Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Söfn

Á Íslandi eru allskonar söfn. Flest þeirra eru nokkuð hefðbundin og má þar nefna bóka,lista
og minjasöfn, önnur eru óhefðbundnari og eru tileinkuð draugum og ýmsu öðru
forvitnilegu.

Bjarnarhöfn
Á Hákarlasafninu í Bjarnarhöfn er tekið vel á móti ferðamönnum, bæði einstaklingum og hópum allt árið. Þar má sjá  ýmsa muni frá gömlum búskaparháttum sem og veiðum og verkun hákarlsins. Innifalið í aðgangseyri á Hákarlasafnið er lifandi leiðsögn þar sem saga, lífræði og verkun hákarlsins eru gefin góð skyl. Gestir fá smakk á hákarl og einnig býðst gestum að skoða hákarlahjallinn. Á staðnum er einnig verslun sem selur hákarl og harðfisk. Opið á sumrin daglega frá 9-18. Á veturnar er opið daglega frá 10-17.
Leikfangasafn Soffíu
Leikfangasafn Soffíu samanstendur af safni Óskar Elínar Jóhannesdóttur og leikfangasafni sem var staðsett í Iðnó, ásamt leikföngum í eigu velunara safnsins. Safnið er opið öllum sem hafa gaman að gömlum leikföngum en við biðjum gesti um að snerta ekki leikföngin. Baukurinn er fyrir frjáls framlög og eru þau vel þegin og fara til að halda safninu við.
Byggðasafnið í Görðum Akranesi
Á Byggðasafninu í Görðum gefst kostur á að kynna sér sögu Akraness og nágrennis. Safnið var stofnað og opnað á árinu 1959 og er staðsett á hinu forna höfuðbóli að Görðum á Akranesi sem var kirkjustaður og presstsetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar. Opnunartími:Sumaropnun 15. maí - 14. september, alla daga frá 11:00-17:00Vetraropnun 15. september - 14. maí, laugardaga frá 13:00-17:00, aðra daga eftir samkomulagi fyrir hópa. Hægt er að leigja stúkuhúsið undir fundarhöld.
Vatnasafn
Vatnasafn / Library of Water er langtíma verkefni skapað af Roni Horn í fyrrum bókasafni sjávarþorpsins Stykkishólms á Íslandi. Byggingin stendur á kletti með útsýni yfir hafið og þorpið. Þar er til húsa safn sem endurspeglar náin tengsl Roni Horn við einstaka jarðsögu Íslands, loftslag þess og menningu. Vatn, úrval er safn 24 glersúlna fylltum af vatni sem safnað var úr ís af mörgum helstu jöklum Íslands. Glersúlurnar brjóta upp og endurvarpa ljósi á gúmmigólf sem búið er að greypa í breiðu orða á ensku og íslensku er öll lúta að veðrinu - innra sem ytra. Innsetningin býður upp á svigrúm til íhugunar í einrúmi jafnframt því að nýtast til allskyns félagslegra nota. Í litlu hliðarherbergi geta gestir skoðað flokk bóka Roni Horn, To Place, sem allar hafa orðið til á Íslandi, ásamt því að hlusta á úrval frásagna fólks af veðrinu. Á árunum 2005 til 2006, að undirlagi Roni Horn, tóku Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur, bróðir hennar fornleifafræðingurinn Uggi Ævarsson, og faðir þeirra Ævar Kjartansson, útvarpsmaður, viðtöl um veðrið við um það bil hundrað einstaklinga frá Stykkishólmi og nágrenni. Veðrið vitnar um þig, setur þessa vitnisburði fram sem einskonar sameiginlega sjálfsmynd lands þar sem veðrið leikur stórt hlutverk í daglegu líf fólksi. Neðri hæð Vatnasafns / Library of Water er gestavinnustofa fyrir rithöfund. Á hverju ári hefur rithöfundum verið boðið að búa þar í nokkra mánuði og vinna .Ýmist er boðið íslenskum eða erlendum höfundum, en fram að þessu hafa þau Guðrún Eva Mínervudóttir, Rebecca Solnit, Anne Carson, Óskar Árni Óskarsson og Oddný Eir Ævarsdóttir dvalið þar. Artangel sá um framkvæmd þessa verkefnis ásamt Stykkishólmsbæ, Menntamálaráðuneytinu, Samgönguráðuneytinu og Fjárlaganefnd Alþingis. Opnunartími: Opið alla daga frá 1. júní - 31. ágúst frá kl. 11 - 17. Miðasala fyrir Vatnasafn fer fram í Norska húsinu, Hafnargötu 5. Aðgangseyrir 2022: Fullorðnir kr. 830,- Nemar, eldri borgarar og hópar kr. 675,- Frítt fyrir yngri en 18 ára Safnapassi stykkishólmsbæjar - Vatnasafn og Norska húsið: Fullorðnir kr. 2.080,-
