Reykholt söguhringur
Gönguleið um Reykholt söguhring er fróðleg og skemmtileg. Mikil vinna hefur verið unnin við uppsetningu skilta og göngustíga en hægt er að ganga inn í Reykholtsskóg sem staðsettur er fyrir ofan þorpið. Alla þjónustu má finna á Snorrastofu og möguleiki er að fylgja forritinu „Snorri" þegar gengið er um svæðið en það er skemmtileg viðbót við gönguna.
Reykholt í Borgarfirði er þekktur staður fyrir ferðamenn og íbúa en þar er að finna Snorralaug, forna og friðlýsa laug sem er kennd við Snorra þó svo að sagt sé í Landnámu að laug hafi verið þar síðan frá árinu 960. Kirkjurnar á svæðinu eru tvær, sú eldri er timburkirkja sem stendur við gönguleiðina en sú nýrri var vígð árið 1996 og er hún mikið notuð, t.d. í tónleikahald en Reykholtshátíð er haldin á ári hverju. Reykholtsskógur er fyrir ofan kirkjurnar en aþr er að finna forna þjóðleið sem fer í gegnum og meðfram skóginum. Snorrastofa er svo upplýsingamiðstöð þar sem hægt er að finna leiðsögn, fyrirlestra og sýningar. Svæðið hefur því mikið upp á að bjóða, hvort sem það sé fyrir gesti sem eru í leit að náttúru eða sögu.
Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt á gönguleiðinni sem og ruslatunnur. Hægt er að kaupa aðgang að leiðsögn um svæðið. Þjónustu er að finna á Snorrastofu og Fosshótel Reykholt býður upp á gistingu, veitingar og veitir upplýsingar til gesta.
- Staðsetning: Reykholt, Borgarbyggð
- Vegnúmer að upphafspunkti: Hálsasveitarvegur (nr. 518), Borgarbyggð
- Erfiðleikastig: Auðvelt
- Lengd: 1.64km
- Hækkun: 50 metra hækkun
- Merkingar: Engar merkingar eru á leiðinni
- Tímalengd: 25 mínútur
- Tegund jarðvegar: Litlir steinar og malbik
- Hindranir á leið: Engar hindranir
- Lýsing: Hluti leiðarinnar er upplýstur
- Árstíð: Gönguleiðin er opin allt árið um kring
- GPS hnit upphafspunktar: N64°66318 W021°292
- GPS hnit endapunktar: N64°66318 W021°292