Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Íslandi er fjöldinn allur af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum. Flestir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hótel Húsafell
Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli. Hér getur þú sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Í nágrenni Húsafells getur þú uppgötvað faldar perlur í okkar stórkostlega landslagi. 
Hótel Hamar
Á Hótel Hamri upplifir þú kyrrð og friðsæld í dýrðlegu umhverfi sem leyfir þér að slaka á og endurnærast, með öll þægindi innan handar og faglega þjónustu. Þú nýtur stórbrotins útsýnisins yfir Borgarfjörðinn og borðar frábæran mat úr hráefni úr héraði. Ef þú ert áhugamanneskja um golf þá er völlurinn beint fyrir utan herbergisdyrnar en aðrir geta fengið blóðið á hreyfingu með göngu í umhverfinu eða á fjall. Að horfa á norðurljósin eða stjörnurnar úr heitu pottunum í hótelgarðinum fullkomna svo góðan dag. 
Hótel Arnarstapi
Hótel Arnarstapi er nýtt 36 herbergja hótel staðsett við rætur Stapafells og Snæfellsjökul. Á hótelinu er veitingastaðurinn Snjófell sem opinn er frá 10:00 - 21:00. Á honum er fjölbreyttur matseðill í boði gerður úr íslensku hráefni. Hótelið er mjög vel staðsett til þess að heimsækja helstu perlur Snæfellsnes s.s. Djúpalónssand, Dritvík, Snæfellsjökul, Rauðfeldsgjá, Lóndranga, Saxhól svo eitthvað sé nefnt. Hótelið er einnig í 2,5 km göngufæri frá Hellnum. Gönguleiðin byrjar frá Höfninni í Arnarstapa sem er í nokkra mínútna göngufjarlægð frá Hótelinu og endar í fjörunni á Hellnum. Þessi ganga er einstök því gengið er meðfram ströndinni fram hjá Gatklett inní hraunið og niður í fjöru. Gestamiðstöði þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er á Malarifi sem er í 10 km fjarlægð frá Arnarstapa. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og ókeypis snyrtivörum. Morgunmatur er í boði á hótelinu. Gatklettur er 220 metra frá hótelinu. Styttan af Bárði Snæfellsás er 400 metra í burtu. Miðbær Ólafsvíkur er 37 km frá Arnarstapa. Arnarstapi er á einum fallegasta stað Snæfellsnes. 32 herbergi, Dbl/Twin/Triple4 x íbúðir sem rúma 6 manns, elshúskrókur og 2 baðherbergi.Morgunverður frá 07:00-10:00Veitingastaður og barÞráðlaust internetGönguleiðirFuglaskoðun
Hótel Varmaland
Á hótelinu eru 58 endurnýjuð herbergi í skandinavískum stíl, útbúin öllum helstu þægindum. Þar sem lagt var upp með að halda sjarma gamla húsmæðraskólans eru herbergin mismunandi að stærð. Economy herbergi er góður valkostur fyrir einstakling eða par en í Standard herbergjum er hægt að velja á milli þess að hafa tvíbreið rúm eða tvö rúm með náttborði á milli. Deluxe og Superior herbergi eru stærri og þar er hægt að bæta við auka rúmi svo herbergin geta rúmað allt að þrjá gesti. Öll herbergi eru með sér baðherbergi og baðvörum, sjónvarpi, te- og kaffiaðstöðu og þráðlaust net er um allt hótel. Morgunmatur innifalinn í gistingunni og er framreiddur á 4. hæð á veitingastaðnum Calor frá 08:00 til 10:00 virka daga og frá 08:00 til 10:30 um helgar. Innritun er frá kl 15:00 á daginn og útritun er til kl 11:00.
Fosshótel Stykkishólmur
Fosshótel Stykkishólmur er með einstaklega fallegt útsýni yfir bæinn og eyjarnar í kring. Á hótelinu er að finna hlýlegt veitingahús, nýtískulegan bar og fullkominn ráðstefnusal sem tekur allt að 300 gesti. Hótelið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast um Snæfellsnesið eða sigla um eyjarnar og skoða hið einstaka dýralíf sem þar finnst. 76 herbergi Morgunmatur í boði Ókeypis þráðlaust net Fundaraðstaða Veitingastaður og bar Ókeypis bílastæði Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum
Hótel Hafnarfjall
Hótel Hafnarfjall er sveitahótel með 16 herbergjum og 5 bústöðum. Öll herbergi hafa þráðlaust netsamband.   Hótelið er staðsett undir Hafnarfjalli sunnan Borgarfjarðarbrúar andspænis Borgarnesi, rétt um 70 km. frá Reykjavík. Kyrrð, rólegheit og náttúrufegurð skipa öndvegi hjá Hótel Hafnarfjalli.
