Vatnshellir er 8000 ára gamall hraunhellir sem varð til við eldgos í Purkhólum ofan við Malarrif á utanverðu Snæfellsnesi. Hellirinn varð til þegar yfirborðið á hraunrennslinu frá Purkhólum storknaði á meðan bráðið hraun hélt áfram að renna undir nýstorknuðu hrauninu. Það skildi eftir tómarúm þegar hraunrásin tæmdist við endalok eldgossins. Inngangurinn varð til þegar þak hellisins hrundi að hluta þegar hraunið byrjaði að kólna. Við bjóðum upp á 45 mínútna ferðir með leiðsögumanni í Vatnshelli.