalengd: 2.08km  Hækkun: 0-50 metra hækkun.  Merkingar á leið: Engar merkingar á leið en leiðin er mjög greinileg.  Tímalengd: 27 mínútur.  Yfirborð leiðar: Hellulagðir stígar, smágrjót, trjákurl, hraun undirlag og gras undirlag.  Hindranir á leið: Þrep yfir grjótgarðinn frá skógræktinni en einnig eru þrep við Sjóminjasafnið.   Þjónusta á leið: Sjóminjasafnið og ný bygging svæðisgarðs Snæfellsjökuls.  Upplýst leið: Leið óupplýst.  Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N 64°54.8411 W 023°52.9142  GPS hnit endir: N 64°54.8411 W 023°52.9142 
Krosshólaborg í Dölum
Krosshólaborg í Dölum er rétt við veginn sem liggur vestur á Fellsströnd. Af borginni er gott útsýni.   Sagt er að landnámskonan Auður djúpúðga, sem nam land í Dölum, hafi farið þangað til bænahalds og var um það leyti mikil átrúnaður á klettaborginni, þar sem talið er að Auður hafi látið reisa krossa, enda kristin. Skammt þar frá eru Auðartóttir.   Kvenfélagskonur í Dölum reistu minnisvarða, steinkross um Auði djúpúðgu árið 1965 og sumarið 2008 var sett upp söguskilti á staðnum. Bílastæði eru við Krosshólaborg og einungis stuttur spölur þaðan upp á borgina sjálfa. 
Akranes gönguleið
Akranes er fjölmennasta þéttbýli Vesturlands, með um 7.688 íbúa. Fjölmargar gönguleiðir er að finna á svæðinu, með fjölbreytu undirlagi og með áhugaverðum áningarstöðum. Gönguleiðir er að finna á útjaðri bæjarins, við sjávarsíðu og inn í bænum sjálfum sem gerir gestum og íbúum Akranes kleift að upplifa mikin fjölbreytileika.    Akranes hefur margt uppá að bjóða þegar kemur af afþreyingu og upplifun en þekktustu svæðin eru Langisandur og Breiðin. Langisandur er gríðarlega vinsæll meðal íbúa Akranes en þar er að finna fjölmargar afþreyingarmöguleika, hvort það er að fara í Guðlaugu, sjósund, líkamsrækt eða að njóta strandlengjunnar og fegurðinni sem hún hefur að geyma.Breiðin er vinsæll áfangastaður ferðamanna en svæðið hefur tekið miklum framförum, með góða innviði og góða upplýsingagjöf. Akraneskaupstaður hefur gert frábæra hluti þegar kemur að aðgengi og upplýsingagjöf og er gríðarlegaáhugaverður áfangastaður að heimsækja.   Svæði: Akranes.  Vegnúmer við upphafspunkt: Kalmansbraut(nr.51), við tjaldsvæði Akranes.  Erfiðleikastig: Auðveld leið.  Vegalengd: 10.36km  Hækkun: 0-50 metra hækkun.  Merkingar á leið: Engar merkingar.  Tímalengd: 2.15klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót og malbikaður stígur.  Hindranir á leið: Engar hindranir.  Þjónusta á leið: Við tjaldsvæði Akranes og þjónustufyrirtæki á svæðinu.  Upplýst leið: Meirihluti leiðar er upplýstur en hluti sem er óupplýstur.  Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N64°19.5756 W022°04.0371 við tjaldsvæði Akranes.  GPS hnit endir: N64°18.7945 W022°02.6144 við Himnaríki. 
Einkunnir gönguleið
Í Einkunnum er að finna mjög fjölbreytt landslag, dýra-og plöntulíf. Einkunnir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2006en markmið með friðlýsingu svæðisins er að vernda það votlendi og jarðmyndanir sem almenningur getur nýtt til fræðslu, útivistar og náttúruskoðunar. Göngustígar liggja víða um svæðið og er hægt að finna erfiðar brekkur í bland við léttar leiðir á láglendi. Klettaborgirnar þrjár sem rísa upp af mýrlendinu eru vel sýnilegar í fjarska en upp af Syðri-Einkunnum er útsýnisskífa, þar sem viðsýnt er um mýrar, Borgarfjörð og Borgarfjarðadali.   Beygt er af þjóðveg nr.1 og inn á veg nr. 536/3. Vegur liggur að bílastæði við Einkunnir. Þar er að finna upplýsingaskiltium líffríki svæðisins ásamt fjölmörgum upphafsstöðum gönguleiða. Aðgengi vagna og hjólastóla er að finna á nokkrum leiðum en flestar leiðir eru mjóir og hækkanir eru víða. Tenging við gönguleið að Borg á Mýrum er að finna en einnig er útivistarsvæði inn í Einkunnum, þar sem grill, bekkir og borð eru að finna. Álatjörn ásamt fjöldan af göngustígum, áningarstöðum og gullfallegri skógrækt gerir Einkunnir að einum af perlum Borgarbyggðar.    Staðsetning: Einkunnir, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Bílastæði við skógrækt (vegur nr.536/3).  Erfiðleikastig: Auðveld leið/Létt leið.  Lengd: 5.2 km  Hækkun: 70 metrar.  Merkingar: Stikur eru að finna en sumstaðar eru engar merkingar.  Tímalengd: 1.17klst.  Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli, blönduðu náttúrulegu efni og grasi.  Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.   Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði.  GPS hnit upphafspunktar: N64°59824 W021°911   GPS hnit endapunktar: N64°59824 W021°911   
Staupasteinn í Hvalfirði
Staupasteinn í Hvalfirði er bikarlaga steinn sunnan í Skeiðhól við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð skammt frá Hvammsvík. Þar var vinsæll áningastaður ferðamanna hér áður fyrr vegna fagurs útsýnis. Steininn var friðlýstur 1974. Staupasteinn er einnig þekktur undir nöfnunum: Prestur, Steðji og Karlinn í Skeiðhóli. Vel er þess virði að stoppa við steininn og njóta fegurðar og útsýnis.   Sagnir herma að í Staupasteini búi einbúi nokkur, Staupa-Steinn en honum skaut upp kollinum í kynningarstarfi vegna Hvalfjarðarganga vorið 1997 og prýddi þá m.a. boli þátttakenda í víðavangshlaupi. Þessi geðþekki, síðhærði og skeggjaði karl er hins vegar fáum sýnilegur. Hann er kenndur við bústað sinn, Staupastein, og unir sér vel á þeim slóðum.  Erla Stefánsdóttir sjáandi staldraði oft við hjá Staupa-Steini á leið sinni fyrir Hvalfjörð og lýsti honum sem góðlyndum, gamansömum og sérlega barngóðum sem skemmti sér best þegar fjölskyldufólk staldri við nálægt Staupasteini og börn bregði á leik meðan foreldrarnir njóti útilofts og náttúrufegurðar.  
