Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld. Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum.
Hernámssetrið rekur sögu hersetunnar og skipalest- anna, sem lögðu upp í langa og erfiða siglingu frá bækistöðinni í Hvalfirði, og gefur innlendum og erlendum ferðamönnum kost á að kynna sér þessa sögu og arfleifð hennar.
Einnig kaffihús, þar sem boðið er upp á léttar veitingar, kaffi og kökur.
Opið 1. júní - 26. ágúst: miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 13:00 til 17:00 og laugardaga og sunnudaga frá 10:00 til 17:00. Lokað mánudaga og þriðjudaga.
Stórt tjaldsvæði fyrir tjöld, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Á tjaldsvæðinu er hægt að komast í rafmagn, auk þess sem þar eru tvö tunnugrill, leiksvæði fyrir börnin og góð salernisaðstaða, auk þess sem hægt er að fara í sturtu og vaska upp undir berum himni. Aðstaða er fyrir tæmingu salerna frá húsbílum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 26. ágúst.