Húsafell útivistarleiðir
Húsafell hefur upp á að bjóða fjölbreyttar gönguleiðir þar sem þéttir skógar, stórbrotin gil, jöklar, dýra- og fuglalíf, auk menningaminja setja stóran svip á svæðið.
Upplýsingakort við Hótel Húsafell er af gönguleiðum á svæðinu en einnig eru frekari upplýsingar inn á heimasíðu hótelsins, husafell.is. Leiðirnar eru: Bæjargil, Oddaleið, Kiðárbotnar, Háifoss, Hraunfossar og Kaldárbotnar.
Húsafell er með þeim vinsælustu sumarhúsabyggðum á Íslandi en nýlega var landið Húsafell III skilgreint sem íbúðarsvæði. Hótel Húsafell hefur mikið aðdráttarafl fyrir svæðið og er að finna fjölmargar afþreyingar í kring um Húsafell, hvort það er jöklaferðir eða hellaskoðanir.
Upphaf gönguleiða er við Hótel Húsafell en stórt upplýsingaskilti er fyrir neðan hótelið.
Gönguleið Húsafell-Bæjargil er falleg leið þar sem útivistarfólk getur notið þeirrar sögu sem er að finna á svæðinu, kyrrðinni og útsýni. Gönguleið er vel greinileg, stikuð á köflum og er fjölfarin leið gesta Húsafells.
Gönguleið Húsafell-Oddaleið er gullfalleg leið þar sem vatnsmiklar ár setja svip sinn á gönguleiðina. Leiðin er vel greinileg, stikuð og fjölfarin leið gesta Húsafells.
Gönguleið Húsafell-Kaldárbotnar geymir stórfenglegt útsýni yfir Langjökul og Strút, á meðan áin Geitá liggur þétt við leiðina. Gengið er meðfram þjóðveinum, inn Kaldadalsveg, inn í Húsafellsskóg og til baka.
Leiðin Húsafell-Kiðárbotnar liggur á sömu leið og Oddaleið en fer svo inn á flugvöll Húsafells og inn á þjóðveg.
Leiðin Húsafell-Hraunfossar/Háifoss liggur á gamla veginum, frá Húsafellskirkju og upp að Reyðafellsskógi. Þaðan er svo hægt að fara yfir þjóðveginn og inn á vegslóða, alla leið að bílastæði við Hraunfossa. Útsýnispallur við Háafoss er að finna í Reyðafellsskógi.
Staðsetning: Húsafell, Borgarbyggð
Vegnúmer: Hálsasveitarvegur (nr. 518), Borgarbyggð, Húsafell.
Erfiðleikastig:
- Oddaleið - Létt leið
- Kaldárbotnar - Létt leið
- Hraunfossar - Létt leið
- Háifoss - Krefjandi
- Bæjargil - Krefjandi (þrátt fyrir góðan göngustíg getur verið tiltölulega erfitt að ganga leiðina). Krefst grunn-þekkingar og líkamlegrar hreysti. Innan við fjögurra klst göngleið.
- Kiðárhlaup - Létt leið
Lengd:
- Oddaleið - 4.3km
- Kaldárbotnar - 10.7km
- Hraunfossar - 9.3km
- Háifoss - 6km
- Bæjargil - 6.4km
- Kiðárhlaup - 2.5km
Hækkun:
- Bæjargil - 450 metrar
Merkingar: Stikur á Oddaleið og merkingar á leiðinni upp í Bæjargil. Engar stikur á gönguleiðum Kaldárbotna, Hraunfossa og Háafoss.
Tímalengd (u.þ.b.):
- Oddaleið - 2 klst.
- Kaldárbotnar - 3 og 1/2 klst.
- Hraunfossar - 3 og 1/2 klst.
- Háifoss - 2 og 1/2 klst.
- Bæjargil - 2 klst.
- Kiðárhlaup - 1 klst.
Undirlag: Það er smágrýti á flestum leiðum en á Oddaleið er einnig hraun. Á leiðinni upp í Bæjargil eru stórir steinar sem þarf að fara yfir. Malbikaðir stígar eru á leiðinni að Kiðárhlaupi og Hraunfossum.
Hindranir á leiðum: Það eru þrep á öllum leiðum nema að Kiðárhlaupi.
Þjónusta á svæðinu: Hótel Húsafell þjónustar gesti og gangandi.
Lýsing: Engin lýsing
Árstíð: Gönguleiðirnar eru opnar allan ársins hring.
GPS hnit upphafspunktar: N64°41.9304 W020°52.2730
GPS hnit endapunktar: N64°41.9304 W020°52.2730