Guðrúnarlaug í Dölum
Guðrúnarlaug í Dölum er hlaðin laug um 20 kílómetra frá Búðardal, staðsett að Laugum í Sælingsdal. Hún er opin allt árið og er frítt í hana.   Í Laxdælu er sagt frá því að Guðrún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á sama stað. Í Sturlungu er einnig getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð.   Talið er að upphaflega laugin hafi eyðilagst í skriðuhlaupi en árið 2009 var hlaðin ný laug í nágrenni þess þar sem sú eldri er talin hafa verið og nefnist hún Guðrúnarlaug. Þá var einnig hlaðið blygðunarhús þar sem hafa má fataskipti.  
Barnafoss í Borgarfirði
Barnafoss í Hvítá í Borgarfirði, er sérkennilegt náttúruvætti sem liggur í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa, gegnt bænum Gilsbakka. Svæðið hefur verið friðlýst sem náttúruvætti frá 1987.  Fossinn dregur nafn sitt af tveimur börnum sem áttu, endur fyrir löngu, að hafa fallið í ána af steinboga sem lá yfir hana. Er móðir barnanna varð þess áskynja lét hún höggva steinbogann og mælti svo um að yfir fossinn skyldi enginn maður komast lífs af um aldur og ævi.   Til eru heimildir fyrir því að Barnafoss hafi áður verið nefndur Bjarnafoss og fyrsta brúin yfir fossinn var byggð árið 1891.   Við Barnafoss eru bílastæði, upplýsingaskilti og merktar gönguleiðir ásamt veitingasölu og salernum.    
Veðurhorfur -112 orð yfir vind og veðurbrigði
Á íslensku má finna yfir 130 orð yfir vind. Sólrún Halldórsdóttir listamaður hefur hér valið 112 orð með tilvísun í neyðarnúmer á Íslandi. Íslendingar eru margir hverjir háðir veðri í sínum daglegu störfum og varla líður sá dagur að veðrið berist ekki í tal manna á milli. Orðunum er raðað upp eftir vindhraða og stuðst við veðurkóda Veðurstofu Íslands, nema hér eru litatónarnir mun fleiri. Oft ræður tilfinning hvar orðið lendir, en einnig er stuðst við frásagnir eldra fólks.  Sólrún Halldórsdóttir er fædd árið 1964 og uppalin í Grundarfirði, næst yngst hjónanna Halldórs Finnssonar og Pálínu Gísladóttur. Mikið var lesið á heimilinu, móðirin rak bókabúð hér í Grundarfirði og snemma fékk Sólrún mikla ást á íslenskri tungu.  Verkið er 18 metra langt og 60 cm breitt. Efniviður er grjót, stál og harðviður. 
Stálpastaðir
Í Stálpastaðaskóg er að finna fjölmargar trjátegundir og gönguleiðir víða um skógrækt. En vinsælasti áningarstaðurinn er við steyptu fjóshlöðuna sem er að finna á Stálpastöðum. Vinsælt er að stoppa við þau bílastæði sem er að finna og ganga upp að hlöðunni, njóta útsýnis yfir Skorradalsvatnið og skrifa í gestabók inn í hlöðunni. Íbúar Skorradals og Borgarfjarðar hafa verið dugleg að setja upp ýmis konar sýningar við hlöðuna en þar má nefna ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar og fleira.   Útivistarsvæði um Stálpastaði er í miðju sumarhúsabyggð í Skorradal. Svæðið er því mikið nýtt af þeim fjölmörgu gestum og íbúum í Skorradal. Við Skorradalsvatn er að finna fjölmarga möguleika fyrir útivist og er því stór markhópur sem nýtir góðs af. Skógræktin hefur verið öflug í gegnum tíðina við það að grysja, leggja stíga og auðvelda aðgengi enþað gerir þessa gönguleið einstaka upplifun útivistarfólks, þar sem útsýni yfir Skorradalsvatn í bland við þá kyrrð sem þar er að finna, einstaka á Vesturlandi. Gönguleið um Stálpastaðaskóg er skemmtileg gönguleið sem breiður hópur gesta getur nýtt sér. Aðgengi er mjög gott, þar sem göngustígar eru breiðir en einnig eru merkingar vel sýnilegar. Svæðið í kring um hlöðuna er fallegt og hefur skógræktin og íbúar Skorradals gert mjög vel að útbúa slíkan demant.    Svæði: Skorradalur.  Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 508 (Skorradalsvegur).  Erfiðleikastig: Auðveld leið (leiðinn er samblanda af skógarvegi, fjallaleið og gamla bæ. Hafa ber í huga að vinnuvélarfara stundum um skógarveginn á virkum dögum).  Vegalengd: 1.6 km  Hækkun: 0-50 metra hækkun.  Merkingar á leið: Engar merkingar.  Tímalengd: 23 mín.  Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras.  Hindranir á leið: Engar hindranir.  Þjónusta á leið: Möguleiki er að nálgast bækling um gönguleiðir um skóginn allan.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Ferðaleið opin alla 12 mánuði ársins.  GPS hnit upphaf: N 64°31.2295 W 021°26.3108   GPS hnit endir: N 64°31.2295 W 021°26.3108   
Dagverðarnes í Dölum
Í Dagverðarnes í Dölum kom Auður djúpúðga í leit að öndvegissúlunum og snæddi þar dögurð og dregur nesið nafn sitt af þeim viðburði.   Á vinstri hönd, á leið niður á nesið, er friðlýstur grjóthringur með grjótbungu í miðju.   Talið er að kirkja hafi lengi verið í Dagverðarnesi. Núverandi kirkja var byggð árið 1934 úr viðum fyrri kirkju og er hún friðuð. Þar hefur alla jafna verið messað einu sinni ári. Úti fyrir nesinu liggur Hrappsey þar sem rekin var fyrsta veraldlega prentsmiðja landsins 
Helgafell gönguleið