Fosshótel Reykholt
Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði og býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og aðrar uppákomur. Fosshótel Reykholt stendur á sögulegum slóðum og er einungis í nokkurra mínútna fjarlægð frá Krauma, Deildatunguhver, Hraunfossum og Húsafelli. Á hótelinu er einnig að finna glæsilegan veitingastað. Fosshótel Reykholt býður upp á heilsulind með útipottum, slökunarherbergi, sauna, eimbaði, setustofu og búningsklefum. Sannkallaður lúxus sem býður þín eftir að hafa notið einstakrar náttúru og upplifað fossa, fjöll, hraun og skóga.  83 herbergi Morgunverður í boði Veitingastaður og bar Heilsulind og líkamsrækt Fundaraðstaða Ókeypis þráðlaust net Hleðslustöð Lokað um jólin Hluti af Íslandshotelum
Nýp á Skarðsströnd
B&B, 2 x 2ja manna herbergi með sameiginlegu baði og 3 x 2ja manna herbergi með sér baði. Heimabakað brauð, berjasultur og grænmeti úr görðunum okkar. Við tökum á móti ferðafólki frá 15. maí - 15. september. Möguleiki að taka á móti smærri hópum utan þess tíma. Við leggjum áherslu á náttúruupplifun og kyrrð; gönguferðir og fuglaskoðun; í anddyri gistiheimilisins eru sýningar á hönnun og myndlist, inni á herbergjum valdar bókmenntir og myndlist. Arkítektateymið Studio Bua hannaði breytingar á byggingunni í samvinnu við eigendur.  Verið velkomin! Bókanir: thora@this.is. Sími: 896-1930 eða 891-8674.Þið finnið okkur á Facebook hér. Vinsamlega sendið okkur netpóst, hringið eða sendið sms.
Hótel Vesturland
Hótel Vesturland er huggulegt hótel í Borgarnesi. Á hótelinu eru 81 herbergi, glæsilegur veitingastaður, bar, spa og góð fundaraðstaða. Hótel Vesturland er tilvalið hótel fyrir árshátíðar- og ráðstefnuhópa, stóra sem smáa. 
Kirkjufell Hótel
Kirkjufell Hotel er við sjávarsíðuna, upphaflega byggt sem verbúð fyrir sjómenn árið 1954. Það er staðsett í Grundarfirði, litlu sjávarþorpi á Snæfellsnesi. Stutt er í allar helstu náttúruperlur Snæfellsness.  Á hótelinu eru 29 þægileg herbergi sem eru öll með sér baðherbergi, te og kaffi, sjónvarp og hárþurrku. Þráðlaust internet er aðgengilegt á öllu hótelinu fyrir gesti.
Hótel Basalt
Hótel Basalt er staðsett í Lundarreykjadal umvafið yndislegu íslensku sveitaumhverfi. Við bjóðum upp á 13 vel útbúin herbergi og veitingastað sem framreiðir mat frá morgni til miðnættis. Vegurinn um Lundarreykjadal tengir saman Vesturland og Suðurland yfir Uxahryggi og í gegnum Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Frá Uxahryggjum liggur einnig Kaldadalsvegur þaðan sem hægt er að komast um hálendi Íslands, að Langjökli og niður að Húsafelli svo dæmi séu tekin. 
Hótel Stafholt
Hótel Stafholt er staðsett í Borgarfirði í 25 km fjarlægð frá Borgarnesi. Hentar vel, hvort sem er í eina nótt eða lengri dvöl.  Kvöldverður í boði.
Hótel Á
Hótel Á er staðsett milli Reykholts og Húsafells. Hótelið er byggt upp af gömlum útihúsum sem hafa verið gerð upp sem hótelgisting og veitingastaður. Alls eru 15 herbergi með sér baðherbergjum. Ókeypis þráðlaust netsamband í móttökunni og veitingasalnum en ekki á herbergjum. Á veitingastaðnum er boðið upp á gómsæta rétti á kvöldin og gestir njóta fagurs útsýnis yfir Hvítá úr borðsalnum.
Hótel Bifröst
Hótel Bifröst er notalegt hótel á fallegum stað í hjarta Borgarfjarðar. Hótelið er staðsett við þjóðveg 1 - 102 kílómetra frá Reykjavík og því í aðeins eins- og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Á Hótel Bifröst eru 52 rúmgóð, björt og hlýleg, tveggja manna herbergi. Öll herbergin eru með sér snyrtingu og sturtu, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Lyfta er á hótelinu og því gott aðgengi fyrir fatlaða.  Veitingastaður hótelsins - Kaffi Bifröst tekur um það bil 100 manns í sæti. Þar er mikið lagt upp úr því að framreiða fjölbreyttan og hollan mat með áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð. Hægt er að bóka ráðstefnur, fundi eða námskeið til að halda á hótelinu en þar er að finna sali af öllum stærðum og gerðum.
