Frístundastígur; Ólafsvík-Rif-Hellissandur
Árið 2013 var lagður fyrsti hluti stígsins en hann lá á milli Hellissands og Rifs. Í framhaldi var lagður stígur á milli Ólafsvíkur og Rifs árið 2014 og var hann malbikaður árið 2017. Brú var sett yfir Höskuldsá árið 2020 og tengist nú Ólafsvík-Rif-Hellissandur með göngu- og hjólastíg. Stígurinn er mikið notaður af íbúum svæðisins.
Við göngu á Frístundastíg tengjast gestir þeirri náttúru sem er að finna á svæðinu. Fjölbreyttur hópur fólks getur notað stíginn sem er malbikaður og ganga gestir meðfram strandlengjunni á sumum stöðum, með útsýni að Svöðufossi og Snæfellsjökli. Fuglalíf er mikið á svæðinu en farið er niður að Keflavíkurbjargi þar sem mikið er um fugla en einnig er gengið í gegnum kríuvarpstaði á leiðinni.
- Staðsetning: Ólafsvík-Rif-Hellissandur
- Vegnúmer: Útnesvegur (nr. 574)
- Erfiðleikastig: Auðvelt
- Lengd: 19,26 km
- Hækkun: 50 metrar
- Merkingar: Engar merkingar en leiðin er mjög ský
- Tímalengd: U.þ.b. 1 klst og 20 á hjóli
- Tegund jarðvegar: Malbik
- Hindranir á leið: Engar hindranir eru á leiðinni
- Þjónusta á svæðinu: Þjónusta er aðgengileg í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi
- Lýsing: Hluti leiðarinnar er lýstur
- Árstíð: Leiðin er opin allan ársins hring
- GPS hnit upphafs- og endapunktar: N64°53.3401 W023°41.2849