Malarrifsviti á Snæfellsnesi
Yst á Malarrifi á Snæfellsnesi var árið 1917 reistur 20 m hár járngrindarviti, nálægt Lóndröngum.
Árið 1946 var byggður nýr steinsteyptur viti í stað járngrindarvitans. Hann er 20,2 m hár sívalur turn. Fjórir stoðveggir eru upp með turninum. Í vitanum eru fimm steinsteypt milligólf með tréstiga milli hæða. Ágúst Pálsson arkitekt hannaði vitann.
Íbúðarhús fyrir vitavörð var reist við Malarrifsvita árið 1948 en Starfsmannafélag Siglingastofnunar Íslands fékk húsið til afnota árið 1999.
Malarrifsviti var friðaður árið 2003 ásamt sex öðrum vitum þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti viti landsins var reistur.
Upplýsingar eru meðal annars fengnar úr Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.