Hótel Fransiskus
Hótelið er staðsett í hinum rómaða bæ Stykkishólmi. Á hótelinu sem er staðsett í hjarta bæjarins eru 21 herbergi, setustofa með bar og morgunverðarsalur. Herbergin eru fallega innréttuð með mildum litum og vinalegu andrúmslofti. Hvert herbergi hefur verið innréttað með nýjustu þægindum, með magnað útsýni yfir höfnina, miðbæinn, fjallahringinn og hinn dásamlega flóa Breiðafjörð með sínum eyjum og fjölbreytta fuglalífi. Veitingastaðir, söfn, verslanir og gallerý eru öll í göngufjarlægð frá hótelinu.
Hótel Flatey
Gisting er í nýuppgerðum pakkhúsum í miðju þorpsins í Flatey, í Eyjólfspakkhúsi, Stóra-Pakkhúsi og veitingasalur hótelsins er í samkomuhúsinu. Eyjólfspakkhús stendur við samnefnda bryggju og þaðan er útsýni yfir Hafnareyna. Stóra-Pakkhús ásamt samkomuhúsinu eru þar við hliðina. Hótel Flatey býður nú upp á 7 tveggja manna herbergi, 2 fjölskylduherbergi (hjónarúm og 2 kojur), 3 svítur og 2 eins manns herbergi. Samtals 12 herbergi og 23 rúm. Öll herbergin eru með sameiginlegu baðherbergi. Morgunmatur er innifalinn í verðinu.
Hótel Borgarnes
Hótel Borgarnes er 3ja stjarna hótel með 75 herbergi sem öll eru með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Gott veitingahús er á hótelinu sem og frábær aðstaða fyrir fundi bæði fyrir litla og stóra hópa.
Hótel Egilsen
Hótel Egilsen er staðsett við höfnina í hinum fallega bæ Stykkishólmi við strendur Breiðafjarðar. Hér eru veturnir dimmari og sumrin bjartari en á flestum öðrum stöðum. Lífið gengur á sínum eigin tíma og allir hlutir eiga sína eigin sögu. Íbúarnir eru sögumenn, reiðubúnir að deila sérstakri ástríðu sinni á bæjarfélaginu með gestum sínum. Lítið snyrtilegt 10 herbergja hótel í sögufrægu húsi í hjarta Stykkishólms.
Dalahótel
Dalahótel er fjölskylduhótel staðsett í fallegum og rólegum dal, aðeins einum km frá þjóðvegi 60. Staðurinn er frægur frá fornöld, en þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem þú getur notið ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða við allra hæfi. Í lok dags er hægt að slaka á í Guðrúnarlaug, sem er náttúrulaug staðsett rétt ofan við hótelbygginguna, eða í heitu pottunum og sundlauginni á hótelsvæðinu.  Veitingastaður Dalahótels er opinn öllum á eftirfarandi tímum:  Morgunverður: 8:00 – 10:00.  Hádegisverður: 12:00 – 14:00.  Kvöldverður: 18:00 – 21:00.
Vogur Country Lodge
Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum með baði og svítur, notalegan matsal og setustofu, heitan pott og sauna. Mikið úrval gönguleiða, einstæð náttúrufegurð og vagga sagnanna.
Hótel Snæfellsnes
Hótel Snæfellsnes býður upp á 14 herbergi. 13x tveggjamanna herbergi og 1x þriggjamanna herbergi. Hönnunin er stílhrein með innblæstri frá Scandinaviu og borin er virðing fyrir umhverfinu. Herbergin eru hljóðeinangruð og með mjúkri lýsingu, gólfhita, Wi-Fi, sjónvarpi, hárþurrku, katli, skrifborði og stólum. Hvert herbergi er útbúið snyrtiaðstöðu og eru öll baðherbergin með sturtu. Fallegt útsýni er úr herbergjunum og um að gera að opna gluggann og njóta golunnar sem blæs á Snæfellsnesi. Boðið er upp á aðgang að þráðlausu interneti án endurgjalds auk þess sem stutt er í frábærar gönguleiðir og alla aðra afþreyingu sem er í boði á Snæfellsnesi, svo sem hestaferðir og ferðir á jökulinn. Á Vegamótum er einnig rekið kaffihús. Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul á Snæfellsnesi er rúma 58 km frá Hótel Snæfellsnesi. Þar fá gestir tækifæri til að upplifa og komast í snertingu við íslenska náttúru, feta í fótspor forn Íslendinga með því að ganga um hraunið eins og þeir gerðu á sínum tíma. Stutt er í allar áttir en Hótel Snæfellsnes er aðeins í eins og hálfs tíma akstri frá Reykjavík. Við erum fyrir miðju Snæfellsness og aðeins 32 km til Stykkishólms. Þá eru 38 km til Grundarfjarðar, 57 km til Ólafsvíkur, 35 km til Búða, 54 km að Arnarstapa og 58 km til Hellna.