Bókasafn Akraness
Bókasafn Akraness var stofnað 6. nóvember 1864, upphaflega sem lestrarfélag. Safnið er í glæsilegum húsakynnum í verslunarmiðstöð að Dalbraut 1 og deilir húsnæði með Héraðsskjalasafni Akraness og þ.m.t. Ljósmyndasafni Akraness. Á safninu má nálgast fjölmargar bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt.
Vínlandssetrið Leifsbúð
Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni.  Opið daglega á tímabilinu maí til október.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið
Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl. Opnunartími: Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11-17. Í maí er opið alla daga frá kl. 13-16 Safnapassi stykkishólmsbæjar - Norska húsið og Vatnasafn Fullorðnir kr. 2.080,- Aðgangur í söfnin fæst í Norska húsinu.
Landbúnaðarsafn Íslands
Landbúnaðarsafn Íslands sýnir sögu og þróun íslensks landbúnaðar, með áherslu á tímabilið frá 1880 fram undir lok 20. aldar. Á safninu er munum og tækjum þannig fyrir komið að gestir ganga í gegnum söguna og með því móti verða skýrar þær miklu tæknibreytingar sem urðu í íslenskum landbúnaði á 20. öld. Sýning safnsins er i Halldórsfjósi á Hvanneyri, sem er stærsti sýningargripur safnsins og ber vott um þróun síðustu aldar. Einnig er boðið upp á stutta kynningu á Hvanneyrarstað og starfinu þar m.a. með heimsókn í Hvanneyrarkirkju, eina fallegustu kirkju landsins og örstuttri gönguferð um Gamla skólastaðinn. Jafnframt hýsir safnið Gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl sem er staðsett í hlöðu Halldórsfjóss. Opnunartími: Sumartími: 15. maí til 15. september: opið alla daga frá 11-17. Vetraropnun: 16. september til 14. maí: fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 13-17
Hernámssetrið
Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld. Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum. Hernámssetrið rekur sögu hersetunnar og skipalest- anna, sem lögðu upp í langa og erfiða siglingu frá bækistöðinni í Hvalfirði, og gefur innlendum og erlendum ferðamönnum kost á að kynna sér þessa sögu og arfleifð hennar. Einnig kaffihús, þar sem boðið er upp á léttar veitingar, kaffi og kökur. Opið 1. júní - 26. ágúst: miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 13:00 til 17:00 og laugardaga og sunnudaga frá 10:00 til 17:00. Lokað mánudaga og þriðjudaga. Stórt tjaldsvæði fyrir tjöld, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Á tjaldsvæðinu er hægt að komast í rafmagn, auk þess sem þar eru tvö tunnugrill, leiksvæði fyrir börnin og góð salernisaðstaða, auk þess sem hægt er að fara í sturtu og vaska upp undir berum himni. Aðstaða er fyrir tæmingu salerna frá húsbílum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 26. ágúst.
Sjóminjasafnið á Hellissandi
um sjósókn og náttúru undir jökli  - Kaffiveitingar Sjóminjasafnið á Hellissandi er í Sjómannagarðinum við Sandahraun. Í safninu eru margháttaðar minjar sem tengjast útgerð áraskipa á liðnum öldum auk margra annarra gripa og mynda, bátavéla og aflraunasteina. Þar er endurbyggð þurrabúðin Þorvaldsbúð sú búð er síðast var búið í hér á Hellissandi.
Safnahús Borgarfjarðar
Safnahús Borgarfjarðar er safnaklasi fimm safna þar sem nýjar aðferðir eru nýttar til miðlunar á grundvelli frumkvæðis, virkni og samvinnu. Söfnin eru þessi: Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Byggðasafn Borgarfjarðar, Listasafn Borgarness og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar.  Sumaropnunartími (júní, júlí og ágúst):Virkir dagar: 10:00 - 17:00Laugardagar: 11:00 - 14:00Sunnudagar: lokað

Aðrir (3)

Ólafsdalur í Gilsfirði Erluhraun 4 220 Hafnarfjörður 6932915
Gljúfrasteinn - Safn Halldórs Laxness Gljúfrasteinn 270 Mosfellsbær 586-8066
Pakkhúsið Ólafsbraut 12 355 Ólafsvík 857-5050