Urmull veitingastaða er um allt Vesturland í öllum verð- og gæðaflokkum og því af nógu að taka fyrir alla. Hvort sem fólk hefur áhuga á heilsufæði eða einhverju minna heilsusamlegu, erlendri eða innlendri matargerð, ætti að vera hægur leikur að finna eitthvað gómsætt.
Hjá Góðu Fólki
Hjá Góðu fólki er lítið kaffi- og listahús. Við vinnum með hráefni úr héraði og salat, jurtir og blóm úr gróðurhúsum hjá Ræktunarstöðinni Lágafelli. Þar er vistvæn ræktun á salati og jurtum og jarðvarmi frá svæðinu nýttur til að hita upp gróðurhúsin. Við höfum lagt mikla vinnu í að gera húsið okkar hlýlegt og tökum vel á móti öllum sem koma til okkar með úrvals kaffi og heimagerðum mat og bakkelsi.
View
Hlaðan Restaurant Miðhrauni
Veitingahúsið Hlaðan er opin frá maí til enda október en hægt er að óska eftir sér opnun fyrir stærri hópa hvenær sem er ársins.
Hlaðan hentar einnig fyrir hina ýmsu viðburði eins og brúðkaup, árshátíðir, kóramót, ættarmót, námskeið, ráðstefnur og margt fleira. Hlaðan getur tekið við stórum hópum í mat og boðið upp á ýmsa möguleika á hlaðborðum sem sérsniðin eru eftir hverjum hóp fyrir sig.
Í nóvember og desember bjóðum við upp á jólahlaðborð.
Sjá opnunartíma, matseðla og upplýsingar um viðburði inn á heimasíðu okkar.
View
Rock´n´Troll Kaffi
Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.
Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Veitingaaðstaðan okkar er staður til að slaka á og njóta nálægðar náttúrunnar og útsýnisins og hlusta á tónlist. Gestir geta valið plötu úr vinyl safninu sem inniheldur meira en 3.000 plötur og 5.000 geisladiska. Starfsfólk okkar mun með glöðu geði spila plöturnar í heilu en ekki einstök óskalög.
Yfir daginn bjóðum við upp á kaffiveitingar og hádegisverð og léttan kvöldverð mánudaga-miðvikudaga. Fimmtudaga til sunnudaga bjóðum við upp á fjölbreyttan og góðan kvöldverðarmatseðil. Ef hópur gesta er fleiri en 6 persónur, þarf að panta mat fyrirfram, annaðhvort af hópmatseðli eða hámark 3 rétti af kvöldverðarseðli.
Vinylplötu- og geisladiskasafnið er í eigu Steinars Berg, gestgjafa Fossatúns, en lífshlaup hans hefur alltaf verið tengt tónlist. Hann starfaði í íslensku tónlistarlífi í 30 ár og átti Steina hf. leiðandi tónlistarfyrirtæki á Íslandi og gaf út tónlist með mörgum besta, skemmtilegasta og áhugaverðasta tónlistarfólki Íslandssögunnar. Einstök staðsetning veitingahússins býður upp á náttúrunálægð og útsýni sem á sér ekki sinn líka.
Góður matur, einstakt útsýni og tónlista sem þú elskar. þess virði að stoppa!
View
Seljaland veitingahús
Við í Seljalandi erum með lítinn veitingastað sem tekur 20-25 manns í sæti. Þessi veitingastaður er ekki opinn sem a la carte staður heldur þarf að panta með fyrirvara. Sá háttur er á að fólk sem ætlar að koma í mat í Seljalandi hefur samband og fær sendan matseðil og gengur frá pöntun í framhaldinu.
Seinni partinn í nóvember og byrjun desember bjóðum við upp á jólahlaðborð fyrir litla hópa um helgar. Á þorranum höfum við verið með þorramat fyrir litla hópa.
Það er gistiaðstaða fyrir 10 manns hér í Seljalandi yfir vetrarmánuðina og svo erum við með 113 fermetra hús Kornmúla hér rétt hjá með gistiaðstöðu fyrir 6 manns.
Veitingastaðurinn í Seljalandi er með vínveitingaleyfi og þar er starfandi matreiðslumeistari.
View
Stormur Bistro
Stormur býður upp á létta rétti sem eru innblásnir af náttúrunni í kringum Hvammsvík, réttir sem fullkomna heimsókn í sjóböðin í Hvammsvík. Sjávarréttasúpan er löngu orðin heimsfræg en einnig eru í boði veglegar smurbrauðssamlokur, hlaðnar af góðgæti, kaldir drykkir og kökur.
Njóttu þess besta sem Hvalfjörðurinn hefur upp á að bjóða, sjávarsýn sem er römmuð inn af fjöllunum í kringum fjörðinn.
