Golfklúbbur Staðarsveitar
Garðavöllur undir Jökli er á margan hátt sérstæður í hinni fjölbreyttu golfvallarflóru á Íslandi, með stutta fortíð að baki en á að talið er mikla framtíð fyrir sér.
Völlur: Garðavöllur undir jökliLangaholt, 356 SnæfellsbærAfgreiðsla:Sími 4356789Netfang golfklst@gmail.comVefsíða: www.golfklst.is Facebook: smellið hérOpið: Fles ta daga 08:00 til 22:00
Það var árið 1997 sem Þorkell Símonarson í Görðum fékk Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt til að hanna völlinn. Fluttar voru inn slátturvélar, keyptur gamall traktor og opnað svo í ágúst sama ár og þótti mönnum völlurinn nokkuð gisinn til að byrja með.
Svo er aðstæðum hér í gamla -heimatúninu- í Görðum fyrir að þakka að hægt er yfirleitt að reka golfvöll með einhverju móti en heimatúnið gamla er myndað úr gulum foksandi sem hefur hlaðist upp í sunnan ofsaveðrum í gegnum aldirnar. Þetta skilar sér sem harðgert, þurrt land og á allan hátt þægilegt og vandræðalítið miðað við það sem víða er. Einnig má taka fram að golfíþróttin sjálf varð til á einmitt svona grónum sandbölum á Bretlandseyjum fyrir mjög löngu síðan en bæta má við að golffróðir menn kalla svona velli “Links”.
Það kom senn að því að þeir íbúar í sveitinni sem hvað skemmtilegast þótti að leika golf ákváðu að stofna með sér félagsskap og hlaut klúbburinn nafnið Golfklúbbur Staðarsveitar eftir hinu forna nafni sveitarinnar sem nú er hluti Snæfellsbæjar, en nokkuð var tekist á um nafn. Þetta var í ágúst 1998 og var stofnfundurinn haldinn í gistihúsinu Langaholti að Ytri Görðum og voru stofnfélagar átta talsins. Sumarið 2002 hlaut klúbburinn svo inngöngu í G.S.Í. og eru það óneitanlega þó nokkur tímamót í sögu vallarins og golfiðkunar á Íslandi yfirleitt.
Gaman er að segja frá því að golfvöllurinn er einnig fræðslustígur þar sem á hverri braut eru skilti sem veita upplýsingar um sögu og jarðfræði þess sem fyrir augu ber.
View