Hótel Húsafell býður upp á einn aðal veitingastað, með möguleika á að bóka sér sali fyrir hópa sem vilja borða útaf fyrir sig, en einnig fyrir fundi, fyrirlestra eða námskeið. Við erum líka með Bistró, sem er opið frá vori, fram á haust, sem einnig er hægt að bóka fyrir sér hópa og viðburði.
Undanfarin ár hefur veitingastaðurinn á Húsafelli haft mikinn áhuga á að læra og vaxa með því að nota íslenskar og lífrænar vörur á frekar óvenjulegan hátt og til þess að kynna gestum okkar einstaka matarupplifun, sem er undir sterkum áhrifum frá Asískri matarmenningu. Áhersla okkar á rætur sínar að rekja til könnunar á náttúruheiminum, sem hófst með þeirri einföldu ósk um að enduruppgötva villt staðbundið hráefni, með því að leita fæðunnar í sjálfri náttúrunni.