Helgafell er klettafell úr blágrýti sem staðsett er rétt fyrir utan Stykkishólm. Við rætur fellsins er að finna bílastæðiásamt skiltum tengdum sögu staðarins og er öll aðkoma til fyrirmyndar. Við upphaf göngu er gengið í gegnum hlið en við tekur göngustígur sem leiðir göngufólk upp að útsýnisskífu og hlaðna tóft sem er að finna á toppi Helgafells.    Helgafell í Helgafellssveit er fornfræg jörð en hún kemur við sögu í íslendingasögunum og eru sumar hverjar taldar hafaverið skrifaðar á Helgafelli. Mikil saga fylgir því svæðinu og stórfenglegt útsýni á toppi Helgafells, þar sem sést yfir Breiðarfjörð og fjallagarð Snæfellsnes. Gömul þjóðtrú segir að þau sem ganga í fyrsta sinn á Helgafell hafi kost á þvíað bera upp þrjár óskir þegar upp á fellið er komið. Skilyrðin eru að gengið sé í þögn upp á fellið og ekki sé litið til baka. Þegar upp á fellið er komið er horft í austurátt og þrjár óskir bornar fram í huganum og engum sagðar.   Staðsetning: Helgafell, Helgafellssveit.  Upphafspuntkur: Helgafellsvegur (frá Stykkishólmsvegur nr.58)  Erfiðleikastig: Létt leið.  Lengd: 500 metrar  Hækkun: 73 metrar.  Merkingar: Engar merkingar.  Tímalengd: 10 mínútur.  Undirlag: Smá grjót, trjákurli, stóru grjóti og blönduðu náttúrulegu efni.  Hindranir á leið: Þrep eru víða á leiðinni.  Þjónusta á svæðinu: Salerni eru við bílastæði og ruslafötur.  Lýsing: Engin lýsing.  Árstíð: Opin 12 mánuði ársins en huga þarf að aðstæðum að vetri til.  GPS hnit upphafspunktar: N65°02.5055 W022°43.9716   GPS hnit endapunktar: N65°02.5055 W022°43.9716   
Hvammur í Dölum
Hvammur í Dölum/Dalabyggð er bær og kirkjustaður. Þar nam land Auður djúpúðga frá Dögurðará í utanverðri Hvammsveit til Skraumuhlaupsár í Hörðudal í kringum árið 890. Bústað sinn reisti hún í Hvammi og þar bjuggu ættingjar hennar um langan tíma. Auður var einn fárra landnámsmanna sem var kristin og Hvammur var eitt mesta höfðingjasetur í Dalasýslu til forna. Ættfaðir Sturlunga, Hvamms-Sturla Þórðarson bjó í Hvammi. Hann var afkomandi Auðar djúpúðgu og þar fæddust synir hans Þórður, Sighvatur og Snorri. Dalurinn sem Hvammur er í nefnist Skeggjadalur. Þar er einstök verður- og skjólsæld. Skeggi sá, sem dalurinn er nefndur eftir, bjó í Hvammi 
Reykholt í Borgarfirði
Reykholt í Borgarfirði er lítið þorp og einn merkasti sögustaður landsins. Líkast frægast vegna búsetu Snorra Sturlusonar. Í Reykholti er ýmislegt að skoða og uppgötva fyrir ferðalanga, hvort sem áhuginn liggur í sögu, tónlist, fornminjum, mat og drykk eða útivist.  Snorralaug er í Reykholti, forn og friðlýst laug, kennd við Snorra þótt Landnáma segi að á staðnum hafi verið laug frá árinu 960. Vatni er veitt í laugina um lokaðan stokk úr hvernum Skriflu. Töluverður jarðhiti í Reykholti, eins og nafnið ber með sér, sem m.a. er nýttur til húshitunnar og gróðurhúsaræktunar. Kirkjur hafa staðið í Reykholti frá upphafi kristni. Þar eru nú tvær kirkjur. Sú eldri er timburkirkja. Við viðgerðir á henni var tekið mið af upprunalegri gerð kirkjunnar. Kirkjan er öllum opin.   Uppbygging nýrrar kirkju, hófst 1988 og lauk með vígslu árið 1996. Kirkjan þykir afburðagóð til hljómleikahalds af ýmsum toga og er öflugt tónlistarlíf í kirkjunni, m.a. Reykholtshátíð sem haldin er í lok júlí ár hvert.   Reykholtsskógur er skemmtilegt útivistarsvæði með mörgum stígum. Í skóginum má finna ber og sveppi, fallega flóru og vísir að merktu trjásafni. Forn þjóðleið liggur meðfram og í gegnum skóginn.   Höskuldargerði, hlaðið úr grjóti og söðlabúr með torfþaki, var gert fyrir ríðandi umferð á staðinn. Tilvalið er fyrir gesti Reykholtsstaðar að ganga um skóginn og njóta kyrrðar og útvistar á sögustað.  Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra. Fosshótel er rekið í Reykholti  
Borg á Mýrum
Borg á Mýrum í Borgarfirði er landnámssetur, kirkju- og prestssetur. Bærinn stendur fyrir botni Borgarvogs og er landnámsjörð Skallagríms Kveldúlfssonar er nam Borgarfjarðarhérað. Hann var faðir Egils Skallagrímssonar og niðjar þeirra bjuggu lengi síðan á Borg.   Egill var höfuðskáld Íslendinga að fornu, einn af höfuðköppum sögualdar á Íslandi. Um hann fjallar Egils saga Skallagrímssonar. Í eldri hluta Borgarness eru götur nefndar eftir sögupersónum í Egilssögu, eins og Skallagrímsgata, Egilsgata, Kveldúlfsgata og fleiri.   Minnismerkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson var reist á Borg 1985. Það er tilvitnun í kvæði eftir Egil Skallagrímsson sem hann orti eftir lát sona sinna.   Kirkja á Borg var helguð Mikael erkiengli í kaþólskum sið. Núverandi kirkja var reist 1880. Altaristafla kirkjunnar er eftir enska málarann W.G. Collingwood sem hann málaði eftir Íslandsferð sína 1897. 
Ólafsdalur í Dölum
 Á bænum Ólafsdal í Dölum var fyrsti búnaðarskóli Íslands starfrækur, 1880-1907. Þar stofnaði Torfi Ólafsson skóla upp á eigin spýtur.   Auk skólans var einkum mikilvægt framlag hans til bættra vinnubragða og tækjabúnaðar í landbúnaði sem vert er að minnast. Ekki síst tilkoma skoskra ljáa sem hann lét gera og flutti til landsins sem breyttu mjög miklu fyrir íslenska bændur á þeim tíma.   Bærinn Ólafsdalur er í samnefndum dal sem gengur til suðurs úr innanverðum Gilsfirði. Þar stendur myndarlegt skólahús, frá 1896 og er opið gestum á sumrin.   Margar minjar eru einnig í Ólafsdal bæði um byggingar og einnig jarðrækt. Í Ólafsdal er minnisvarði af Torfa og Guðlaugu konu hans eftir Ríkharð Jónsson myndhöggvara.   Ólafsdalsfélagið vinnur að viðhaldi og endurreisn staðarins.  