View
Langaholt
Á Langaholti er rekinn metnaðarfullur veitingastaður sem er öllum opinn. Fyrirfram valinn matseðill eða sértækar lausnir í boði fyrir hópa eftir samkomulagi. Erum opin fyrir séróskum og óhefðbundnum útfærslum.
Við leggjum aðaláherslu á sjávarfang af Snæfellsnesi og erum stolt af þeim fjölda rétta sem við fullvinnum í eldhúsi okkar og þeim kræsingum sem fást af nægtarborði náttúrunnar á hverjum tíma.
Veitingasalurinn tekur 60 manns í sæti, einnig er lítill hliðarsalur með kaffiborðum og sæti fyrir um 20 manns.
A.T.H.: Við viljum gjarnan fá upplýsingar varðandi grænmetisfæði eða fæðuofnæmi við komu eða áður en pantað er.
Í eldhúsinu bökum við öll okkar brauð, gerum okkar eigin sultur og marmelaði og megnið af álegginu á morgunverðarborðinu er heimagert. Sama má segja um súpur, sósur og eftirrétti. Veitingastaðurinn hefur náð að marka sér nokkra sérstöðu með skemmtilegri nálgun á staðbundið hráefni og hefur þeirri viðleitni verið vel tekið meðal gesta.
Morgunverðarhlaðborðið er opið milli kl. 8:00 og 10:00.
Ef sér óskir eru um morgunmat fyrir kl. 8:00 vinsamlegast hafið samband við starfsmann í afgreiðslu.
Við bjóðum uppá kvöldverðarhlaðborð daglega frá 19:00-20:30.
Sérgrein okkar er sjávarfang. Við njótum þess hvað byggðin undir jökli á gjöful fiskimið svo nálægt landi og fáum við allan okkar fisk beint frá vinum okkar á fiskmarkaðnum eða við skipshlið.
Fisktegundir í boði ákvarðast af því hvaða afli berst að landi á Snæfellsnesi hverju sinni.
View
Húsafell Bistró
Húsafell Bistro er staðsett milli hrauns og jökla og er opið daglega árið um kring. Ýmsir girnilegir réttir eru á boðstólum.
Í júní, júlí og ágúst er opið frá kl. 11:30 til 17:00 og 18:00-21:00. Við bjóðum upp á hádegisverðarhlaðborð sem er tilvalið fyrir dagsferðalanginn sem er að fara í skoðunarferðir.
Verslunin í húsnæði Húsafells Bistró er opin frá kl 11:30 til kl. 21:00 í júní, júlí og ágúst, en yfir vetrartímann, á laugardögum frá kl 11:30-17:00.
View
Englendingavík
Á fallegum stað í eldri bæjarhluta Borgarness liggur friðsæl og falleg vík sem heitir Englendingavík. Þar ríkir ró og friður sem eingöngu er rofinn af fuglasöng og sjávarnið. Í gömlu kaupfélagshúsunum í víkinni var stunduð verslun til fjölda ára en nú hýsa þau veitingastaðinn og gistiaðstöðuna Englendingavík ásamt Leikfangasafni Soffíu .
Veitingahúsið Englendingavík
Í veitingahúsinu Englendingavík er lagt upp með afslappað og notalegt andrúmsloft í anda gömlu húsanna í víkinni. Boðinn er fjölbreyttur matseðill með áherslu á fisk og lamb. Í sumar er opið frá 13:00-21:00 alla daga.
Sjálfsagt er að taka á móti hópum alla daga.
Úr veitingahúsinu er afar fallegt útsýni út á sjóinn og nærliggjandi eyjar og sker sem iða af fuglalífi og gaman er að fylgjast með flóði og fjöru úr veitingasalnum. Einnig er pallur fyrir sunnan húsið, þar sem lognið dvelur þegar norðan- og norðaustan áttir ríkja. Þar er notalegt að sitja í sólinni og njóta matar og drykkjar í góðum félagsskap.
Gistihúsið SjávarborgVið víkina stendur einnig heimagistingin Sjávarborg, í bárujárnsklæddu húsi sem byggt var 1890 og stendur alveg við sjávarsíðuna. Sjávarborg býður uppá heimilislega gistingu, þar sem hægt er að velja á milli fjögurra manna fjölskylduherbergis og fjögurra tveggja manna herbergja, allt í uppábúnum rúmum með sameiginlegu baðherbergi.
Andrúmsloftið er afslappað á Sjávarborg, aðgangur að eldhúsi og setustofu og auðvitað þráðlausri nettengingu. Við viljum benda gestum okkar góðfúslega á að Sjávarborg er gamalt hús með sál, brakandi gólfum og því nokkuð hljóðbært ef margir eru á ferli á sama tíma. Þetta hefur þó sannarlega ekki komið í veg fyrir góða hvíld og nætursvefn gesta og efumst við ekki um að gestir okkar eigi hjá okkur notalega stund.
