Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hótel Snæfellsnes

- Upplýsingamiðstöðvar

Hótel Snæfellsnes býður upp á 14 herbergi. 13x tveggjamanna herbergi og 1x þriggjamanna herbergi. Hönnunin er stílhrein með innblæstri frá Scandinaviu og borin er virðing fyrir umhverfinu. Herbergin eru hljóðeinangruð og með mjúkri lýsingu, gólfhita, Wi-Fi, sjónvarpi, hárþurrku, katli, skrifborði og stólum. Hvert herbergi er útbúið snyrtiaðstöðu og eru öll baðherbergin með sturtu. Fallegt útsýni er úr herbergjunum og um að gera að opna gluggann og njóta golunnar sem blæs á Snæfellsnesi. Boðið er upp á aðgang að þráðlausu interneti án endurgjalds auk þess sem stutt er í frábærar gönguleiðir og alla aðra afþreyingu sem er í boði á Snæfellsnesi, svo sem hestaferðir og ferðir á jökulinn.

Á Vegamótum er einnig rekið kaffihús.

Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul á Snæfellsnesi er rúma 58 km frá Hótel Snæfellsnesi. Þar fá gestir tækifæri til að upplifa og komast í snertingu við íslenska náttúru, feta í fótspor forn Íslendinga með því að ganga um hraunið eins og þeir gerðu á sínum tíma.

Stutt er í allar áttir en Hótel Snæfellsnes er aðeins í eins og hálfs tíma akstri frá Reykjavík. Við erum fyrir miðju Snæfellsness og aðeins 32 km til Stykkishólms. Þá eru 38 km til Grundarfjarðar, 57 km til Ólafsvíkur, 35 km til Búða, 54 km að Arnarstapa og 58 km til Hellna.

Hótel Snæfellsnes

Hótel Snæfellsnes

Hótel Snæfellsnes býður upp á 14 herbergi. 13x tveggjamanna herbergi og 1x þriggjamanna herbergi. Hönnunin er stílhrein með innblæstri frá Scandinaviu
Hjá Góðu Fólki

Hjá Góðu Fólki

Hjá Góðu fólki er lítið kaffi- og listahús. Við vinnum með hráefni úr héraði og salat, jurtir og blóm úr gróðurhúsum hjá Ræktunarstöðinni Lágafelli. Þ
Miðhraun - Lava Resort

Miðhraun - Lava Resort

Miðhraun - Lava Resort er fjölskylduvænn og fjölskyldurekinn gististaður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hús, íbúðir og herbergi, leikvöllur með ærslabelg
Gestastofa Snæfellsness

Gestastofa Snæfellsness

Gestastofa Snæfellsness/ Snæfellsnes Visitor Center, sem Svæðisgarðurinn Snæfellsnes heldur utan um í félagsheimilinu Breiðabliki, er opin alla daga f

Aðrir (1)

Veiðihúsið við Straumfjarðará Dal v/Straumfjarðará 311 Borgarnes 864-7315