England/Pétursvirki
Gönguleiðin er hringleið sem liggur frá Hótel Basalt að Iðunnarstöðum, upp hálsinn, þaðan að Hrútaborgum og Pétursvirki, niður hálsinn að Englandslaug, yfir Tunguá og meðfram þjóðveginum að Krosslaug og þaðan með ánni aftur að Iðunnarstöðum.
Gönguleiðin er fjölbreytt, með fjölbreyttum göngustígum, fjölbreyttum áningastöðum og útsýni yfir fjallgarða Lundareykjadals í Borgarfirði. Pétursvirki er hlaðið mannvirki sem stendur á Englandshálsi og hefur verið endurhlaðið. Englandslaug er innarlega í Lundarreykjadal en umhverfi hennar er grasi gróið en laugin er hlaðin að hluta en á öðrum stöðum er grjót eða gras á bökkum hennar. Krosslaug í Lundarreykjadal er friðlýst laug en talið er að vestanmenn hafi látið skíra sig í Krosslaug, er þeir riðu frá Alþingi eftir að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000.
- Staðsetning: Lundarreykjadalur, Borgarbyggð
- Númer vegar sem liggur að upphafspunkti: Uxahryggjavegur nr. 52 (við Iðunnarstaði)
- Erfiðleikastig: Krefjandi
- Lengd: 12 km
- Hækkun á leið: 424 metrar
- Merkingar: Leiðin er stikuð
- Tímalengd: 3 klst og 35 mín
- Tegund jarðvegar: Litlir og stórir steinar, mold og gras
- Hindranir á leið: Það eru þrep á leiðinni en einnig þarf að vaða yfir Tunguá eða klifra yfir á járngirðinu sem liggur yfir ánna.
- Þjónusta á svæðinu: Það er þjónusta aðgengileg á Hótel Basalt
- Lýsing: Engin lýsing er á leiðinni
- Árstíð: Leiðin er opin allan ársins hring
- GPS hnit upphafs- og endapunktar: N64°29.9538 W021°14.9126