Við hlökkum til að sjá ykkur og munum taka vel á móti ykkur, hvort sem um er að ræða einstaklinga, fjölskyldur eða minni og stærri hópa.
View
Hraunfossar Restaurant
Veitingastaður, kaffihús og minjagripaverslun við Hraunfossa býður ferðafólk velkomið.
Bjóðum upp á hlaðborð með fjölbreyttu úrvali rétta, kaffi, kökur, ís, heita og kalda drykki.
Minjagripir og listmunir til sölu.
Veitum upplýsingar um svæðið og nágrennið.
Stór og góð verönd þar sem gestir geta notið veitinga og náttúrunnar.
Seljum veiðileyfi á Arnarvatnsheiði.
View
Narfeyrarstofa
Veitingahúsið Narfeyrarstofa er opið allan ársins hring. Matseðillinn er metnaðarfullur borinn upp af staðbundnu hráefni auk þess sem úrval hamborgara er einnig á seðlinum.
Kíktu á heimasíða Narfeyrarstofu til að skoða opnunartímar.
View
Hótel Húsafell
Hótel Húsafell býður upp á einn aðal veitingastað, með möguleika á að bóka sér sali fyrir hópa sem vilja borða útaf fyrir sig, en einnig fyrir fundi, fyrirlestra eða námskeið. Við erum líka með Bistró, sem er opið frá vori, fram á haust, sem einnig er hægt að bóka fyrir sér hópa og viðburði.
Undanfarin ár hefur veitingastaðurinn á Húsafelli haft mikinn áhuga á að læra og vaxa með því að nota íslenskar og lífrænar vörur á frekar óvenjulegan hátt og til þess að kynna gestum okkar einstaka matarupplifun, sem er undir sterkum áhrifum frá Asískri matarmenningu. Áhersla okkar á rætur sínar að rekja til könnunar á náttúruheiminum, sem hófst með þeirri einföldu ósk um að enduruppgötva villt staðbundið hráefni, með því að leita fæðunnar í sjálfri náttúrunni.
View
Vogur Country Lodge
Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum með baði og svítur, notalegan matsal og setustofu, heitan pott og sauna.
Mikið úrval gönguleiða, einstæð náttúrufegurð og vagga sagnanna.
View
Vínlandssetrið Leifsbúð
Hjá okkur færðu úrvals kaffi og aðra drykki, bakkelsi bakkað á staðnum, ásamt matarmiklum súpum og öðrum léttum réttum. Notalegt umhverfi við höfnina í Búðardal.
View
Arnarbær Restaurant
Arnarbær bíður ljúffengan mat í frábæru andrúmslofti. Veitingastaðurinn er opinn frá 08:00 til 24:00 yfir sumartímann, júní - ágúst.
Arnarbær er við hliðina á tjaldsvæðinu á Arnarstapa. Þar er tekið á móti greiðslu fyrir tjaldsvæðið.
View
Gilbakki Kaffihús
Gilbakki er krúttlegt kaffihús í einu fallegasta húsinu á Hellissandi. Á Gilbakka er boðið uppá fiskisúpu með glænýjum fiski úr Breiðafirði og brauð, gæða kaffi frá Kaffitári og heimabakaðar hnallþórur að snæfellskum sið.
Opið er alla daga frá 1. júní 11:00-17:00
View
Galito
Galito Restaurant leggur áherslu á úrvals matargerð við allra hæfi og góða þjónustu í notalegu umhverfi.
Opið mánudaga-fimmtudaga frá 11:30-21:00, föstudaga frá 11:30-22:00, laugardaga frá 12:00-22:00 og sunnudaga frá 17:00-21:00.
View
Mural Restaurant & Bar
Mural Restaurant & Bar er staðsettur á Adventure Hotel Hellissandi. Þar er boðið upp á fjölbreyttan mat og frábæra þjónustu. Veitingastaðurinn er opinn frá 17:00-22:00 alla daga og er opinn allt árið. Einnig er boðið upp á morgunverðarhlaðborð frá 07:00 alla morgna. Barnvænn veitingastaður með barnamatseðil og leiksvæði fyrir börn.
Hér má sjá matseðilinn
Hægt að bóka borð í síma 770 3666 eða senda tölvupóst á hellissandur@adventures.com
View
Snjófell Restaurant
Snjófell er nútímalegur veitingastaður þar sem áhersla er lögð á mat úr heimabyggð. Snjófell bíður upp á gómsætan mat úr besta hráefni úr héraði.
Snjófell tekur allt að 100 manns í sæti og er opinn frá kl. 10:00 til 22:00.
