Eiríksstaðir gönguleið
Á Eiríksstöðum í Dölum eru fornar rústir sem líklega eru bær Eiríks rauða Þorvaldssonar og konu hans Þjóðhildar Jörundardóttur. Rústir bæjarins eru friðlýstar fornminjar.
Skammt vestan við rústirnar á Eiríksstöðum var restur tilgátubær sem vígður var árið 2000 í tilefni þess að 1000 ár voru liðin frá landafundum Leifs heppna í Ameríku.
Að Eiríksstöðum er lifandi safnastarfsemi. Starfsfólk er klætt að fornum sið og fræðir gestkomandi um lífið fyrir þúsund árum, gamla verkmenningu og búskaparhætti. Jafnframt er hægt að skoða handverk, vopn og ýmsa muni frá sama tíma. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi Eiríkssyni eftir Nínu Sæmundsson.
Keyrður er vegur nr. 60 (Vestfjarðarvegur) en beygt inn á veg nr. 586 (Haukadalsveg) og keyrt inn að bílastæði við Eiríksstaði. Bílastæði er veglegt og er þar að finna þjónustuskála ásamt salerni og upplýsingaskiltum. Gönguleiðir liggja að tilgátuhúsi en einnig að minjum á svæðinu. Gönguleið er að hluta með malarundirlagi og hluta með gangstéttarhellum.
- Staðsetning: Dalabyggð
- Vegnúmer við upphafspunkt: Nr. 586 (Haukadalsvegur)
- Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið
- Lengd: 0.6 km.
- Hækkun: 29 metrar
- Merkingar: Engar merkingar en leiðir eru greinilegar, nema ef mikill snjór er á svæðinu
- Tímalengd: 13 mínútur að ganga
- Undirlag: Smáum steinum, steyptum gangstéttarhellum og flötum steinum
- Hindranir á leið: Engar hindranir
- Þjónusta á svæðinu: Salerni, sorplosun og möguleiki á að kaupa leiðsögn í tilgátuhúsi á opnunartíma
- Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri
- Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir. vetrarmánuði
- GPS hnit upphafs- og endapunktar: N 65°03.5023 W 021°32.1731