Fiskibyrgi við Gufuskála á Snæfellsnesi
Fiskibyrgi, rétt við Gufuskála á Snæfellsnesi eru merkileg byrgi sem byggð voru fyrr á öldum til að geyma fisk og þurrka. Þau eru hlaðin úr grjóti úti á hrauninu sjálfu og nokkuð erfitt að greina þau frá vegi.   Um 10 mínútna ganga er frá veginum við Gufuskála (vegnúmer 574) upp að nokkuð heillegu byrgi sem má skríða inn í. Þegar inn er komið, er byrgið manngengt  Byrgin voru hlaðin upp í topp og hafa skipt hundruðum fyrr á tíð. Mörg þeirra eru enn sýnileg, enda voru Gufuskálar mikil útgerðarstöð. Talið er að byrgin geti verið um 5-700 ára gömul.  
Breiðin á Akranesi
Breiðin er syðsti hluti Akraness og þar er fagurt útsýni yfir allan Faxaflóann, sérstaklega ef farið er alla leið upp í Akranesvita, en þaðan má sjá allt frá Reykjanesskaga að Snæfellsjökli í góðu skyggni.   Á Breiðinni er að finna einn elsta steinsteypta vita landsins frá árinu 1918 ásamt yngri vita, Akranesvita, sem reistur var á árunum 1943-44. Á Breið eru líka gamlir skreiðarhjallar og greina má steinlagt stakkstæði þar sem saltfiskur var breiddur út á góðviðrisdögum áður fyrr.   Fuglalíf er mikið á þessu svæði og mikilfenglegar, brimbarðar klapparfjörur. Norðurljósadýrð getur orðið þar einstök og sólarlagið ægifagurt. Svæðið býður því upp á einstakt útsýni og litadýrð allan ársins hring.  
Höfrungur AK 91
Höfrungur AK 91 er fyrsta skipið sem smíðað var fyrir Harald Böðvarsson á Akranesi og hefur skipið stóra sögu að segja. Haraldur Böðvarsson lét smíða fyrir sig 71 brl. eikarskip með 270 ha. June Munktell vél í Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar á Akranesi 1955. Skipið hlaut nafnið Höfrungur og var síðar löngum nefnt "Höfrungur litli".  Árið 1962 var sett 300 ha. June Muntell vél í Höfrung og 1971 400 ha. Caterpillar vél -. Höfrungur var seldur Gullvík hf. í Grindavík 12. maí 1976 og fékk þá nafnið Harpa GK 111 en síðar Harpa II GK 101 og var skipið selt til Portúgar 14. október 1986, en fór þó aldrei þangað af ýmsum ástæðum.  Höfrungur var mikið happafley og alltaf aflaðist mikið á hann. hann hefur alla tíð haft sérstakan sess í hugum Skagamanna sem þekktu til sögu hans. Stundum var komist svo að orði að hann hafi fætt af sér alla Höfrungana sem á eftir komu.
Hvalfjörður
Hvalfjörður í Hvalfjarðarsveit þykir einn af fegurstu fjörðum landsins. Innst klofnar hann í tvo voga, Brynjudalsvog og Botnsvog. Fyrir botni eru Múlafjall, Hvalfell og Botnssúlur en utar Þyrill og fleiri fjöll.   Kaupskip komu í Hvalfjörð fyrr á öldum og þar voru verslunarstaðir. Áið 1402 kom Hvala-Einar Herjólfsson þar á skipi sínu og flutti með sér skæðustu drepsótt sem geisað hefur á Íslandi, svartadauða.   Á árum seinni heimstyrjaldarinnar var Hvalfjörður vettvangur mikilla umsvifa, fyrst Breta og síðan Bandaríkjamanna. Mannvirki voru reist í Hvítanesi, innarlega við fjörðinn þar sem enn sjást leifar en ekki síst í landi Litlasands og Miðsands og oft á tíðum var fjörðurinn fullur af skipum.   Bryggja var gerð undir Þyrilsklifi og eftir stríð var reist þar hvalstöð sem er hin eina á Íslandi. Enn má sjá minjar frá stríðsárunum og eru þar meðal annars braggar sem hafa verið gerðir upp.  Þjóðsagan segir að fjörðurinn beri nafni sitt af illhveli nokkru, Rauðhöfða, sem hafi haft aðsetur á Faxaflóa. Rauðhöfði var í upphafi maður er hafði svikið álfkonu og galt fyrir á þennan hátt. Eirði hann engum er náð varð til á sjónum milli Reykjaness og Akraness.   Meðal þeirra sem hann grandaði voru synir blinds prest er sat í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Sá var forn í skapi og vissi jafnlangt nefi sínu. Prestur reiddist mjög og ákveður að granda hvalnum. Hann seiðir Rauðhöfða inn fjörðinn, eftir Botnsá og að gljúfrinu. Þá urðu þrengslin svo mikil að allt skalf. Er hvalurinn ruddist áfram upp fossinn glumdi í björgum og jörðin hristist. Heitir fossinn eftir það Glymur og hæðirnar fyrir ofan hann, Skjálfandahæðir.   Prestur linnti ekki látum fyrr en hvalurinn var kominn upp í vatnið fyrir ofan fossinn. Heitir það síðan Hvalvatn, fellið þar nærri Hvalfell og fjörðurinn Hvalfjörður. En er Rauðhöfði kom í vatnið sprakk hann af áreynslunni og sagt er að það hafi fundist gríðarlega stór hvalbein sem þykja vera sögunni til staðfestingar. 
