Fyrir þá sem kjósa að hafa það sérstaklega náðugt er fjölmargt í boði. Glæsilega
gistimöguleika má finna um allt land, matargerð á heimsmælikvarða og heilsulindir sem dekra
við viðskiptavininn frá toppi til táar. Einnig er mögulegt að ráða leiðsögumenn og bílstjóra
sem sjá um einkaleiðsögn og akstur.
Into the Glacier
Into the Glacier býður upp á super jeppaferðir á Langjökul í ein af stærstu ísgöngum í heimi. Ferðirnar hefjast frá Húsafelli, Klaka eða Reykjavík og eru göngin staðsett í 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.
Við bjóðum upp á:
Our Glassic Into the Glacier Tour
With pickup from Reykjavík
Into the Glacier and Snowmobile Combo
Into the Glacier & Northern Lights Tour
Private Tours
View
Iceland Exclusive Travels ehf.
Iceland Exclusive Travels
Býður fólk velkomið vestur í hjarta Íslands. Við bjóðum upp á blandaðar og prívat ferðir fyrir litla hópa frá Reykjavík sem sniðnar eru að þörfum sælkera. Við heimsækjum Borgafjörð skoðum Hraunfossa og Deildartunguhver sem er aflmesti hver Evrópu. Við gistum í einstaklega fallegum burstabæ sem er staðsettur í miðju Hallmundarhrauni með útsýni til Eiríksjökuls Langjökuls og að Oki. Í boði eru sex gestaherbergi sem öll eru með sérinngangi og sér salernisaðstöðu. Gott er að dýfa sér í heita pottinn eða ylja sér við skjólgott eldstæði og njóta norðurljósa eða miðnætursólarinnar. Í næsta nágrenni er meðal annars Húsafell, ísgöngin í Langjökli, Víðgelmir og Krauma spa. Það er hentar líka mjög vel að keyra gullhringinn á leiðinni vestur frá Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar upp á fræbæra upplifun, með því að blanda saman þægindum, afþreyingu og frábæru útsýni. Smellið hér Heart of Iceland tour fyrir frekari upplýsingar og til að bóka ferðir eða kynnið ykkur prívat ferðirnar okkar hér 2 daga ferð, 3 daga ferð, Your trip Iceland.
View
Arctic Adventures
Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.
Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.
Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.
Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.
Hellaferðir í Raufarhólshelli.
Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.
Vélsleðaferðir á Langjökli.
Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið.
View
Thor Photography
Thor Photography býður einstaklingum og hópum upp á ferðir og námskeið þar sem megináhersla er lögð á ljósmyndun og viðföngin eru helstu perlur íslenskrar náttúru. Lagt er upp úr því að velja staðsetningu sem hentar skilyrðum hverju sinni, og veita kennslu varðandi stillingar á myndavélum, hvernig skal ramma inn myndefnið, val á linsum og veita ráð og kennslu varðandi myndvinnslu og fleira.
View
Aðrir (9)
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions | BSÍ Bus Terminal | 101 Reykjavík | 580-5400 |
Kraftganga | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | 899-8199 |
Iceland Unlimited ehf. | Borgartún 27 | 105 Reykjavík | 415-0600 |
Iceland Untouched | Meistaravellir 11 | 107 Reykjavík | 696-0171 |
Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
Season Tours | Fífuhjalli 19 | 200 Kópavogur | 8634592 |
Guðmundur Jónasson ehf. | Vesturvör 34 | 200 Kópavogur | 5205200 |
Arctic Exposure | Skemmuvegur 12 (blá gata) | 200 Kópavogur | 617-4550 |
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland | Norðurvangur 44 | 220 Hafnarfjörður | 775-0725 |