Hótel Búðir er tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í rúma tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta glæsilega hótel er einstakt í sinni röð útbúið öllum nútímaþægindum, andrúmsloftið er heillandi, þjónustan framúrskarandi og síðast en ekki síst; matur í sérflokki. Veitingastaðurinn hefur getið sér góðs orðs fyrir einstaka matargerð þar sem íslenskt gæðahráefni frá nágrönnum okkar á Snæfellsnesinu er í aðalhlutverki. Lambakjöt og ferskur fiskur er uppistaðan á matseðlinum ásamt lystugum forréttum og syndsamlegum eftirréttum. Ótrúlega fallegt útsýni á rómantískum stað. Kynngimagnaður Snæfellsjökull í vestur, Búðavík og Faxaflói, fjallgarðurinn á Snæfellsnesi, Búðahraun og umhverfi að ógleymdri Búðakirkju.