Hraunsnef sveitahótel
Á sveitahótelinu eru 15 herbergi. Fimm herbergi á jarðhæð og tíu herbergi á efri hæð. Herbergin á annarri hæð eru öll með útsýni úr hverjum glugga og herbergin á fyrstu hæð hafa öll sér pall. Herbergin eru innréttuð hvert í sínum stíl. HERBERGIN HAFA ÖLL SAMA ÚTBÚNAÐ: Sér inngangur, snyrting með sturtu, hárþurrka og sléttujárn, sloppar og sjónvarp. 
Fosshótel Hellnar
Fosshótel Hellnar er sveitahótel eins og þau gerast best. Hótelið er staðsett við rætur Snæfellsjökul en Þess má geta að Snæfellsjökull er sagður einn af 7 stærstu orkustöðvum jarðar. Svæðið í kringum Hellnar er algjör náttúruparadís og er hótelið því tilvalin upphafsstaður fyrir þá sem vilja fara í hina ýmsu leiðangra um jökulinn eða nesið. Í nokkurra kílómetra frjarlægð má finna perlur eins og Djúpalónssand, Dritvík, Arnarstapa og Snæfellsnesþjóðgarðinn. Að auki má oft á tíðum sjá háhyrninga synda undan ströndum svæðisins. 39 herbergi Morgunverður í boði Veitingastaður og bar Ókeypis þráðlaust net Fjölbreyttar gönguleiðir í kring Hleðslustöð Hlut af Íslandshotel
Hótel Laxárbakki
Hótel Laxárbakki stendur á bökkum Laxár, við þjóðveg 1, skammt frá ósum Laxár við Grunnafjörð í Hvalfjarðarsveit, aðeins 12 km frá Akranesi og 20 km frá Borgarnesi. Gisting í herbergjum með og án sérbaðs og í sumarhúsi. Eldunaraðstaða fyrir alla og aðgengi að þvottavél. Heitur pottur og sauna. Á staðnum er veitingastaður opinn frá morgni til kvölds. Fjölbreytt úrval afþreyingar í næsta nágrenni og ekki lengi verið að aka til allra helstu ferðamannastaða á Vestur- og Suðvesturlandi.
Hótel Búðir
Hótel Búðir er tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í rúma tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta glæsilega hótel er einstakt í sinni röð útbúið öllum nútímaþægindum, andrúmsloftið er heillandi, þjónustan framúrskarandi og síðast en ekki síst; matur í sérflokki. Veitingastaðurinn hefur getið sér góðs orðs fyrir einstaka matargerð þar sem íslenskt gæðahráefni frá nágrönnum okkar á Snæfellsnesinu er í aðalhlutverki. Lambakjöt og ferskur fiskur er uppistaðan á matseðlinum ásamt lystugum forréttum og syndsamlegum eftirréttum. Ótrúlega fallegt útsýni á rómantískum stað. Kynngimagnaður Snæfellsjökull í vestur, Búðavík og Faxaflói, fjallgarðurinn á Snæfellsnesi, Búðahraun og umhverfi að ógleymdri Búðakirkju.
Adventure Hótel Hellissandur
Adventure Hótel Hellissandur er fjölskylduvænt hótel staðsett á Snæfellsnesi. Herbergin henta vel fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur, ásamt því að vera öll með einka baðherbergi. Staðgóður morgunverður innifalinn sem býr þig undir ævintýri dagsins.  Svæðið í kring hefur margt upp á að bjóða, í nágrenninu má finna Sjóminjasafnið og Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi.  Upplifðu náttúru, menningu og þægindi hjá okkur. 
Hótel Langaholt
Langaholt er staðsett miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi, við bæinn Garða í sveit þeirri er áður hét Staðarsveit en er núna hluti Snæfellsbæjar.  Svæðið umhverfis er sannkölluð náttúruperla, tignarlegur fjallgarður, jökullinn í allri sinni dýrð, gullin strönd við Faxaflóann og stjörnubjartur himinn með norðurljósatrafi þegar skyggir.  Langaholt er í miðri hringiðu Snæfellskrar náttúru, strönd, fjöll, hraun, vötn, lækir, fuglar, selir, allt er þetta í grennd og meira til, já sannkölluð náttúruparadís þar sem sjálfur Snæfellsjökull blasir við í allri sinni tign. Umhverfi Langaholts er markað af nálægð sinni við sjóinn og hinni gullnu strönd og er margt þar forvitnilegt að skoða í ró og næði fyrir alla náttúruunnendur unga sem aldna og er ströndin endalaus uppspretta leikja og ævintýra. 

Aðrir (2)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Stundarfriður Hólar 1 340 Stykkishólmur 8642463