View
Sjávarpakkhúsið
Sjarmerandi veitingastaður á besta stað í Stykkishólmi.
Sjávarpakkhúsið hefur hlotið umhverfisvottun Svansins sem er opinbert norrænt umhverfismerkiVið leggjum áherslu á staðbundin hráefni og sjálfbærni og gerum ávallt okkar besta í að framreiða hágæða mat með eins litlum áhrifum á umhverfið og mögulegt er. Við erum afar stolt af að vinna náið með sjómönnum, bændum og matvælaframleiðendum í nágrenni við okkur sem sjá okkur fyrir besta hráefni sem völ er á. Við veljum hráefni og þjónustu úr nærumhverfinu, höldum matarsóun í lágmarki, leggjum áherslu á að minnka orkunotkun, efnanotkun og úrgang.
View
Krauma veitingastaður
Veitingastaðurinn rúmar 70 manns í sæti og annað eins á útisvæði. Lögð er áhersla á ferskt hráefni úr héraði. Boðið er upp á létta rétti ásamt kaffi og meðlæti.
Sjá matseðilinn hér.
View
Stapinn
Stapinn er best staðsetti veitingastaðurinn á Snæfellsnesi, stutt á Snæfellsjökul, flott gönguleið að Hellnum og ótrúlegar gönguleiðir um Snæfellsnes.
View
EfraNes
Á Efra Nesi er frábær aðstaða fyrir hverskyns viðburði, stóra sem smáa. Auðvelt er að aðlaga salina að hverjum viðburði fyrir sig hvort sem um er að ræða brúðkaup, veislur, fundi eða námskeið.
View
Landnámssetur Íslands
Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameinginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.
View
Bara Ölstofa Lýðveldisins
Ölstofan er lítil, fjölskyldurekin, fjölskylduvæn matkrá í Borgarnesi. Við sérhæfum okkur í íslenskum handverksbjórum og matargerð með mikilli ást, ásamt viðburðum og afþreyingu.
View
Sker Restaurant
Sker Restaurant er veitingastaður í hjarta Ólafsvíkur á Snæfellsnesi, veitingastaðurinn er huggulega innréttaður og með mögnuðu útsýni.
Sker er með fjölbreyttan matseðil og aðeins er unnið úr bestu hráefnum hverju sinni.
Fjöldi sæta í sal er 80.
View
Dalahótel
Dalahótel er fjölskylduhótel staðsett í fallegum og rólegum dal, aðeins einum km frá þjóðvegi 60. Staðurinn er frægur frá fornöld, en þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem þú getur notið ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða við allra hæfi. Í lok dags er hægt að slaka á í Guðrúnarlaug, sem er náttúrulaug staðsett rétt ofan við hótelbygginguna, eða í heitu pottunum og sundlauginni á hótelsvæðinu.
Veitingastaður Dalahótels er opinn öllum á eftirfarandi tímum:
Morgunverður: 8:00 – 10:00.
Hádegisverður: 12:00 – 14:00.
Kvöldverður: 18:00 – 21:00.
View
Bjargarsteinn Mathús
Bjargarsteinn er huggulegt, hæglætis-mathús. Mat- og drykkjarseðlar breytast örlítið eftir árstíðum og kenjum vertanna en áhersla er lögð á matreiðslu frá grunni. Leitast er eftir að vinna með hráefni úr héraði og skemmtilega nýsköpun.
Matreiðslumenn hússins eru Gunnar Garðarsson og Miroslav Honek.
View
Aðrir (12)
Gamla Kaupfélagið ehf | Kirkjubraut 11 | 300 Akranes | 4314343 |
Flamingo Kebab | Stillholt 23 | 300 Akranes | 7781247 |
La Colina - Pizzeria | Hrafnaklettur 1b | 310 Borgarnes | 4370110 |
Hvanneyri Pub | Hvanneyrartorfa | 311 Borgarnes | 821-3538 |
Grillhúsið | Brúartorg 6 | 311 Borgarnes | 534-4302 |
Munaðarnes Restaurant | Munaðarnes | 311 Borgarnes | 7768008 |
Brúarás - Geo Center | Stóri-Ás | 320 Reykholt í Borgarfirði | 435-1270 |
Bjarnarhöfn Bistro | Bjarnarhöfn, Helgafellssveit | 340 Stykkishólmur | 438-1581 |
Skúrinn | Þvervegur 2 | 340 Stykkishólmur | 544-4004 |
Kaffi 59 | Grundargata 59 | 350 Grundarfjörður | 4386959 |
Reks bistro | Grundabraut 2 | 355 Ólafsvík | 436-6625 |
Fjöruhúsið | Hellnar | 356 Snæfellsbær | 435-6844 |