Hótel Egilsen er staðsett við höfnina í hinum fallega bæ Stykkishólmi við strendur Breiðafjarðar. Hér eru veturnir dimmari og sumrin bjartari en á flestum öðrum stöðum. Lífið gengur á sínum eigin tíma og allir hlutir eiga sína eigin sögu. Íbúarnir eru sögumenn, reiðubúnir að deila sérstakri ástríðu sinni á bæjarfélaginu með gestum sínum.
Lítið snyrtilegt 10 herbergja hótel í sögufrægu húsi í hjarta Stykkishólms.