Fiskibyrgi við Gufuskála á Snæfellsnesi
Fiskibyrgi, rétt við Gufuskála á Snæfellsnesi eru merkileg byrgi sem byggð voru fyrr á öldum til að geyma fisk og þurrka. Þau eru hlaðin úr grjóti úti á hrauninu sjálfu og nokkuð erfitt að greina þau frá vegi.
Um 10 mínútna ganga er frá veginum við Gufuskála (vegnúmer 574) upp að nokkuð heillegu byrgi sem má skríða inn í. Þegar inn er komið, er byrgið manngengt
Byrgin voru hlaðin upp í topp og hafa skipt hundruðum fyrr á tíð. Mörg þeirra eru enn sýnileg, enda voru Gufuskálar mikil útgerðarstöð. Talið er að byrgin geti verið um 5-700 ára gömul.