Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Ísland er ríkt af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land. Í mörgum þeirra er hægt að baða sig í en aðrar eru ýmist of heitar eða friðaðar.  

Deildartunguhver
Deildartunguhver í Borgarfirði er vatnsmesti hver í Evrópu. Hitastig vatnsins er 100° og úr hvernum koma um 180lítrar af heitu vatni á sekúndu.   Frá Deildartunguhver, sem er friðaður, liggur ein lengsta jarðahitavatnslögn í heimi um 64 kílómetra leið til Akranes. Hitaveita var stofnuð árið 1979 um notkun á vatninu sem hitar upp hús frá Borgarfirði að Akranesi.   Hverinn er hluti af langstærsta jarðhitakerfi Borgarfjarðar, sem kennt er við Reykholtsdal, sem er það öflugasta á Íslandi, ef litið er til náttúrlegs yfirborðsjarðhita, og kemur nær helmingur þess vatnsrennslis er úr hvernum.   Afbrigði af burknanum Skollakambi, vex við hverinn. Hefur hann fengið heitið Tunguskollakambur því talið er að þetta afbrigði sé hvergi annars staðar að finna og eigi ekki sinn líka í veröldinni. Hann er friðaður.   Bílastæði eru á staðnum.  
Snorralaug
Snorralaug er forn, friðlýst laug, kennd við Snorra þótt Landnáma segi að á staðnum hafi verið laug frá árinu 960. Vatni er veitt í laugina um lokaðan stokk úr hvernum Skriflu. Við Snorralaug eru varðveitt, að hluta, hlaðin jarðgöng sem að líkindum hafa legið til bæjar Snorra og verið flóttaleið á tímum hans. Töluverður jarðhiti er í Reykholti, eins og nafnið ber með sér, sem m.a. er nýttur til húshitunar og gróðurhúsaræktunar. 
Guðrúnarlaug
Guðrúnarlaug í Dölum er hlaðin laug um 20 kílómetra frá Búðardal, staðsett að Laugum í Sælingsdal. Hún er opin allt árið og er frítt í hana.   Í Laxdælu er sagt frá því að Guðrún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á sama stað. Í Sturlungu er einnig getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð.   Talið er að upphaflega laugin hafi eyðilagst í skriðuhlaupi en árið 2009 var hlaðin ný laug í nágrenni þess þar sem sú eldri er talin hafa verið og nefnist hún Guðrúnarlaug. Þá var einnig hlaðið blygðunarhús þar sem hafa má fataskipti.  
Hreppslaug
Hreppslaug er einstök að því leiti að vatnið í laugina kemur út heitum uppsprettum úr hlíðinni fyrir ofan. Laugin er rekin af Ungmennafélaginu Íslending en laugin var byggð 1928. Síðustu 95 árin hafa…
Húsafell Giljaböð
Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni fræðum…
Lýsulaugar - náttúrulaugar
Laug með náttúrulega heitu ölkelduvatni (hitastig sveiflast frá 24-35°C), beint úr jörðu. Um er að ræða grænþörungslaug og er vatnið mjög steinefnaríkt og talið afar hollt og græðandi.   Laugarnar vor…
Krauma
Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma - náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex …
Guðlaug
Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi.
Hvammsvík sjóböð
Sjóböðin í Hvammsvík, Hvalfirði samanstanda af átta misstórum og heitum laugum í fjöruborðinu, gufu og útisvæðum til slökunar. Neðstu laugarnar birtast og hverfa til skiptis á flóði og fjöru og er upp…
Lindin - Sundlaugin Húsafelli
Komdu og njóttu þess að hafa það gott í heitu pottunum okkar, sem eru tveir og sundlaugunum tveimur, sem hver fyrir sig er með mismundandi hitastig og ætti því að henta öllum. Slakaðu á í gufubaðinu …

Aðrir (1)

Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566