Götulistabærinn Hellissandur
Hellissandur á Snæfellsnesi á hefur á síðustu árum öðlast titilinn "höfuðstaður vegglistar" í landinu. Vegglistarverk hafa verið máluð á hús bæjarins, og þessi litríku og skrautlegu verk hafa breytt ásýnd Hellissands. Verkin eru fjölbreytt, sum þeirra eru abstrakt, önnur sýna náttúrutengda þætti sem tengjast íslenskri menningu og sögu, og enn önnur fela í sér dýralíf eða þjóðsagnaefni. Flest verkin voru gerð á vegum árlegrar vegglistarhátíðar sem staðið hefur yfir í Hellissandi síðan 2018. Fjölmargir listamenn frá Íslandi og víðar hafa tekið þátt og lagt sitt af mörkum til að breyta bænum í litríkt listagallerí undir berum himni. Þetta vegglistarátak hefur aukið vinsældir Hellissands.
Brákarey í Borgarnesi
Brákarey í Borgarnesi eru í raun tvær litlar klettaeyjar, í daglegu tali nefndar stóra og litla Brákarey. Þær liggja fyrir framan nesið, neðst í bænum.   Eyjarnar draga nafn sitt af Þorgerði brák, ambátt Skallagríms, sem reyndi að bjarga lífi sínu með því að fleygja sér til sunds í sjóinn. Kastaði Skallagrímur steini á eftir henni og komu hvorugt upp síðan, eins og segir í Egilssögu.  Brákarsund, heitir því einnig sundið milli lands og eyjar, og þar innan við er Brákarpollur sem lengi var skipalægi meðan skip voru almennt minni en síðar gerðist.   Stóra Brákarey er tengd við land með brú sem smíðuð var árið 1929. Hún var breiðasta brú landsins á sínum tíma. Í eyjunni var lengi mikið athafnalíf sem sjást merki um.   Í litlu Brákarey er mikið fuglalíf og þar hefur æðavarp verið stundað um tíma. Eyjan er friðuð yfir varptímann.   Við brúarsporðinn, landmegin, má sjá bryggju gerða úr grjóti þar sem bátar fyrri tíðar voru festir.   Af öllu svæðinu er fallegt útsýni.  
Flatey á Breiðafirði
Flatey á Breiðafirði er stærst vestureyja og hefur alltaf verið þeirra fjölmennust. Í eyjunni er hótel og veitingastaður, mikilnáttúrufegurð og friðsæld. Hafa margir haft á orði að þar sé eins og tíminn standi þar í stað.   Höfnin var skeifulaga, sjálfgerð frá náttúrunnar hendi og veitti var í flestum vindáttum og gengur ferja frá Sæferðum út í eyjuna frá Stykkishólmi.  Í Flatey er kauptún og fjöldi húsa í eyjunni sem eigendur hafa verið að gera upp. Þar var lengi verslun en árið 1777 varð þar löggildur verslunarstaður og ætíð öflugt athafnalíf.   Kirkja er í eyjunni, en einnig var þar prestssetur, hraðfrystihús, læknissetur, landsímastöð og póstafgreiðsla. Kirkjan í Flatey er sérstök að því leyti að innan dyra er hún eins og stórt listaverk sem er verk Baltasar listmálara.   Klaustur var reist í Flatey árið 1172 sem síðar var flutt að Helgafelli á Snæfellsnesi. Heita Klausturhólar þar sem klaustrið stóð og enn sér þar á stóran stein sem á að hafa staðið fyrir utan aðaldyr klaustursins.    
Beruvík gönguleið
Upphaf gönguleiðar er við bílastæði hjá Beruvík. Gönguleið liggur um rústir bæja sem voru í Beruvík og er leiðin stikuð. Sagt er að kona að nafni Bera hafi búið í Beruvík. Í Beruvík voru tvær jarðir, Garðar og Hella. Nýjabúð, Bakkabúð og Helludalur voru hjáleigur. Landið var erfitt búskapar því lítil tún og hraun gerðu bændum erfitt fyrir. Þó var skjólsamt og góð beit árið um kring. Bændur sóttu sjóinn frá Beruvík og nýttu reka. Byggð lagðist af um miðja 20 öld. Á göngu um Beruvík er farið á milli bæjarrústa en sjá má m.a. fjárbað þar sem sauðfé var baðað vegna fjárkláða, Nýjabúð rústir og ýmsar tóftir á meðan Snæfellsjökullinn gnæfir yfir gesti. Svæði: Beruvík, Snæfellsjökull þjóðgarður. Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. ) Erfiðleikastig: Auðveld leið Vegalengd: 1.17km. Hækkun: 7 metra hækkun. Merkingar á leið: Merkingar á leið. Tímalengd: 18 mínútur. Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi. Hindranir á leið: Göngustígar eru þröngir, grasstígar, og blandað yfirborð. Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið. Upplýst leið: Leið óupplýst. Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði. GPS hnit upphaf: N64°48.7933 W023°57.6929 GPS hnit endir: N64°48.7933 W023°57.6929
Bjössaróló í Borgarnesi
Bjössaróló í Borgarnesi er stundum talinn besta geymda leyndarmál Borgarness. Róluvöllurinn var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Þessi snillingur hugsaði mikið um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent eða nýttist ekki lengur.  Leiksvæðið er neðarlega í bænum og hægt að ganga þangað eftir strandlengjunni, frá Landnámssetri, eða fara niður í Englendingavík og ganga þaðan, sem er styttri leið.   Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Í Englendingavík er fjara sem einnig er upplagt er að leika sér í.  
Ingjaldshóll á Snæfellsnesi
Ingjaldshóll á Snæfellsnesi er kirkjustaður og var löngum höfuðból. Núverandi kirkja, reist 1903, er elsta steinsteypta kirkja í landinu, sumir segja í heimi.   Þingstaður Neshrepps utan Ennis var á Ingjaldshóli og þá um leið aftökustaður sakamanna. Þar bjó Ingjaldur Álfarinsson, að sögn Landnámu.   Á Ingjaldshóli hefur staðið kirkja frá 13. öld en áður var þar bænhús. Fram á síðustu öld stóð þar þriðja stærsta kirkja landsins, næst á eftir dómkirkjunum í Skálholti og Hólum. Sóknin var fjölmenn og auk þess margmenni hvaðanæva að á vertíðum. Talið er að kirkjan hafi rúmað um 400 manns.  
