Jafnaskarðsskógur gönguleið
Jafnaskarðsskógur er í eigu skógræktarinnar og er eitt af útivistarleyndarmálum Vesturlands. Göngustígur var fyrst lagður um skóginn árið 1995 að auki sem skógurinn tengist öðrum áhugaverðum gönguleiðum. Jafnaskarðsskógur er staðsettur í brekkum suðvestan við Hreðavatn en útsýni af hæðum ofan skógarins er stórfenglegt. Útsýni yfir Eiríks-og Langjökul, Hreðavatn og nærrliggjandi sveitir auk útsýnis til Skjaldbreiðar og Botnssúla í fjarska.
Beygt er við þjóðveg nr.1 við Grábrókarhraun og keyrt að Hreðavatni. Keyrt er framhjá sumarbústöðum en komið er að bílastæði sem er vel merkt. Göngustígur er fjölbreyttur, með brattar hlíðar í bland við léttar leiðir. Gönguleiðir eru ekki merktar, útsýnisstaðir eru margir á svæðinu auk þess sem áningarstaðir, með borðum og bekkjum, er einnig að finna. Hægt er að eyða heilum degi á þessu svæði en einnig eru margar náttúruperlur steinsar frá Jafnaskarðsskógi og má þá nefna Grábrók, fossinn Glanna og Paradísarlaut.
Staðsetning: Jafnaskarðsskógur, Borgarbyggð.
Upphafspunktur: Bílastæði við skógrækt (vegur Hreðavatn nr. 5258).
Erfiðleikastig: Létt leið.
Lengd: 2.47 km
Hækkun: 141 metrar.
Merkingar: Engar merkingar.
Tímalengd: 40 mínútur.
Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli og grasi.
Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.
Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta.
Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.
Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði.
GPS hnit upphafspunktar: N64°45.3059 W021°35.7743
GPS hnit endapunktar: N64°45.3059 W021°35.7743