Ólafsvík gönguleið
Gönguleið um útjaðar Ólafsvíkur og inn í miðsvæði bæjarins er mjög skemmtileg og fjölbreytt. Innviðir eru til staðar við tjaldsvæði og margir áningastaðir á gönguleiðum. Upplýsingaskilti eru einnig víða að finna og leiktæki fyrir allan aldur. Göngusvæði er því fyrir fjölbreyttan hóp gesta og íbúa og tilvalið að njóta.
Tjaldsvæði er staðsett við útjaðar Ólafsvíkur að austanverðu en þar er að finna salerni, sturtu, rafmagn, eldunaraðstöðu og úrgangslosun. Leiktæki eru á svæðinu en tjaldsvæði er skjólgott og er um 10 mínútna ganga inn í miðbæ Ólafsvíkur. Gestir sem ganga um þær fjölmörgu gönguleiðir munu upplifa fallegan gróður, marga áningastaði, leiktæki og fallega náttúru.
Ólafsvík gönguleið er fjölbreytt og skemmtileg leið. Skógræktarfélag Ólafsvíkur hefur lagt mikið í skógræktinga og tengingu við bæinn en einnig við gönguleið upp Enni og fjalllendi fyrir ofan Ólafsvík. Upplýsingar á gönguleið eru fjölmargar, útsýni yfir Ólafsvík og skógrækt. Svæðið er kjörið fyrir útivist en hægt er að finna fjölmarga afþreyingamöguleika á leiðinni eins og Frisbee-golf brautir, hoppubelg og fleira.
- Staðsetning: Ólafsvík
- Upphafspunktur: Tjaldsvæðið í Ólafsvík (Útnesvegur nr. 574).
- Erfiðleikastig: Auðvelt
- Lengd: 4.26 km
- Hækkun: 50 m
- Merkingar: Stikur
- Tímalengd: 1 klst
- Undirlag: smásteinar og trjákurl
- Hindranir á leið: Þrep eru á leiðinni
- Þjónusta á svæðinu: Þjónustumiðstöð tjaldsvæðis
- Lýsing: Engin lýsing
- Árstíð: Leiðin er opin allt árið um kring
- GPS hnit upphafspunktar: N64°53.3401 W023°41.2849
- GPS hnit endapunktar: N64°53.3401 W023°41.2849