Bárður Snæfellsás gönguleið
Arnastapi er þekktur áfangastaður ferðamanna um Snæfellsnes og er búin að vera uppbygging á síðastliðnum árum á svæðinu. Göngustígar um svæðið eru nú sumir hverjir vel aðgengilegir og mikill fjöldi veitingastaða auk gistiaðstöðu er á svæðinu. Höfnin við Arnastapa og göngustígar á milli Arnastapa og Hellnar eru vinsælir áfanga/áningastaðir. Umhverfið í heild sinni á svæðinu er einstakt, þar sem fuglalíf, í bland við fjölbreytt landslag, gerir Arnarstapa að einum vinsælasta áfangastaðar Vesturlands. Hlaðin mynd af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson gnæfir yfir svæðinu og strandlengju Arnarstapa. Svæði: Bárður Snæfellsás, Arnarstapi. Snæfellsnes. Vegnúmer við upphafspunkt: Arnarstapavegur (nr. 5710). Erfiðleikastig: Auðveld leið. Vegalengd: 1.18km. Hækkun: 30 metra hækkun. Merkingar á leið: Engar merkingar. Tímalengd: 18 mínútur. Yfirborð leiðar: Mottur og smá grjót. Hindranir á leið: Engar hindranir. Þjónusta á leið: Salerni og möguleiki á að losa sorp á leiðinni. Upplýst leið: Leið óupplýst. Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann. GPS hnit upphaf: N64°45.9992 W023°37.7660 GPS hnit endir: N64°45.9992 W023°37.7660
Eiríksstaðir í Dölum
Á Eiríksstöðum í Dölum eru fornar rústir sem líklega eru bær Eiríks rauða Þorvaldssonar og konu hans Þjóðhildar Jörundardóttur. Rústir bæjarins eru friðlýstar fornminjar.   Á grunni rústanna á Eiríksstöðum var reistur tilgátubær sem vígður var árið 2000 í tilefni þess að 1000 ár voru liðinn frá landafundum Leifs heppna í Ameríku. Við bygginguna var lögð áhersla á að styðjast við rannsóknir á fornu verklagi eins og það hafði verið viðhaft á upprunalega bænum.   Að Eiríksstöðum er lifandi safnastarfsemi. Starfsfólk er klætt að fornum sið og fræðir gestkomandi um lífið fyrir þúsund árum, gamla verkmenningu og búskaparhætti. Jafnframt er hægt að skoða handverk, vopn og ýmsa muni frá sama tíma. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi Eiríkssyni eftir Nínu Sæmundsson.   Eiríkur rauði var gerður útlægur af Íslandi fyrir víga sakir og leitaði þá landa í vestri. Hið nýfundna land nefndi hann Grænland og flutti þangað með fjölskyldu sína árið 985 eða 986 og fjöldi fólks fylgdi honum.   Leifur fann og kannaði Vínland árið 1000, fyrstur Evrópubúa, nær 500 árum á undan Kólumbusi. Leifur heppni er því meðal merkustu landkönnuða sögunnar.  
Skallagrímsgarður í Borgarnesi
Í hjarta Borgarness er Skallagrímsgarður, skrúðgarður sem er ein af perlum bæjarins. Þar er gott að ganga um, njóta kyrrðar og fegurðar og jafnvel setjast niður og gæða sér á nesti. Skallagrímsgarður er einn merkasti sögustaður Egilssögu ekki síst fyrir haug Skallagríms, sem er í garðinum, en hann og Böðvar sonarsonur hans eru heygðir þar.   Í garðinum er lágmynd eftir Anne Marie Carl Nielsen sem sýnir Egil Skallagrímsson ríða harmþrunginn heim með Böðvar son sinn, eftir að hann drukknaði í Hvítá. Þar er einnig er stytta í gosbrunni eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal sem sýnir hafmeyju með fisk.   Skjólgott er í Skallagrímsgarði og þar hafa Borgnesingar löngum haft sín hátíðarhöld. Sem dæmi hefur hátíðardagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní tíðum farið þar fram. 
Skarð á Skarðsströnd í Dölum
 Skarð er bær og kirkjustaður á Skarðsströnd í Dölum. Hafa margar söguhetjur Íslendingasagnanna átt þar heima og afkomendur Skarðverja búið þar lengi, jafnvel alveg frá landnámi. Við Skarð er kennd Skarðsbók, sem á er rituð Jónsbók, lögbók Íslendinga frá árinu 1281.  Einn af stórbændum sem búið hafa á Skarði var Björn hirðstjóri Þorleifsson og kona hans Ólöf ríka Loftsdóttir. "Eigi skalgráta Björn bónda heldur safna liði" er haft eftir Ólöfu eftir að Englendingar höfðu vegið mann hennar árið 1467.   Lét hún drepa marga Englendinga, en aðra tók hún til fanga og hneppti í þrælkunarvinnu. Voru þeir meðal annars látnir gera steinstétt mikla úr hellum að Skarðskirkju og sjást enn merki hennar. Þau hjón voru auðugust hjón á Íslandi á sinni tíð og margir Íslendingar taldir út frá þeim komnir.  Skarðskirkja var lengi vel höfuðkirkjan í Skarðsþingum. Núverandi kirkja var endurbyggð 1914-1916. Í Skarðskirkju er margt um stórmerka gripi. Sem dæmi má nefna alabasturmyndir frá 15 öld og prédikunarstólinn sem er frá 17 öld. 
Geirshólmi í Hvalfirði
Geirshólmi er klettahólmi í innanverðum Hvalfirði, sem tilsýndar líkist fljótandi kúluhatti á sjávarfletinum.   Þar höfðust við Hólmverjar, vel á annað hundrað manns, ræningjalið undir forystu Harðar Grímkelssonar en sagt er frá þeim köppum í Harðar sögu Hólmverja.   Helga Jarlsdóttir, kona Harðar, bjargaði sér og tveimur sonum þeirra, Birni 4 ára og Grímkatli 8 ára með því að synda úr Geirshólma og í land. Heitir það nú Helgusund og Helguskor eða Helguskarð þar sem hún kleif upp fjallið Þyril.   Á Sturlungaöld settist liðsflokkur Sturlu Sighvatssonar í Geirshólma undir forystu Svarthöfða Dufgussonar og fóru þeir þaðan um sveitir með ránhendi. Geirshólmi gengur einnig undir nafninu Geirshólmur.  
