Á sveitahótelinu eru 15 herbergi. Fimm herbergi á jarðhæð og tíu herbergi á efri hæð. Herbergin á annarri hæð eru öll með útsýni úr hverjum glugga og herbergin á fyrstu hæð hafa öll sér pall. Herbergin eru innréttuð hvert í sínum stíl. HERBERGIN HAFA ÖLL SAMA ÚTBÚNAÐ: Sér inngangur, snyrting með sturtu, hárþurrka og sléttujárn, sloppar og sjónvarp.