Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi var stofnaður 1984. Klúbburinn rekur Víkurvöll sem er 9 holu golfvöllur sem er nánast inni í bænum, rétt sunnan við tjaldsvæðið og Fosshótel Stykkishólm. Náið samstarf hefur verið milli klúbbsins og tjaldsvæðisins og þjónar golfskálinn gestum tjaldsvæðisins að hluta, m.a. með hreinlætisaðstöðu og þvottavél og þurrkara sem eru við skálann. Í tveggja mínútna göngufæri er svo íþróttamiðstöð bæjarins með frábærum sundlaugum og annarri aðstöðu, og þarf ekki einu sinni að fara yfir götu til þess að komast að henni frá tjaldsvæðinu.
Víkurvöllur er par 35 (70) og 4.864 m. Völlurinn er teiknaður af Hannesi Þorsteinssyni og er þægilegur í göngu, liggur milli tveggja ása og niður að ströndinni. Skemmtilegur og krefjandi golfvöllur.