Skarðsströnd í Dölum
Skarðsströnd í Dölum er strandlengja sem liggur frá Klofning og inn að Saurbæ. Á Skarðsströnd eru margir merkisstaðir sem vert er að heimsækja og skoða Upp frá ströndinni rísa snarbrattar hlíðar með hamrabrúnum og fuglabjörgum og verpa ernir þar. Fyrir utan ströndina eru hinar óteljandi eyjar, hólmar og sker Breiðafjarðar með góðum varplöndum og selalátrum víða.   Neðan við höfuðbólið Skarð er Skarðsstöð, forn höfn Skarðverja. Þar er mikið fuglalíf og menningarminjar. Skarðsstöð varð fyrstilöggilti verslunarstaður Dalasýslu árið 1884 og lengi útgerðarhöfn Dalamanna. Nokkur útgerð hefur verið þar, einkum með grásleppu en hafaraðstaða er góð í Skarðsstöð frá náttúrunnar hendi. Ýmsar hafnarbætur hafa verið gerðar síðustu áratugi. Sjóvarnagarður var byggður, smábátahöfn og flotbryggja ásamt löndunarkrana og betri aðstöðu til löndunar.   Kolanáma, surtarbrandsnáma var á Skarðsströnd í landi Tinda. Enn sjást menjar hennar. Árið 1941 var stofnað hlutafélag til að vinna kol úr landi Tinda og undirbúningur að námuvinnslu hófst árið 1942. Hlé varð á starfseminni vegna stríðsins en hófst aftur árið 1953 og árið eftir var byggð bryggja fyrir framan námuopið þar sem 100 lesta skip gátu lagst að. Vinnslan stóð einungis í tvö ár og lagðist einkum af vegna þess að surtarbrandurinn reyndist ekki nægilega orkumikill.   Félagsheimilið Röðull liggur neðan vegar við Búðardalsá. Í Röðli eru oft sýningar tengdar mannlífi og menningu Skarðsstrendinga.   Ytri-Fagridalur er innsti bær á Skarðsströnd og landnámsjörð Steinólfs hins lága. Þar yfir trónir Hafratindur, fjall Dalanna.  
Varmaland gönguleið
Varmaland er lítið þorp sem byggst hefur í kring um jarðhitasvæði í Stafholtstungum í Borgarbyggð. Byggðin er staðsett ítungunni á milli Hvítár og Norðurá en þar er starfræktur leikskóli auk sundlaugar og íþróttahús. Laugaland, sem er lítið býli á svæðinu, nýtir jarðhitasvæðið í garðyrkju en ræktaðar eru gúrkur þar allt árið í kring. Hótel Varmaland er staðsett í hjarta þorpsins og er Varmaland vinsæll staður að heimsækja og dvelja.   Varmaland í Borgarbyggð er þekktur staður fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Tjaldsvæði Varmalands hefur verið þekkt meðal innlendra ferðamanna í áraraðir en með tilkomu hótel Varmalands hefur bæst við fleiri erlendir ferðamenn á svæðið. Varmaland sést vel frá þjóðvegi nr.1 en ljósabirtan og gufan sem kemur frá svæðinu er vel sýnileg.Gönguleið um Varmaland er staðsett inn í skógrækt, á holtinu fyrir ofan Varmaland og er stórgott útsýni yfir nærliggjandi svæði þegar gengið er á holtinu. Gangan hefst við hótel Varmaland og gengið í átt að skólahúsi. Þar er göngustígur sem er vel breiður en beygt er inn í skógrækt sem er á hægri hönd en þar inni er að finna leiksvæði fyrir yngri kynslóð en einnig fjölmarga göngustíga. Fjölbreyttir göngustígar, ásamt fallegu landslagi gerir gönguleið um Varmaland mjög áhugaverða og heillandi upplifun.   Staðsetning: Varmaland, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Hótel Varmaland (Nr. 527 Varmalandsvegur).  Erfiðleikastig: Létt leið.  Lengd: Heildalengd 5.03km.  Hækkun: 75 metrar.  Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum.  Tímalengd: 1.07 klst að ganga.  Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.   Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  Þjónusta á svæðinu: Hótel Varmaland og sundlaug Varmalands.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins.  GPS hnit upphafspunktar: N64°21.2886 W021°36.6383  GPS hnit endapunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 
Hellnar á Snæfellsnesi
Hellnar á Snæfellsnesi er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem er í mestu nálægð Snæfellsjökuls og þar er einnig hótel og kaffihús. Bergrani austan við höfnina heitir Valasnös en þar er hin rómaði hellir, Baðstofa. Litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum. Fallegastur er hann talinn vera snemma morguns í sólskini á háflóði.   Ásgrímsbrunnur á Hellnum er kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829). Hann hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður verið vatn.  Á Hellnum var um langa hríð sjávarpláss með miklu útræði og um aldir ein af stærstu verstöðvunum á Snæfellsnesi. Allgott lægi er fyrir smábáta á víkinni fram af byggðinni og þar hafa verið gerðar nokkrar lendingarbætur.   Kirkja var sett á staðinn um 1880 og núverandi kirkja var vígð árið 1945 sem er útkirkja frá Staðarstað og hefur verið svo frá 1917.    
