Einkunnir
Einkunnir í Borgarfirði er fólkvangur, sérkennilegur og fallegur staður með klettaborgum sem rísa upp úr mýrunum rétt norðan við Borgarness. Að fólkvangnum liggur um það bil 2,5 km. malarvegur frá þjóðvegi nr.1 í gegnum hesthúsahverfi hestamannafélagsins Skugga, á móti golfvellinum að Hamri.
Þar er tilvalinn, skjólgóður, áningarstaður fyrir allan aldur, ekki síst fjölskyldur með börn. Borð og bekkir eru á staðnum ásamt bílastæðum.
Í Einkunnum hefur verið skógrækt síðan árið 1951, og svæðið var friðlýst sem fólkvangur árið 2006. Nafnið er fornt og kemur fyrir í Egilssögu.
Á Syðri-Einkunn eru tvær vörður, landnámsvarða og útsýnisskífa, en þaðan er mjög víðsýnt. Má meðal annars sjá fimm jökla, Borgarfjarðardali, Mýrar, Borgarfjörðinn og Snæfellsnesið.