Búðir-Búðaklettur-Frambúðir
Búðir er staðsett vestast í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Á Búðum var eitt sinn virkasti verslunastaður Snæfellsnes ogblómlegt sjávarþorp en fornleifa sem fundist hafa, t.d. á Frambúðum, benda til að starfsemi allt frá fyrstu landnámi Íslands. Víðáttumikið hraun Búðahrauns nær austur í átt að sjó við Faxaflóa og vestur að Hraunlandsrifi.   Gönguleið um Búðir-Frambúðir og Búðaklett er fjölbreytt náttúru upplifun. Náttúra svæðisins, í bland við þá sögu og minjar sem eru fyrir, gerir gönguleið um Búðir-Búðaklett og Frambúðir að einstakri upplifun. Merkingar á svæðinu eru til fyrirmyndar, þar sem stikur og vegvísar eru mjög greinilegir. Gönguleið frá Frambúðum og að Búðakirkju er nokkuðógreinileg og sumstaðar engar merkingar um hvar væri best að ganga en einungis er um að ræða stutta leið. Búðahraun er á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar yfir friðlönd á Íslandi en Búðir er einn af vinsælustu áfangastöðumVesturlands. Hótel Búðir er vinsæll kostur þegar kemur að gistingu og veitingum, kirkjan á Búðum er gríðarlega vinsæl fyrir brúðkaup og er sú þekktasta kirkja á Vesturlandi. Svæðið í kring um Búðir er mjög vinsælt útivistarsvæði, með ljósum strandlengjum í bland við svarta strandlengju og gullfallega náttúru þar sem Snæfellsjökullinn gnæfir yfir svæðið.   Svæði: Snæfellsbær  Vegnúmer við upphafspunkt: Beygt er af þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og inn á veg nr. 574 (Útnesvegur) og er þar afleggjari inn á Búðir (Búðavegur).  Erfiðleikastig: Létt leið. Einfaldar skemmtigöngur sem breiður hópur notenda getur nýtt sér.   Vegalengd: 6.8km  Hækkun: 88 metra hækkun (Búðaklettur).  Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið.  Tímalengd: 1.4 klst  Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras, hraun og blönduðu náttúrulegu efni.  Hindranir á leið: Þrep eru á leiðinni.  Þjónusta á leið: Þjónusta er á hótel Búðum.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuðiársins.   GPS hnit upphaf: N64°49.3046 W022°23.0755   GPS hnit endir: N64°49.3046 W022°23.0755   
Fellsströnd í Dölum
Fellsströnd í Dölum er strandlengjan út með Hvammsfirði sem endar við Klofning. Þar fyrir utan er fjöldi eyja og skerja og eru margar eyjarnar kunnar úr sögunni. Þéttbýlt var áður á Fellsströnd.   Staðafell er fornt höfuðból og kirkjustaður á Fellsströnd. Þar var rekin húsmæðraskóli 1927-1976, meðferðarheimili SÁÁ frá 1980-2018 og þar er félagsheimili Fellsstrendinga. Einn af fyrstu kunnum ábúendum á Staðarfelli var Þórður Gilsson, faðir Hvamms-Sturlu sem Sturlungar eru komnir út frá. Núverandi kirkja á staðnum er úr timbri og var vígð árið 1891.  Við þjóðveginn er minnisvarði um Bjarna Jónsson sem kenndi sig við bæinn Vog. Meðal almennings er hann ef til vill þekktastur fyrir það að hollenskir vindlar voru kenndir við hann og stóð á vindlakassanum Bjarni fá Vogi.   Í Dagverðarnesi næddi Auður Djúpúðga dögurð er hún kom þar við í leitinni að öndvegissúlunum sínum. Á vinstri hönd á leið niður á nesið, er grjóthringur með grjótbungu í miðju. Þetta er friðlýst.   Talið er að kirkja hafi lengi verið í Dagverðarnesi og núverandi kirkja var byggð árið 1934 úr viðum fyrri kirkju og er hún friðuð. Þar er alla jafna messað einu sinni ári. Úti fyrir nesinu liggur Hrappsey þar sem rekin var fyrsta veraldlega prentsmiðja landsins.  
Arnarstapi
Arnarstapi á Snæfellsnesi er vinsæll ferðamannastaður fyrir alla fjölskylduna. Þar eru góðar gönguleiðir, hótel, tjaldsvæði, gistihús og veitingastaðir. Frá Arnarstapa er einnig boðið upp á ferðir á Snæfellsjökul. Stapafell er þar fyrir ofan. Arnarstapi er úr alfaraleið og mikilvægt er að hafa samband við þjónustuaðila ef koma á með hópa inn á svæðið sem nýta sér þjónustuna sem þar er í boði. Ströndin við Arnarstapa er ákaflega fögur og sérkennileg, einkennilega mótuð af briminu. Gönguleiðin milli Arnarstapa og Hellna er einstaklega skemmtileg og að hluta til gömul reiðgata. Hún er við allra hæfi og er ströndin er friðlýst.   Arnarstapi var áður fyrr kaupstaður, sjávarpláss með miklu útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli.   Smábátahöfnin var endurbætt árið 2002 og er í dag eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þangað koma menn af ýmsum stöðum á landinu og gera út dagróðrabáta yfir sumartímann.   Arnarstapa er getið í Bárðar-sögu Snæfellsáss og þar er steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara sem setur mikinn svip á svæðið.       
Malarrifsviti á Snæfellsnesi
Yst á Malarrifi á Snæfellsnesi var árið 1917 reistur 20 m hár járngrindarviti, nálægt Lóndröngum. Árið 1946 var byggður nýr steinsteyptur viti í stað járngrindarvitans. Hann er 20,2 m hár sívalur turn. Fjórir stoðveggir eru upp með turninum.  Í vitanum eru fimm steinsteypt milligólf með tréstiga milli hæða. Ágúst Pálsson arkitekt hannaði vitann. Íbúðarhús fyrir vitavörð var reist við Malarrifsvita árið 1948 en Starfsmannafélag Siglingastofnunar Íslands fékk húsið til afnota árið 1999. Malarrifsviti var friðaður árið 2003 ásamt sex öðrum vitum þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti viti landsins var reistur. Upplýsingar eru meðal annars fengnar úr Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.
Eiríksstaðir gönguleið
Á Eiríksstöðum í Dölum eru fornar rústir sem líklega eru bær Eiríks rauða Þorvaldssonar og konu hans Þjóðhildar Jörundardóttur. Rústir bæjarins eru friðlýstar fornminjar.  Skammt vestan við rústirnar á Eiríksstöðum var restur tilgátubær sem vígður var árið 2000 í tilefni þess að 1000 ár voru liðin frá landafundum Leifs heppna í Ameríku.  Að Eiríksstöðum er lifandi safnastarfsemi. Starfsfólk er klætt að fornum sið og fræðir gestkomandi um lífið fyrir þúsund árum, gamla verkmenningu og búskaparhætti. Jafnframt er hægt að skoða handverk, vopn og ýmsa muni frá sama tíma. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi Eiríkssyni eftir Nínu Sæmundsson.  Keyrður er vegur nr. 60 (Vestfjarðarvegur) en beygt inn á veg nr. 586 (Haukadalsveg) og keyrt inn að bílastæði við Eiríksstaði. Bílastæði er veglegt og er þar að finna þjónustuskála ásamt salerni og upplýsingaskiltum. Gönguleiðir liggja að tilgátuhúsi en einnig að minjum á svæðinu. Gönguleið er að hluta með malarundirlagi og hluta með gangstéttarhellum.  Staðsetning: Dalabyggð Vegnúmer við upphafspunkt: Nr. 586 (Haukadalsvegur) Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið Lengd: 0.6 km. Hækkun: 29 metrar Merkingar: Engar merkingar en leiðir eru greinilegar, nema ef mikill snjór er á svæðinu Tímalengd: 13 mínútur að ganga Undirlag: Smáum steinum, steyptum gangstéttarhellum og flötum steinum Hindranir á leið: Engar hindranir Þjónusta á svæðinu: Salerni, sorplosun og möguleiki á að kaupa leiðsögn í tilgátuhúsi á opnunartíma Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir. vetrarmánuði GPS hnit upphafs- og endapunktar: N 65°03.5023 W 021°32.1731